Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar?

Nanna Hlín Halldórsdóttir

Þessari spurningu væri hægt að svara á einfaldan hátt: Hvorki fegurðarsamkeppni né módelfitness eru í raun keppnisíþróttir á Íslandi. Þær eru ekki skilgreindar af Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands sem íþróttir og samkvæmt þeim mælikvarða er þá ekki hægt að keppa í fegurð sem sé hún íþrótt.

Hins vegar er flestum ljóst að fegurðarsamkeppni og módelfitness notfæra sér bæði form og venjur hefðbundinna íþróttakeppna. „Keppendur“ í þessum greinum nálgast keppnina að einhverju leyti sem íþróttakeppni og áhorfendur horfa einnig á hana sem slíka.

Bandarískar fegurðardrottningar um miðja síðustu öld.

Í flestum keppnisíþróttum hafa keppendur eytt dágóðum tíma í að þjálfa líkama og huga svo þeir séu líklegri til þess að ná settu markmiði í sinni grein. Sú sem keppir í handbolta þjálfar líkamlega eiginleika á borð við þol, styrk og snerpu. Hún þjálfar einnig boltatækni og æfir ákveðin leikkerfi með öðrum leikmönnum. Skákmaðurinn þarf ekki að þjálfa þol eða líkamlegan styrk en hann æfir sig í að beita ólíkum aðferðum í skákinni, reynir að sjá nokkra leiki fram í tímann og lærir að byrja taflið á fjölmarga ólíka vegu, svo nokkur dæmi séu nefnd.

En er hægt að keppa í fegurð á svipaðan hátt og í handbolta eða skák? Íþróttagreinar geta verið mjög ólíkar og vel má finna ýmis einkenni á keppni eins og Ungfrú Ísland sem svipar til íþrótta. Vandinn er hins vegar sá að til þess að hægt sé líta á fegurðarsamkeppni sem íþrótt þurfum við að hafa nokkuð fyrirframgefna skilgreiningu á fegurð. Þar vandast leikurinn.

Hugtakið fegurð er eitt meginhugtaka þeirrar undirgreinar heimspekinnar sem nefnist fagurfræði. Eins og með önnur heimspekileg vandamál er nær ómögulegt að gefa endanlegt svar við því hvað fegurð sé. Innan heimspekisögunnar er að finna allt litróf fegurðarhugtaksins, frá algerlega hlutlægu mati sem gerir ráð fyrir því að til séu algildir mælikvarðar á fegurð, til huglægs mats sem áréttar að fegurðin búi aðeins í augum áhorfandans. Þau sem hallast að seinna viðhorfinu leggja áherslu á að hugmyndir um fegurð séu skilyrtar af samfélagsgerð og sögulegu tímabili. Þau sem aðhyllast fyrrnefnda viðhorfið reyna að mæla hvað það er í viðfanginu sem er fallegt; þar hefur til dæmis svonefnt gullinsnið verið vinsælt mælitæki.

Ef fegurðarsamkeppni er talin til keppnisgreina þá gefa menn sér augljóslega þá forsendu að til séu einhvers konar hlutlægir mælikvarðar á fegurð. Ákveðnir eiginleikar líkamans, eins og lögun og litarhaft, eru þá skoðaðir með það að leiðarljósi að bera þá saman við aðra líkama til þess að meta hver þeirra sé fallegastur á hlutlægan hátt. Slík skoðun líkamans er oft kölluð hlutgerving.

Í svari Gunnars Harðarsonar við spurningunni Af hverju er smekkur manna mismunandi? bendir Gunnar á að femínískir kennismiðir hafi gagnrýnt ýmsar tilraunir heimspekisögunnar til að finna hlutlæga mælikvarða á fegurð á þeim forsendum að þær sýni oftar en ekki fram á að mælikvarðarnir dragi dám af félagslegri stöðu heimspekinganna sjálfra. Enn fremur bendir slík gagnrýni á að hugmynd um hlutlægan mælikvarða á fegurð búi í raun til það fegurðarmat sem að á að heita hlutlægt og taki þátt í að viðhalda því fegurðarmati.

„Ég er fegurðardrottning, ég brosi í gegnum tárin“ söng Ragnhildur Gísladóttir í laginu Fegurðardrottning.

Í svari sínu bendir Gunnar einnig á hugmyndir franska fræðismiðsins Pierre Bourdieu og segir:
Í ritinu La Distinction: Une critique sociale du goût tengir Bourdieu smekk við félagslega stöðu og telur að með smekk sínum láti fólk í ljós gildismat sitt og samkennd með tilteknum þjóðfélagshópi, það er gefi til kynna hver þjóðfélagsstaða þess er. Þegar fólk velur sér til dæmis myndverk, bíl eða húsgögn sýnir smekkur þess hvaða þjóðfélagshópi það tilheyrir. Ástæðan fyrir þessu er sú, að mati Bourdieu, að fagurfræðilegur og listrænn smekkur er félagslega mótaður og lærður, en ekki náttúrulegur, hann er hliðstæður tungumáli sem einstaklingurinn þarf að læra að tileinka sér. Hæfileikinn til að „sjá“ skilyrðist því af þekkingu sem fólk þarf að afla sér.
Við þetta mætti þó bæta að jafnvel þótt fegurðarsmekkur sé mögulega lærður virðast mörg okkar þrá fegurð í margvíslegum myndum. Og við metum hið fagra vegna þess að það er fallegra en eitthvað annað í hugum okkar. Hægt væri að spyrja hvort að slíkur samanburður feli ekki ávallt í sér keppni í víðum skilningi þessa orðs?

Fegurðarsamkeppnir hafa lengi verið umdeildar en þær náðu fyrst almennum vinsældum um miðja tuttugustu öld. Eitt af fyrstu verkum Rauðsokkuhreyfingarinnar var að mæta í 1. maí gönguna árið 1970 með risastóra gifsstyttu af konu með fegurðaborða um sig miðja eins og tíðkast í fegurðarsamkeppnum. Á borðanum stóð „Manneskja - ekki markaðsvara“ og með styttunni var því mótmælt hvernig áhersla á útlit ýtir undir hlutgervingu á kvenlíkamanum. Gagnrýni af þessu tagi hefur verið eitt af meginstefum kvenréttindabaráttu.

Skipuleggjendur fegurðarsamkeppna hafa að einhverju leyti brugðist við slíkri gagnrýni með því að bræða saman ytri fegurð og hinn innri mann, þar sem „fegurðin kemur að innan“. Með því verður mælikvarðinn á fegurð ekki aðeins hlutlægur heldur einnig huglægur. Slík samþætting hins góða og fallega er reyndar nokkuð algeng í hugmyndasögu þessara hugtaka og varpar í raun fram enn erfiðari spurningu en hér er reynt að svara, nefnilega: Er hægt að keppa í hinu góða eða í góðmennsku?

Samband fegurðar, íþrótta og keppni felur einnig í sér aðra erfiða spurningu: Hvað er íþrótt? Erfitt er að greina íþrótt frá almennri hreyfingu, margvíslegum tómstundaformum eða menningarstarfsemi. Oft er keppt í dansi, þó ekki séu allar dansíþróttir skilgreindar sem íþróttagreinar. Nánast engin líkamleg hreyfing á sér stað í skák. Mjög algengt er að horfa til Ólympíuleikanna til þess að skilgreina keppnisíþróttir. Það er spurning hvort það verði nokkurn tíma keppt í fegurð á Ólympíuleikunum. Að minnsta kosti er erfitt að sjá fyrir hvert ólympíulágmark þeirrar íþróttar væri.

Heimildir:

Myndir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvers vegna er fegurð skilgreind sem íþrótt, samanber fegurðarsamkeppnir og módelfitness?

Höfundur

Nanna Hlín Halldórsdóttir

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

18.7.2013

Spyrjandi

Jenný Heiða Zalewski

Tilvísun

Nanna Hlín Halldórsdóttir. „Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62489.

Nanna Hlín Halldórsdóttir. (2013, 18. júlí). Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62489

Nanna Hlín Halldórsdóttir. „Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62489>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar?
Þessari spurningu væri hægt að svara á einfaldan hátt: Hvorki fegurðarsamkeppni né módelfitness eru í raun keppnisíþróttir á Íslandi. Þær eru ekki skilgreindar af Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands sem íþróttir og samkvæmt þeim mælikvarða er þá ekki hægt að keppa í fegurð sem sé hún íþrótt.

Hins vegar er flestum ljóst að fegurðarsamkeppni og módelfitness notfæra sér bæði form og venjur hefðbundinna íþróttakeppna. „Keppendur“ í þessum greinum nálgast keppnina að einhverju leyti sem íþróttakeppni og áhorfendur horfa einnig á hana sem slíka.

Bandarískar fegurðardrottningar um miðja síðustu öld.

Í flestum keppnisíþróttum hafa keppendur eytt dágóðum tíma í að þjálfa líkama og huga svo þeir séu líklegri til þess að ná settu markmiði í sinni grein. Sú sem keppir í handbolta þjálfar líkamlega eiginleika á borð við þol, styrk og snerpu. Hún þjálfar einnig boltatækni og æfir ákveðin leikkerfi með öðrum leikmönnum. Skákmaðurinn þarf ekki að þjálfa þol eða líkamlegan styrk en hann æfir sig í að beita ólíkum aðferðum í skákinni, reynir að sjá nokkra leiki fram í tímann og lærir að byrja taflið á fjölmarga ólíka vegu, svo nokkur dæmi séu nefnd.

En er hægt að keppa í fegurð á svipaðan hátt og í handbolta eða skák? Íþróttagreinar geta verið mjög ólíkar og vel má finna ýmis einkenni á keppni eins og Ungfrú Ísland sem svipar til íþrótta. Vandinn er hins vegar sá að til þess að hægt sé líta á fegurðarsamkeppni sem íþrótt þurfum við að hafa nokkuð fyrirframgefna skilgreiningu á fegurð. Þar vandast leikurinn.

Hugtakið fegurð er eitt meginhugtaka þeirrar undirgreinar heimspekinnar sem nefnist fagurfræði. Eins og með önnur heimspekileg vandamál er nær ómögulegt að gefa endanlegt svar við því hvað fegurð sé. Innan heimspekisögunnar er að finna allt litróf fegurðarhugtaksins, frá algerlega hlutlægu mati sem gerir ráð fyrir því að til séu algildir mælikvarðar á fegurð, til huglægs mats sem áréttar að fegurðin búi aðeins í augum áhorfandans. Þau sem hallast að seinna viðhorfinu leggja áherslu á að hugmyndir um fegurð séu skilyrtar af samfélagsgerð og sögulegu tímabili. Þau sem aðhyllast fyrrnefnda viðhorfið reyna að mæla hvað það er í viðfanginu sem er fallegt; þar hefur til dæmis svonefnt gullinsnið verið vinsælt mælitæki.

Ef fegurðarsamkeppni er talin til keppnisgreina þá gefa menn sér augljóslega þá forsendu að til séu einhvers konar hlutlægir mælikvarðar á fegurð. Ákveðnir eiginleikar líkamans, eins og lögun og litarhaft, eru þá skoðaðir með það að leiðarljósi að bera þá saman við aðra líkama til þess að meta hver þeirra sé fallegastur á hlutlægan hátt. Slík skoðun líkamans er oft kölluð hlutgerving.

Í svari Gunnars Harðarsonar við spurningunni Af hverju er smekkur manna mismunandi? bendir Gunnar á að femínískir kennismiðir hafi gagnrýnt ýmsar tilraunir heimspekisögunnar til að finna hlutlæga mælikvarða á fegurð á þeim forsendum að þær sýni oftar en ekki fram á að mælikvarðarnir dragi dám af félagslegri stöðu heimspekinganna sjálfra. Enn fremur bendir slík gagnrýni á að hugmynd um hlutlægan mælikvarða á fegurð búi í raun til það fegurðarmat sem að á að heita hlutlægt og taki þátt í að viðhalda því fegurðarmati.

„Ég er fegurðardrottning, ég brosi í gegnum tárin“ söng Ragnhildur Gísladóttir í laginu Fegurðardrottning.

Í svari sínu bendir Gunnar einnig á hugmyndir franska fræðismiðsins Pierre Bourdieu og segir:
Í ritinu La Distinction: Une critique sociale du goût tengir Bourdieu smekk við félagslega stöðu og telur að með smekk sínum láti fólk í ljós gildismat sitt og samkennd með tilteknum þjóðfélagshópi, það er gefi til kynna hver þjóðfélagsstaða þess er. Þegar fólk velur sér til dæmis myndverk, bíl eða húsgögn sýnir smekkur þess hvaða þjóðfélagshópi það tilheyrir. Ástæðan fyrir þessu er sú, að mati Bourdieu, að fagurfræðilegur og listrænn smekkur er félagslega mótaður og lærður, en ekki náttúrulegur, hann er hliðstæður tungumáli sem einstaklingurinn þarf að læra að tileinka sér. Hæfileikinn til að „sjá“ skilyrðist því af þekkingu sem fólk þarf að afla sér.
Við þetta mætti þó bæta að jafnvel þótt fegurðarsmekkur sé mögulega lærður virðast mörg okkar þrá fegurð í margvíslegum myndum. Og við metum hið fagra vegna þess að það er fallegra en eitthvað annað í hugum okkar. Hægt væri að spyrja hvort að slíkur samanburður feli ekki ávallt í sér keppni í víðum skilningi þessa orðs?

Fegurðarsamkeppnir hafa lengi verið umdeildar en þær náðu fyrst almennum vinsældum um miðja tuttugustu öld. Eitt af fyrstu verkum Rauðsokkuhreyfingarinnar var að mæta í 1. maí gönguna árið 1970 með risastóra gifsstyttu af konu með fegurðaborða um sig miðja eins og tíðkast í fegurðarsamkeppnum. Á borðanum stóð „Manneskja - ekki markaðsvara“ og með styttunni var því mótmælt hvernig áhersla á útlit ýtir undir hlutgervingu á kvenlíkamanum. Gagnrýni af þessu tagi hefur verið eitt af meginstefum kvenréttindabaráttu.

Skipuleggjendur fegurðarsamkeppna hafa að einhverju leyti brugðist við slíkri gagnrýni með því að bræða saman ytri fegurð og hinn innri mann, þar sem „fegurðin kemur að innan“. Með því verður mælikvarðinn á fegurð ekki aðeins hlutlægur heldur einnig huglægur. Slík samþætting hins góða og fallega er reyndar nokkuð algeng í hugmyndasögu þessara hugtaka og varpar í raun fram enn erfiðari spurningu en hér er reynt að svara, nefnilega: Er hægt að keppa í hinu góða eða í góðmennsku?

Samband fegurðar, íþrótta og keppni felur einnig í sér aðra erfiða spurningu: Hvað er íþrótt? Erfitt er að greina íþrótt frá almennri hreyfingu, margvíslegum tómstundaformum eða menningarstarfsemi. Oft er keppt í dansi, þó ekki séu allar dansíþróttir skilgreindar sem íþróttagreinar. Nánast engin líkamleg hreyfing á sér stað í skák. Mjög algengt er að horfa til Ólympíuleikanna til þess að skilgreina keppnisíþróttir. Það er spurning hvort það verði nokkurn tíma keppt í fegurð á Ólympíuleikunum. Að minnsta kosti er erfitt að sjá fyrir hvert ólympíulágmark þeirrar íþróttar væri.

Heimildir:

Myndir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvers vegna er fegurð skilgreind sem íþrótt, samanber fegurðarsamkeppnir og módelfitness?
...