Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?

Ívar Daði Þorvaldsson

Úr brám Ýmis gerðu goðin virkisgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum. Þessi víggirta borg heitir Miðgarður. Eftir að Bors synir höfðu skapað fyrstu mennina komu þeir saman ásamt goðum og gyðjum á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður, því næst voru bústaðir Ásgarðs byggðir. Í Völuspá er ekkert meira minnst á Iðuvelli en nafnið vísar líklegast til sígræns vallar sem endurnýjast stöðugt og án utanaðkomandi afla.

Ásgarður eins og listamaður hefur hugsað sér hann.

Í Ásgarði og Miðgarði eru margir helgistaðir. Tréð Yggdrasill eða askur Yggdrasils er sá helgasti af öllum. Tréð hefur þrjár rætur; ein er í Ásgarði, önnur í Jötunheimum en sú þriðja nær allt til Niflheims. Þegar Gangleri spyr hvað Alföður hafðist við þegar Ásgarður var gerður svarar Hár:
Í upphafi setti hann stjórnarmenn og beiddi þá að dæma með sér örlög manna og ráða um skipun borgarinnar. Það var þar sem heitir Iðavöllur í miðri borginni. Var það hið fyrsta verk að gera hof það er sæti þeirra standa í, tólf önnur en hásætið það er Alföður á. Það hús er best gert á jörðu og mest. Allt er það utan og innan svo sem gull eitt. Í þeim stað kalla menn Glaðsheim. Annan sal gerðu þeir, það var hörgur en gyðjurnar áttu, og var hann allfagur. Það hús kalla menn Vingólf. Þar næst gerðu þeir það að þeir lögðu afla og þar til gerðu þeir hamar og töng og steðja og þaðan af öll tól önnur. Og því næst smíðuðu þeir málm og stein og tré, og svo gnóglega þann málm er gull heitir að öll búsgögn og öll reiðigögn höfðu þeir af gulli, og er sú öld kölluð gullaldur [...]

Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um staðsetningu Ásgarðs, ein er sú sem nefnd er hér fyrr um að Ásgarður sé hluti Miðgarðs og goðin hafa því búið í nálægð við menn. Snorri Sturluson (1178-1241) hefur þrjár mismunandi hugmyndir um staðsetningu Ásgarðs. Ein hugmynd hans er sú að Ásgarður sé á himnum, en bústaður Heimdalls heitir Himinbjörg og að brúin Bifröst sem hann gætir liggi til Ásgarðs. Önnur hugmynd Snorra er mun veraldlegri en þar segir hann að Ásgarður sé höfuðstaður Ásalands eða Ásaheims. Þriðja hugmynd hans er sú að Ásgarður hinn forni sé sami staður og Trója.

Snorri Sturluson var sagnaritari sem skrifaði meðal annars Snorra-Eddu sem er eins konar handbók eða kennslubók í skáldskaparlist. Þar er meðal annars sagt frá sköpun heimsins en auk þess er þar að finna mikinn fróðleik um norræna goðafræði.

Innan Ásgarðs eru bústaðir goðanna staðsettir. Í Valhöll býr Óðinn. Upphaflega hafa eflaust öll goðin búið í Valhöll en þau hafi síðar fengið hvert sinn bústað. Valhöll er gullbjört, þakin spjótum og skjöldum að innan og liggja brynjur á bekkjum, sem hæfir vel þeirri iðju sem þar fer fram. Í Valhöll er hásæti Óðins, Hliðskjálf, þar sem hann sér um heima alla. Valhöll hefur 640 dyr og í ragnarökum ganga 960 einherjar út um hverja dyr fyrir sig. En það er hvorki meira né minna en 614.400 einherjar.

Einherjar eru þeir sem fallið hafa í bardaga. Þeir búa í Valhöll Óðins þar sem eilífir bardagar fara fram en þegar þeim er lokið dag hvern er etið og drukkið. Á þakinu stendur geitin Heiðrún og gæðir sér á tré sem ber nafnið Léraður. En af henni kemur sá mjöður sem einherjar drekka. Hjörturinn Eikþyrnir bítur einnig af þessu sama tré. Siður var að prýða hallir með dýramyndum og er Valhöll engin undantekning þar á.

Kona Óðins, Frigg, býr í Fensölum. Er honum lýst sem allveglegum. Sumir telja að ef til vill séu einhver tengsl milli nafnsins og einhvers konar linda- og uppsprettudýrkunar sem Frigg ætti hlut að en ekkert er víst í þeim efnum. Einnig hefur þeirri hugmynd verið fleygt fram að ef hinn upphaflegi sólguð sé maður Friggjar þá eigi nafnið Fensalir vel við. Við sólsetur virðist sólin ganga undir sjóinn og því hafi menn álitið að þar hafi sólguðinn hitt konu sína. Sumar heimildir segja að Sága sé annað nafn á Frigg. Sága, sem merkir sá sem allt sér og veit, á bústað sem ber nafnið Sökkvabekkur, sem gæti þýtt sokkinn bústaður en það passar einnig vel við þá hugmynd sem nefnd var um Fensali.

Bústaður Freys heitir Álfheimar en bústaðinn fékk hann í tannfé. Auk þess á hann skipið Skíðblaðni og vagn sem gölturinn Gullinbursti dregur. Í Álfheimum búa ljósálfar en dökkálfar búa niðri í jörðu. Ljósálfar eru fegurri en sól en dökkálfar eru svartari en bik.

Bústaður Þórs heitir Bilskirnir og er á Þrúðvöngum. Nafnið er hugsanlega vísan í þórdrunur eða þann sem blikar eldingum. Þó mætti einnig skoða þessi nöfn sem skáldlegar skreytingar. Í Bilskirnum eru 640 dyr líkt og í Valhöll. Í Grímnismálum segir Óðinn um bústað sonar síns að hann sé sá besti sem hann þekki.

Hér má sjá hugmynd um hvernig Bilskirnir, bústaður Þórs, hefur litið út.

Breiðablik, það sem skín langt að eða þar sem víðsýnt er, er bústaður Baldurs. Snorri segir að Breiðablik sé fagur staður er aldrei sé óhreinn.

Í Nóatúnum býr Njörður. Nóatún liggja við sjó en oft þegar talað er um hjónaband Njarðar og Skaðar er minnst á að hún hafi ekki viljað búa við sjóinn heldur á fjöllum í bústað sem ber nafnið Þrymheimur sem faðir hennar hafði átt en þar getur hún farið á veiðar. Nafnið merkir í raun skipatún og vísar það til tengsla hans við siglingar og sjóferðir en hann og sonur hans Freyr eru verndarar sæfara.

Dóttir Njarðar, Freyja, býr á Fólkvangi en salur hennar heitir Sessrúmnir eða salur sem rúmar mörg sæti. Annars er lítið fjallað um heimkynni hennar.

Forseti, sem er sonur Baldurs og Nönnu Nepsdóttur, á bústað sem heitir Glitnir, eða hinn glansandi. Hann er silfri þakinn, borinn upp af súlum, veggjum og bitum úr gulli. Glitnir er besti dómstaðurinn og þar eru öll sakarvandræði leidd til lykta.

Þegar Gangleri spyr hver gæti þess staðar þá er Surtalogi brennir himin og jörð svarar Hár:
Svo er sagt að annar himinn sé suður og upp frá þessum himni, og heitir sá himinn Andlangur, en hinn þriðji himinn sé enn upp frá þeim og heitir sá Víðbláinn, og á þeim himni hyggjum vér þenna stað vera. En ljósálfar einir hyggjum vér að nú byggi þá staði.
Á sunnanverðum enda himinsins er salurinn Gimlé en hann er fegurstur allra sala og bjartari en sólin. Þessi salur mun standa er bæði jörð og himinn hafa farist og munu einungis góðir og réttlátir menn búa þar. Gimlé er því eins konar himnaríki og virðist lýsingin á Gimlé í Gylfaginningu vera undir áhrifum af himnaríkislýsingum í kristnum ritum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Bragi Halldórsson. 1993. Íslenskar bókmenntir til miðrar 14. aldar. Fjarkennsluefni í íslensku. Skoðað 30.7.2010.
  • Bæksted, Anders. 1986. Goð og hetjur í heiðnum sið. Eysteinn Þorvaldsson íslenskaði. Örn og Örlygur, Reykjavík.
  • Finnur Jónsson. 1913. Goðafræði Norðmanna og Íslendínga eftir heimildum. Hið íslenska bókmentafjelag, Reykavík.
  • Simek, Rudolf. 1993. Hugtök og heiti í norrænni goðafræði. Ingunn Ásdísardóttir íslenskaði. Heimskringla, Reykjavík.
  • Sölvi Sveinsson og Guðrún Nordal. 2006. Guðirnir okkar gömlu ásamt Snorra-Eddu. Bjartur, Reykjavík.
  • Ásatrú.is

Myndir:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.12.2010

Spyrjandi

Jón Guðlaugur

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22727.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 15. desember). Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22727

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22727>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?
Úr brám Ýmis gerðu goðin virkisgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum. Þessi víggirta borg heitir Miðgarður. Eftir að Bors synir höfðu skapað fyrstu mennina komu þeir saman ásamt goðum og gyðjum á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður, því næst voru bústaðir Ásgarðs byggðir. Í Völuspá er ekkert meira minnst á Iðuvelli en nafnið vísar líklegast til sígræns vallar sem endurnýjast stöðugt og án utanaðkomandi afla.

Ásgarður eins og listamaður hefur hugsað sér hann.

Í Ásgarði og Miðgarði eru margir helgistaðir. Tréð Yggdrasill eða askur Yggdrasils er sá helgasti af öllum. Tréð hefur þrjár rætur; ein er í Ásgarði, önnur í Jötunheimum en sú þriðja nær allt til Niflheims. Þegar Gangleri spyr hvað Alföður hafðist við þegar Ásgarður var gerður svarar Hár:
Í upphafi setti hann stjórnarmenn og beiddi þá að dæma með sér örlög manna og ráða um skipun borgarinnar. Það var þar sem heitir Iðavöllur í miðri borginni. Var það hið fyrsta verk að gera hof það er sæti þeirra standa í, tólf önnur en hásætið það er Alföður á. Það hús er best gert á jörðu og mest. Allt er það utan og innan svo sem gull eitt. Í þeim stað kalla menn Glaðsheim. Annan sal gerðu þeir, það var hörgur en gyðjurnar áttu, og var hann allfagur. Það hús kalla menn Vingólf. Þar næst gerðu þeir það að þeir lögðu afla og þar til gerðu þeir hamar og töng og steðja og þaðan af öll tól önnur. Og því næst smíðuðu þeir málm og stein og tré, og svo gnóglega þann málm er gull heitir að öll búsgögn og öll reiðigögn höfðu þeir af gulli, og er sú öld kölluð gullaldur [...]

Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um staðsetningu Ásgarðs, ein er sú sem nefnd er hér fyrr um að Ásgarður sé hluti Miðgarðs og goðin hafa því búið í nálægð við menn. Snorri Sturluson (1178-1241) hefur þrjár mismunandi hugmyndir um staðsetningu Ásgarðs. Ein hugmynd hans er sú að Ásgarður sé á himnum, en bústaður Heimdalls heitir Himinbjörg og að brúin Bifröst sem hann gætir liggi til Ásgarðs. Önnur hugmynd Snorra er mun veraldlegri en þar segir hann að Ásgarður sé höfuðstaður Ásalands eða Ásaheims. Þriðja hugmynd hans er sú að Ásgarður hinn forni sé sami staður og Trója.

Snorri Sturluson var sagnaritari sem skrifaði meðal annars Snorra-Eddu sem er eins konar handbók eða kennslubók í skáldskaparlist. Þar er meðal annars sagt frá sköpun heimsins en auk þess er þar að finna mikinn fróðleik um norræna goðafræði.

Innan Ásgarðs eru bústaðir goðanna staðsettir. Í Valhöll býr Óðinn. Upphaflega hafa eflaust öll goðin búið í Valhöll en þau hafi síðar fengið hvert sinn bústað. Valhöll er gullbjört, þakin spjótum og skjöldum að innan og liggja brynjur á bekkjum, sem hæfir vel þeirri iðju sem þar fer fram. Í Valhöll er hásæti Óðins, Hliðskjálf, þar sem hann sér um heima alla. Valhöll hefur 640 dyr og í ragnarökum ganga 960 einherjar út um hverja dyr fyrir sig. En það er hvorki meira né minna en 614.400 einherjar.

Einherjar eru þeir sem fallið hafa í bardaga. Þeir búa í Valhöll Óðins þar sem eilífir bardagar fara fram en þegar þeim er lokið dag hvern er etið og drukkið. Á þakinu stendur geitin Heiðrún og gæðir sér á tré sem ber nafnið Léraður. En af henni kemur sá mjöður sem einherjar drekka. Hjörturinn Eikþyrnir bítur einnig af þessu sama tré. Siður var að prýða hallir með dýramyndum og er Valhöll engin undantekning þar á.

Kona Óðins, Frigg, býr í Fensölum. Er honum lýst sem allveglegum. Sumir telja að ef til vill séu einhver tengsl milli nafnsins og einhvers konar linda- og uppsprettudýrkunar sem Frigg ætti hlut að en ekkert er víst í þeim efnum. Einnig hefur þeirri hugmynd verið fleygt fram að ef hinn upphaflegi sólguð sé maður Friggjar þá eigi nafnið Fensalir vel við. Við sólsetur virðist sólin ganga undir sjóinn og því hafi menn álitið að þar hafi sólguðinn hitt konu sína. Sumar heimildir segja að Sága sé annað nafn á Frigg. Sága, sem merkir sá sem allt sér og veit, á bústað sem ber nafnið Sökkvabekkur, sem gæti þýtt sokkinn bústaður en það passar einnig vel við þá hugmynd sem nefnd var um Fensali.

Bústaður Freys heitir Álfheimar en bústaðinn fékk hann í tannfé. Auk þess á hann skipið Skíðblaðni og vagn sem gölturinn Gullinbursti dregur. Í Álfheimum búa ljósálfar en dökkálfar búa niðri í jörðu. Ljósálfar eru fegurri en sól en dökkálfar eru svartari en bik.

Bústaður Þórs heitir Bilskirnir og er á Þrúðvöngum. Nafnið er hugsanlega vísan í þórdrunur eða þann sem blikar eldingum. Þó mætti einnig skoða þessi nöfn sem skáldlegar skreytingar. Í Bilskirnum eru 640 dyr líkt og í Valhöll. Í Grímnismálum segir Óðinn um bústað sonar síns að hann sé sá besti sem hann þekki.

Hér má sjá hugmynd um hvernig Bilskirnir, bústaður Þórs, hefur litið út.

Breiðablik, það sem skín langt að eða þar sem víðsýnt er, er bústaður Baldurs. Snorri segir að Breiðablik sé fagur staður er aldrei sé óhreinn.

Í Nóatúnum býr Njörður. Nóatún liggja við sjó en oft þegar talað er um hjónaband Njarðar og Skaðar er minnst á að hún hafi ekki viljað búa við sjóinn heldur á fjöllum í bústað sem ber nafnið Þrymheimur sem faðir hennar hafði átt en þar getur hún farið á veiðar. Nafnið merkir í raun skipatún og vísar það til tengsla hans við siglingar og sjóferðir en hann og sonur hans Freyr eru verndarar sæfara.

Dóttir Njarðar, Freyja, býr á Fólkvangi en salur hennar heitir Sessrúmnir eða salur sem rúmar mörg sæti. Annars er lítið fjallað um heimkynni hennar.

Forseti, sem er sonur Baldurs og Nönnu Nepsdóttur, á bústað sem heitir Glitnir, eða hinn glansandi. Hann er silfri þakinn, borinn upp af súlum, veggjum og bitum úr gulli. Glitnir er besti dómstaðurinn og þar eru öll sakarvandræði leidd til lykta.

Þegar Gangleri spyr hver gæti þess staðar þá er Surtalogi brennir himin og jörð svarar Hár:
Svo er sagt að annar himinn sé suður og upp frá þessum himni, og heitir sá himinn Andlangur, en hinn þriðji himinn sé enn upp frá þeim og heitir sá Víðbláinn, og á þeim himni hyggjum vér þenna stað vera. En ljósálfar einir hyggjum vér að nú byggi þá staði.
Á sunnanverðum enda himinsins er salurinn Gimlé en hann er fegurstur allra sala og bjartari en sólin. Þessi salur mun standa er bæði jörð og himinn hafa farist og munu einungis góðir og réttlátir menn búa þar. Gimlé er því eins konar himnaríki og virðist lýsingin á Gimlé í Gylfaginningu vera undir áhrifum af himnaríkislýsingum í kristnum ritum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Bragi Halldórsson. 1993. Íslenskar bókmenntir til miðrar 14. aldar. Fjarkennsluefni í íslensku. Skoðað 30.7.2010.
  • Bæksted, Anders. 1986. Goð og hetjur í heiðnum sið. Eysteinn Þorvaldsson íslenskaði. Örn og Örlygur, Reykjavík.
  • Finnur Jónsson. 1913. Goðafræði Norðmanna og Íslendínga eftir heimildum. Hið íslenska bókmentafjelag, Reykavík.
  • Simek, Rudolf. 1993. Hugtök og heiti í norrænni goðafræði. Ingunn Ásdísardóttir íslenskaði. Heimskringla, Reykjavík.
  • Sölvi Sveinsson og Guðrún Nordal. 2006. Guðirnir okkar gömlu ásamt Snorra-Eddu. Bjartur, Reykjavík.
  • Ásatrú.is

Myndir:...