Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 968 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var þáttur Steingríms Jónssonar í rafmagnssögu Íslands?

Segja má að Steingrímur Jónsson sé „stóri maðurinn“ í rafvæðingarsögu Íslands á tuttugustu öld. Hann kom til sögunnar um það leyti sem Íslendingar voru að stíga sín fyrstu meiri háttar skref við virkjun náttúruaflanna, vatnsorkunnar og jarðvarmans, en undir hans forystu voru stigin risaskref sem miðuðu að því að k...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?

Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa. Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða ...

category-iconHeimspeki

Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag?

Nú orðið er firring eitt kunnasta hugtak Marx, en raunar var svo ekki fyrrum. Ritin þar sem Marx fjallar beinlínis um það í skipulegu máli birtust æði seint, og stjórnmálahreyfingar sem störfuðu í hans nafni á 20. öld sýndu því lengst af lítinn áhuga. Síðar breyttist þetta, uns firring varð um tíma eins konar tísk...

category-iconLæknisfræði

Getið þið sagt okkur allt um gervigangráð og gangráðsísetningar?

Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að hjartað dregst saman og dælir blóði. Hjartað er gert úr fjórum hólfum, tveimur gáttum og tveimur sleglum. Hver hjartsláttur hefst með því að sjálfvirkar...

category-iconHeimspeki

Hver var Spinoza og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Baruch Spinoza (1632 – 1677) fæddist árið 1632 í Amsterdam. Hann ólst upp í samfélagi portúgalskra gyðinga sem höfðu flúið trúarlegar ofsóknir rannsóknarréttarins í heimalandi sínu og sest að í Hollandi. Hann missti móður sína sem barn en faðir hans var þekktur verslunarmaður og fjölskylda hans naut mikils álits, ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var György Lukács og fyrir hvað er hann þekktur?

Ungverski heimspekingurinn og bókmenntafræðingurinn György eða Georg Lukács (1885-1971) var einn áhrifamesti og umdeildasti fræðimaður marxískrar hefðar á tuttugustu öld. Þekktastur er Lukács fyrir endurskoðun sína á undirstöðukenningum marxískrar þjóðfélagsgreiningar, kenningar sínar um skáldsöguna og skrif sín u...

category-iconSálfræði

Hvernig förum við að því að þekkja andlit?

Flest getum við heyrt, snert, fundið bragð og lykt, skynjað hita, kulda og sársauka. Án efa eru þó augun eitt mikilvægasta skynfæri okkar. Augun eru þó aðeins upphafspunkturinn í flóknu ferli sem gerir okkur kleift að sjá heiminn og umhverfi okkar. Í heilanum eru ótal mörg svæði sem vinna úr sjónrænum upplýsingum ...

category-iconUnga fólkið svarar

Út á hvað gengur 1. maí?

Á vefsetri ASÍ (Alþýðusambands Íslands) er sagt frá því að á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er bólga?

Bólga er staðbundið ósérhæft varnarsvar líkamans við vefjaskemmd. Meðal þess sem getur valdið bólgu eru sýklar, áverkar, efnaerting, skemmdar eða truflaðar frumur og öfgar í hitastigi. Bólga þarf sem sagt ekki endilega að stafa af sýklum. Einkenni bólgusvars eru roði, sársauki, hiti á bólgna svæðinu og þroti....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær kemur Suðurlandsskjálftinn?

Flestir mundu segja að „Suðurlandsskjálftinn“ frægi, sem lengi hafði verið beðið eftir, hafi komið dagana 17. og 21. júní árið 2000, en þá voru liðin 88 ár síðan stórskjálfti reið síðast yfir Suðurland (1912, 7,0 stig). Hins vegar eiga margir Suðurlandsskjálftar eftir að koma í framtíðinni. Spurningin felur þ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?

Besta leiðin til þess að útskýra aðferðafræði félagsvísinda er að nota þau hugtök sem félagsvísindamenn nota sjálfir til þess að fjalla um rannsóknir sínar. Annars vegar er um að ræða hugtök sem lýsa hvaða grundvallarnálgun býr að baki mismunandi rannsóknaraðferðum. Helst ber að nefna skiptingu í megindlegar (e. q...

category-iconÞjóðfræði

Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum?

Spyrjandi bætir við: Hvers vegna ber þá upp á svipaðan eða sama tíma? Segja má að næstum allir alþjóðlegir kristnir hátíðisdagar eigi sér einhverjar rætur í eldri veraldlegum hátíðum, og hófst þess þróun þegar í gyðingdómi. Til er hirðisbréf sem Gregoíus páfi fyrsti (eða mikli) sendi um árið 600 til Ágústínusar ...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er séríslenskt?

Þetta er snúin spurning. Þó má draga fram nokkur atriði sem gætu réttlætt þessa einkunn: Eitthvað hefur orðið til á Íslandi og hvergi annars staðar. Eitthvað hefur flust til Íslands og varðveist þar en horfið annars staðar. Eitthvert fjölþjóðlegt fyrirbæri hefur fengið sérstætt snið á Íslandi. Áður en f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig jórtra dýr?

Jórtrun er eitt best þekkta dæmi um samlífi spendýra (Mammalia) og örvera. Dýr sem jórtra hafa fjórskiptan maga og kallast magahólfin vömb, keppur, laki og vinstur. Þegar jórturdýr bíta gras berst það lítt tuggið niður í vömbina. Þar er fæðan möluð og blandast munnvatni. Jórturdýr framleiða gríðarlegt magn af ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn?

Heitið Bláland kemur fyrir í fornum íslenskum sagnaritum, til dæmis í Mattheusar sögu postula, einu elsta sagnariti sem til er á íslensku. Af samanburði við erlendar gerðir sögunnar má sjá að þetta orð er þýðing á latneska heitinu Aethiopia. Í Historia de antiquitate regum Norwagiensium, norsku riti á latínu sem r...

Fleiri niðurstöður