Langflestir hallast að því að draugagang megi skýra með missýningum og oftúlkunum og blekkingum af ýmsu tagi. En fáir neita því þó að sú menning sem fólk elst upp við beinir sjónum þess í ýmsar slíkar áttir, og í sumum samfélögum er það á mörkum lækninga, íþrótta og trúar að magna upp drauga meðal trúgjarnra þannig að eftir sé tekið. Draugagangur kann í þeim skilningi að eiga sér einhvern tilgang. En engum sögum fer af draugum sem náttúrufyrirbærum sem eiga sér staðfesta tilvist.Niðurstaðan er sem sagt sú að ekki eru til neinar vísindalegar sannanir fyrir því að draugar séu til. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að kynna sér svar Sigurðar í heild sinni.
Eru draugar til?
Útgáfudagur
4.5.2004
Spyrjandi
Vala Sif Magnúsdóttir, f. 1992
Tilvísun
EDS. „Eru draugar til?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4220.
EDS. (2004, 4. maí). Eru draugar til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4220
EDS. „Eru draugar til?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4220>.