Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1216 svör fundust

category-iconOrkumál

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrund Ólöf Andradóttir rannsakað?

Hrund Ólöf Andradóttir er prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að eðlisfræðilegum ferlum sem stuðla að dreifingu og örlögum efna í lofti og legi. Hrund hefur rannsakað virkni blágrænna ofanvatnslausna, eins og settjarna og gróðurþaka, sem miðla og hreinsa v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?

Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsin...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934?

Laugardaginn 2. júní 1934 fannst mikill jarðskjálfti á Norðurlandi um klukkan 12:43 að íslenskum tíma, sem mældist 6,2 að stærð (MS).[1] Hans varð vart allt frá Búðardal í vestri að Vopnafirði í austri, en snarpastur var hann á Dalvík þar sem miklar skemmdir urðu. Mikið tjón varð einnig í öðrum byggðum næst skjálf...

category-iconHeimspeki

Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar?

Þessari spurningu væri hægt að svara á einfaldan hátt: Hvorki fegurðarsamkeppni né módelfitness eru í raun keppnisíþróttir á Íslandi. Þær eru ekki skilgreindar af Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands sem íþróttir og samkvæmt þeim mælikvarða er þá ekki hægt að keppa í fegurð sem sé hún íþrótt. Hins vegar er flest...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu? Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til hvaða rauntölu sem er úr ræðum tölum með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Það er aðeins hægt að búa til sárafáar rauntölur með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum á ræðar tölur; til dæmis getum við hvorki búið til e né pí (\(\pi\)) þannig. Því miður er þetta of flókið að útskýra það hér til hlítar, en í staðinn getum við útskýrt hvernig má...

category-iconJarðvísindi

Af hverju verða svona margir jarðskjálftar við Grímsey?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þan...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær lauk fyrri heimsstyröldinni?

Heimsstyrjöldinni fyrri lauk formlega þegar vopnahlé tók gildi á vesturvígstöðvunum kl. 11:00 mánudagsmorguninn 11. nóvember 1918. Fulltrúar Þýskalands höfðu undirritað vopnahlésskilmála bandamanna í járnbrautarvagni í Compiégne-skógi í Norður-Frakklandi klukkan 5:10 að morgni þessa dags. Talið er að nær þrjú þúsu...

category-iconFélagsvísindi

Hver var verðbólgan árið 1983?

Árið 1983 voru ýmis Íslandsmet í verðbólgu slegin og höfðu Íslendingar þó ýmsu vanist í verðlagsmálum áður. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars það ár en vísitalan hækkaði um 10,3% milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar 225%...

category-iconHeimspeki

Við hvað geta heimspekingar unnið annað en heimspekikennslu?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða starfsmöguleikar eru fyrir heimspeking? Menn hafa óralengi glímt við spurningar eins og: Hvers vegna erum við til? Höfum við frjálsan vilja? Er til sál? Hvað er siðferði? Heimspeki reynir með kerfisbundnum hætti að svara slíkum grundvallarspurningum um lífið og tilveru...

category-iconVeðurfræði

Hvar snjóar mest hér á landi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi og hvar? Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari. Snjór er mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi. Ísland í vetrarbún...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna tölum við?

Í grundvallaratriðum tölum við til þess að eiga samskipti við annað fólk. Tungumálið er leið okkar til þess að hafa tjáskipti við aðra, koma hugsunum okkar og skilaboðum á framfæri og eitt af því sem skilur okkur frá öðrum skepnum hér á jörðinni. Hæfileikinn til að tjá sig á þennan hátt er því afar mikilvægur og s...

category-iconJarðvísindi

Hvað er móbergshryggur?

Kannski má segja að móberg sé sú bergtegund sem kemst næst því að geta kallast séríslensk. Sigurður Steinþórsson lýsir myndun þess í svari við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? og segir þar meðal annars: Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum.

Orðin tungl og máni þekkjast þegar í fornu máli í ýmsum fornritum. Í Njáls sögu segir til dæmis: „Þeim sýndisk haugrinn opinn, ok hafði Gunnarr snúizk í hauginum ok sá í móti tunglinu“ (ÍF XII, bls. 193). Í kaflanum „Himins heiti, sólar ok tungls“ í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu notar Snorri Sturluson máni sem eit...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins Versalir? Ég tel þetta orð komið úr ásatrú en finn ekki staðfestingu á því. Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum. Franska nafnið er Versaille sem á 11. öld var Versalias. Í Íslen...

Fleiri niðurstöður