Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2179 svör fundust

category-iconHugvísindi

Í hverju bjuggu víkingar?

Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús. Elstu híbýli ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær má ég eiga von á að öll kurl séu komin til grafar?

Orðið kurl er notað um trjámylsnu, smáhöggna viðarkvisti til eldsneytis eða kolagerðar og sögnin kurla merkir að 'höggva smátt, kvista niður'. Eldri myndir eru kurfl og kurfla sem báðar koma fyrir í sömu merkingu í fornu máli og nafnorðið kurfur merkti meðal annars 'smábútur, kubbur af einhverju'. Orðasamband...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru fuglaber eitruð?

Þegar spyrjandinn talar um fuglaber á hann væntanlega við ber reyniviðarins eða reyniber. Berin eru afar áberandi á haustinn þegar laufin taka að falla og þau laða að sér fjölda skógarþrasta (Turdus illiacus). Reyniberin eru lítið nýtt af okkur mannfólkinu, nema þá til skrauts. Þau hafa eitthvað verið soðin ni...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist í líkamanum þegar maður fær marbletti?

Við fáum marbletti ef högg sem lendir á líkamanum nær til mjúku vefjanna sem eru undir húðinni. Það sem gerist þá er að litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofna og blóð lekur úr þeim. Í kjölfarið safnast rauðkorn fyrir undir húðinni og við sjáum þau sem blá, fjólublá, rauð eða svört nálægt þeim stað sem höggi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju sóla eðlur sig?

Eðlur hafa misheitt (e. exothermic) blóð, ólíkt til dæmis spendýrum og fuglum sem hafa jafnheitt (e. endothermic) blóð. Eðlurnar þurfa þess vegna að nýta varma úr umhverfinu til að halda líkamanum heitum en dýr með jafnheitt blóð geta stýrt líkamshitanum sjálf með efnaskiptum. Þegar við sjáum eðlur í sólinni er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar búa flestir frumbyggjar Ástralíu?

Talið er að frumbyggjar Ástralíu hafi verið á bilinu 315.000-1.000.000 fyrir komu hvítra manna. Eins og víða annars staðar fækkaði frumbyggjum eftir að Evrópumenn settust að í landi þeirra og hélt sú þróun áfram fram á 20. öldina; talið er að í kringum 1920 hafi fjöldi þeirra verið kominn niður í 72.000. Síðustu á...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju grænkar grasið á sumrin en verður grárra á veturna?

Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun. Nánar má lesa um græna litinn og ljóstillífun í svari Kesara Anamthawat-Jónsson við spurningunni: Hvers vegna er...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er hægt að vera fárveikur af sýklum sem eru svo litlir að maður sér þá ekki?

Ástæðan fyrir því að sýklar geta gert okkur fárveik er einmitt hin ofursmáa smæð þeirra. Sýklar, hvort sem er frumdýr (Protozoa), gerlar (Bacteria) eða veirur (Virus), eru afar smáar lífverur og rata því auðveldlega inn í líkama okkar og jafnvel fram hjá vörnum okkar. Þar geta sýklarnir valdið skaða eða truflun á ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvert fer kúkurinn í flugvélum?

Klósett í flugvélum eru frábrugðin hefðbundnum klósettum með vatnskassa sem Vesturlandabúar nota alla jafna á jörðu niðri. Í stað vatns og þyngdarafls sér lofttæmibúnaður og sótthreinsandi vökvi um að tæma skálina í flugvélaklósettum. Í járnbrautarlestum fyrr á tíð rann saur og annar úrgangur beint niður á tein...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast eyrar í fjörðum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast eyrar í fjörðum? Og hvaða lögmál eru þar ríkjandi (fallstraumar, Corioliskrafur o.fl.)? Dæmi um eyrar eru Oddeyrin á Akureyri, Þormóðseyri á Sigló, Eyrin við Skutulsfjörð (Ísafjörður). Í stuttu máli: Hafaldan rýfur landið og rótar upp möl og sandi við strönd...

category-iconFöstudagssvar

Í hvaða átt er vestur?

Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig lýsir frost- og efnaveðrun sér á Íslandi?

Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Molnunin verður með ýmsum hætti, svo sem með frostveðrun, með svörfun jökla, með grjótburði straumvatna og af völdum úthafsöldunnar sem brotnar á ströndinni. Lesa má nánar um veðrun í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? Frostveðru...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um James Watt?

James Watt var skoskur uppfinningamaður og verkfræðingur. Hann er frægastur fyrir endurbætur sínar á gufuvélinni sem lögðu grunninn að vélvæðingu iðnbyltingarinnar. Goðsagan um að Watt hafi fundið upp gufuvélina eftir að hafa horft á ketil móður sinnar sjóða yfir eldi, er ekki sönn. Gufuvélin var þegar til en uppf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau? (Jóna Lind)Hvað eru svampdýr, hver er tilgangur þeirra, hvaða þætti í vistkerfinu sinna þau, hvar lifa þau? (Elín Pálmadóttir) Fyrstu náttúrufræðingarnir sem skoðuðu svampdýr álitu að hér væri um plöntur að ræða vegna þess hversu greinóttir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru spóluormar og hvers vegna fá kettir þá?

Spóluormarnir í köttum, eða kattaspóluormar (Toxocara cati), eru af hópi þráðorma (Nematoda) sem er ein ætt spóluorma (Ascaridae). Til þráðorma teljast um 15.000 tegundir ormlaga hryggleysingja. Það merkilega við þennan hóp er gríðalegur fjöldi einstaklinga. Í einni lúku af frjósömum jarðvegi getur verið að finna ...

Fleiri niðurstöður