Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2469 svör fundust
Af hverju eru kindur settar á afrétt?
Helsta ástæðan fyrir því að bændur reka sauðfé á afrétt á hverju sumri og sækja það að hausti snýr að nýtingu lands og beitarstjórnun. Tún bænda gætu aldrei borið beit sauðfjár heilt sumar þar sem lífmassaaukningin er geysileg hjá þeim hundruð þúsunda lamba sem fæðast á hverju vori og taka út mikinn vöxt yfir ...
Halda hrafnar þing?
Orðið þing er meðal annars notað um fund og mannamót. Upphafleg merking orðsin er talin vera samkoma. Orðið hrafnaþing er haft um það þegar hrafnar flykkjast saman á jörðu niðri. Í yfirfærðri merkingu er síðan talað um mannamót sem hrafnaþing. Kunn er sú þjóðsaga að hrafnar haldi hrafnaþing á haustin og skipi ...
Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?
Það rignir ekki alltaf þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Aftur á móti gerist það mjög oft á Íslandi. Ástæðan er sú að hlýir loftmassar sem berast til Íslands koma að sjálfsögðu af hafi og draga til sín raka á leiðinni til landsins. Þegar hlýr og rakur loftmassinn mætir kaldari loftmassa er hann þvingaður t...
Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?
Orðasambandið rembast eins og rjúpa við staurinn þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Í Safni af íslenskum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson gaf út 1830 er gefið upp sambandið: „Hann rembist í kút og kvartil (eins og rjúpan við staurinn).“ „ … eins og rjúpan við staurinn“ er reyndar viðbót í sviga en...
Hvort er réttara að nota orðin „tveggja og þriggja“ eða „tvennra og þrennra“ þegar menn vinna til verðlauna?
Orðið verðlaun er eitt þeirra orða sem ekki eru notuð í eintölu. Með slíkum orðum eru notaðar svonefndar fleirfaldstölur. Þær eru einir, tvennir, þrennir, fernir. Einir er fleirfaldstala um eina einingu, tvennir um tvær einingar og svo framvegis. Sem dæmi mætti nefna: „Ég á eina skó“. Þá er átt við eitt par af...
Hvaðan kemur orðið erfidrykkja og hvaða erfi er verið að drekka?
Orðið erfi er gamalt í málinu og er notað um samkomu sem efnt er til í því skyni að minnast, oftast að heiðra minningu, látins manns. Annað orð um sama er erfisdrykkja. Í Laxdæla sögu er sagt frá láti Höskulds Dala-Kollssonar (ÍFV:73). Þar stendur (stafsetningu breytt): Synir hans láta verpa haug virðulegan ...
Hvenær og hvernig myndaðist fjallið Þorbjörn við Grindavík?
Fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur er úr móbergi að mestu, og er því myndað við gos undir jökli ísaldarinnar. Á jarðfræðikorti ÍSOR, sem aðgengilegt er á vefnum (Jarðfræðikort ÍSOR), stendur „Móberg frá eldri jökulskeiðum Bruhnes", en Bruhnes-segulskeiðið hófst fyrir um það bil 780 þúsund árum og stendur enn....
Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku?
Vissulega eru til íslensk tökuorð í ensku en miklu fremur fornnorræn. Sem dæmi mætti nefna berserk (= berserkur), egg, geysir, jökulhlaup, rannsaka, saga, skata, sky (e. himinn, ísl. ský). Hafa þarf í huga að lítill munur var á norsku og íslensku á dögum víkinga sem sigldu frá Noregi í vesturátt og komu við á Bret...
Er fulltrúalýðræði hentugasta stjórnarfyrirkomulagið?
Erfitt er að fullyrða nokkuð um það hvert sé hentugasta stjórnarfyrirkomulagið sem hægt er að koma á, en greinilegt er þó að fulltrúakerfið hefur orðið órjúfanlegur þáttur í framkvæmd nútímalýðræðis einmitt vegna þess að það er afar hentugt í framkvæmd. Því fer hins vegar fjarri að fulltrúalýðræði hafi alltaf ...
Af hverju eru annar og þriðji stærsti kaupstaður landsins við hliðina á höfuðborginni á Íslandi?
Þegar skoðuð er saga byggðar á Íslandi almennt og sér í lagi á Reykjavíkursvæðinu þurfa menn að byrja á að gera sér ljóst að aðstæður til þéttbýlismyndunar eru sérlega góðar kringum Reykjavík. Þar er eitt af allra bestu hafnarstæðum landsins, heitt vatn og kalt innan seilingar, nóg landrými á láglendi, hentug flug...
Hvers vegna kviknar strax ljós þegar ýtt er á takka?
Í almennu rafveitukerfi eru yfirleitt tvær leiðslur. Við getum hugsað okkur að önnur flytji rafstraum inn í raftækin en hin frá þeim og til baka til rafveitunnar. Rofinn á veggnum er hins vegar eins konar stífla í rásinni; þar slitnar hún. En þegar við ýtum á rofann færist leiðandi hlutur til inni í honum þannig a...
Þekkja íslenskir blaðamenn þjóðfélagið nógu vel til þess að geta tekið þátt í uppbyggilegri gagnrýni á stjórnarfar landsins?
Til að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að velta fyrir sér merkingu hennar: Hvers konar þekking og hve mikið af henni er nauðsynleg til að geta verið gagnrýninn? Hvers konar gagnrýni er uppbyggileg og hverjir stunda hana? Sérfræðingar eru ekki þeir sem best eru til að gagnrýna það sem þeir eru sérfr...
Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög?
Nei, lögreglan getur ekki handtekið menn fyrir öll brot sem varða við lög. Lögregla hefur aðeins heimild til að handtaka menn fyrir brot sem varða við refsingu eða í sérstökum tilvikum þegar þarf að fjarlægja menn sem valda vandræðum eða eru líklegir til þess. Nánari heimildir um þetta má finna í lögreglulögum. ...
Hvað gerist ef maður sem ekki er ofvirkur tekur rítalín? Getur hann dáið?
Rítalín er í raun aðeins ein tegund lyfja sem innihalda virka efnið metýlfenídat (enska methylphenidate). Það örvar miðtaugakerfið og svipar því til efna á borð við koffín, sem meðal annars er í kaffi, súkkulaði og mörgum gosdrykkjum, og ólöglegra vímuefna eins og amfetamíns og kókaíns. Efnasamsetning metýlfen...
Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?
Samkvæmt "Ritreglum" Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w. Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir: að ...