Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6028 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?

Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast öskjur?

Öskjur eru stórir hringlaga sigkatlar sem útlendingar nefna „kaldera“ eftir heiti sigketils á eynni Palma, einni Kanaríeyja: La Caldera de Tuburiente. Orðið „caldron“ merkir raunar stór hitapottur, (latína: caldarium = áhald til hitunar; caldus = heitur). Öskjur myndast við það að þakið yfir kvikuþró brestur o...

category-iconÞjóðfræði

Eru draugar til?

Í fróðlegu svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annara slíkra anda? segir meðal annars: Langflestir hallast að því að draugagang megi skýra með missýningum og oftúlkunum og blekkingum af ýmsu tagi. En fáir neita því þó að sú menning sem fólk elst upp við be...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er grjótið svart?

Grjót er ekki alltaf svart. Til eru mörg þúsund steintegundir og hver þeirra hefur ákveðna efnasamsetningu og atómuppbyggingu sem greinir hana frá öðrum steintegundum. Litur steintegundarinnar ræðst af efnasamsetningunni og því hvernig atómin í henni raðast upp, einnig geta ýmis snefilefni breytt lit steinanna...

category-iconHugvísindi

Af hverju er fyrsti apríl svona merkilegur?

Það er gömul hefð að halda upp á 1. apríl á einhvern hátt, til dæmis með því að hrekkja og gabba fólk. Á miðöldum var haldið upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars og 1. apríl var þá síðasti og áttundi dagurinn í þeim hátíðahöldum. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkilegar hátíðir í átta daga. Hægt er að lesa meira ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið bura í orðatiltækinu 'áttu börn og buru'?

Orðið bura var notað um kvenúlpu með standkraga sem krækt var að framan. Nú til dags er orðið frekar haft um lélega úlpu, oft frekar fyrirferðarmikla, eða olíukápu. "Áttu börn og burur" kemur að minnsta kosti fyrir í munnmælasögum frá 17. öld. Lengri gerðin: "Áttu börn og buru, grófu rætur og muru" þekkist ve...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er munurinn á brjóstsviða og nábít?

Nábítur er ákveðið stig af brjóstsviða. Eins og fram kemur í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvað er bakflæði? fáum við brjóstsviða þegar magasýrur flæða eða skvettast upp í vélinda úr maganum. Vélindað þolir illa svo sterkt, ertandi efni og við finnum fyrir bruna- eða sviðatilfinningu. Það kallas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gæti Kötlugos mögulega staðið lengi yfir?

Kötlugos hafa staðið frá tveimur vikum upp í fjóra mánuði eða lengur. Kötlugosið 1823, sem telst lítið á mælikvarða Kötlugosa, stóð í 28 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga en stærsta Kötlugosið á sögulegum tíma, sem hófst árið 1755, stóð í um 120 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga. Síðasta gos í Eyjafjall...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju kemur stjörnuhrap?

Í sólkerfinu, það er á svæðinu kringum sólina okkar, eru ýmsir hlutir á ferð. Þar eru reikistjörnur eins og jörðin okkar og Júpíter, smástirni, tungl og halastjörnur. Auk þess eru þar enn smærri hlutir sem sjást þó vel með berum augum. Þetta eru grjót- eða málmhnullungar af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir kallast ei...

category-iconTrúarbrögð

Er líf eftir dauðann?

Ef þessari spurningu væri beint til raunvísindamanns mundi hann segja að hvorki hefði tekist að sanna né afsanna fullyrðingu um að líf væri eftir dauðann. Afdráttarlaus fullyrðing á annan hvorn veginn væri þess vegna utan við þekkingu vísindanna, að minnsta kosti að svo stöddu. Margir raunvísindamenn mundu síðan l...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?

Þessi munur er margvíslegur og skulu hér nefnd nokkur atriði:Hljóðbylgjur berast um loft og önnur efni en geta ekki borist um tómarúm. Útvarpsbylgjur geta hins vegar borist um tómarúm og ýmis efni, svo sem loft. Í þessu felst að hljóð getur ekki borist um geiminn en útvarpsbylgjur geta það hæglega, samanber sérsta...

category-iconFélagsvísindi

Er hægt að nota allar evrur í öllum ríkjum Evrópusambandsins? Líka smápeningana?

Í þeim löndum sem tekið hafa upp evruna (€) eru allir evrupeningar gjaldgengir, bæði seðlar og mynt. Myntirnar eru mismunandi eftir því í hvaða landi þeim er dreift í upphafi, en þær gilda engu að síður í öllum evrulöndum. *** Evruseðlarnir eru allir eins og eru til seðlar með verðgildi frá 5 evrum upp í 50...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig urðu orkulindirnar til?

Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar? Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í mó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?

Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafr...

category-iconUmhverfismál

Hvað er metýl-ísósýanat og hver eru áhrif þess á umhverfið?

Metýl-ísósýanat (CH3NCO), gjarnan skammstafað MIC (e. methyl isocyanate), er litlaus eldfimur vökvi sem gufar hratt upp þegar hann kemst í snertingu við loft. Efnið hefur sterka, einkennandi lykt og veldur bráðum eituráhrifum. Þegar metýl-ísósýanat kemst undir bert loft myndar það gas sem brotnar niður í andrú...

Fleiri niðurstöður