Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvernig er krabbamein læknað?

Sú var tíðin að litið var á krabbamein sem ólæknandi sjúkdóm og vissulega var það rétt. Margt hefur hins vegar breyst á undanförnum þremur áratugum eða svo. Nú eru ýmsar tegundir krabbameina læknanlegar og viðhorfin orðin önnur, og orðalag spurningarinnar er raunar ánægjulegur vitnisburður um það. Fyrir nokk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?

Krákur tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae). Aðeins ein tegund hröfnunga verpir hér á landi en það er hrafninn (Corvus corax). Hrafninn verpir víða og hefur náð að aðlagast aðstæðum á norðlægum svæðum eins og á Íslandi og Grænlandi. Krákur eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en eru þó mjög algengir flækingar ...

category-iconLífvísindi: almennt

Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt?

Þessari spurningu er erfitt að svara svo að öllum líki. Fyrir því eru margar ástæður. Málið er viðkvæmt af því að mörgum finnst það snerta grundvallaratriði í lífsskoðunum sínum. Það getur bæði átt við þá sem eru trúaðir sem kallað er og líka hina sem telja sig ekki trúaða. Eins getur svarið líka oltið að nokkru l...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?

Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...

category-iconVísindi almennt

Skoða vísindin hlutina þverfaglega til að leita svara í samsvörun?

Spyrjandi lætur eftirfarandi hugleiðingar fylgja spurningu sinni:Mín spurning er hvort vísindin skoði hluti almennt þverfaglega til að leita svara í gegnum lögmál samsvörunnar. Til að mynda þá skoða ég yfirleitt myndir frá Hubble sjónaukanum með augum heimspekings og líffræðinnar. Stjarna sem er að deyja hefur t...

category-iconHugvísindi

Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?

Úr brám Ýmis gerðu goðin virkisgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum. Þessi víggirta borg heitir Miðgarður. Eftir að Bors synir höfðu skapað fyrstu mennina komu þeir saman ásamt goðum og gyðjum á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður, því næst voru bústaðir Ásgarðs byggðir. Í...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Balían af Ibelín?

Balían af Ibelín var riddari á tímum krossferðanna. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa reynt að verja borgina Jerúsalem gegn innrás Saladíns árið 1187. Krossferðirnar á miðöldum voru herfarir kristinna manna inn á svæði annarra trúarhópa og þá sérstaklega múslima í Miðausturlöndum. Kristnir Evrópumenn ásældust ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða bergtegundir finnast í Viðey og hvað getur jarðfræðin sagt um okkur um sögu eyjunnar?

Viðey hefur verið sögustaður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þar var klaustur reist á 13. öld og eyjan kom mikið við sögu á tímum siðaskiptanna. Rétt upp af núverandi bátalægi standa einar elstu byggingar landsins, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, byggðar upp úr miðri átjándu öld. Austast á eyjunni byggðist upp lítið ...

category-iconHeimspeki

Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða?

Gilles Deleuze var franskur heimspekingur sem hafði víðtæk áhrif á margvíslegum sviðum á síðustu áratugum 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Hann fæddist í París árið 1925 og lést 1995, sjötugur að aldri. Hann hóf feril sinn með áhugaverðum verkum um sögu heimspekinnar, þar sem hann fjallaði um feril og hugmyndir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna?

Upphaflega spurningin var þessi:Af hverju eru hrossabændum ekki gert skylt að hafa þannig aðbúnað hjá hrossum að þau séu ekki á berangri að vetri til?Það er lífsnauðsyn fyrir hross að komast í skjól í verstu vetrarveðrum, sérstaklega ef tíðarfar er mjög umhleypingasamt. Hross sem standa skjóllítil í höm hafa sig e...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau?

Taugaboð eru raffræðileg og efnafræðileg boð sem flytjast bæði innan og á milli taugafrumna. Þau eru forsenda þess að taugafrumur geti haft samskipti sín á milli, að skynboð berist til heila og mænu og að hreyfiboð komist til vöðva. Boðflutningur innan taugafrumu byggist á hreyfingu jóna inn og út úr henni, en...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju er bannað að syngja við matarborðið?

Það er viðtekin hjátrú víða um lönd að ólánsmerki sé að syngja við matarborðið, jafnvel feigðarboði. Hér á landi er þessi hjátrú vel þekkt og stundum sagt að þá séu menn að syngja sult í bæinn. Í enskumælandi löndum er höfð yfir eftirfarandi vísa: If you sing at your table and dance by your bed you'll have no ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða land í Norður-Evrópu er bæði stærst og fjölmennast? En í Evrópu allri?

Það er ekki eitt og sama landið sem er bæði stærst og fjölmennast í Norður-Evrópu. Á Wikipediu er sjálfstæð ríki Norður-Evrópu sögð vera 10 og þar stuðst við svæðaskipting frá Sameinuðu þjóðunum. Þau eru Norðurlöndin fimm: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð; Eystrasaltslöndin þrjú: Eistland, Lettlan...

category-iconHagfræði

Hvaða efnahagslegu afleiðingar hefði það fyrir heiminn og Ísland ef við gætum flutt smástirnið 433 Eros til jarðar, en það er fullt af gulli?

Smástirni eru litlir hnettir úr málmum og bergi. Þau ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til reikistjarna. Smástirni eru oft óregluleg í lögun þar sem þyngdarkrafturinn er ekki nægilega mikill til þess að þau myndi kúlulaga hnött. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru smá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er kötturinn eina dýrið sem leikur sér að bráð?

Upprunalega var spurningin mun lengri. Í meginatriðum var hún svohljóðandi:Er vitað til að fleiri dýr en kötturinn leiki sér með bráðina? Ef svo er, er þá vitað hvaða dýr hegða sér þannig og hvers vegna? Getur verið að kötturinn sem er minnstur allra kattardýra verði að byggja upp grimmd og miðla til afkvæma sinna...

Fleiri niðurstöður