Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2775 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti?

Enginn. Iðnaðardemantur getur verið náttúrulegur demantur með miklum byggingarveilum eða óhreinindum. Mikill minnihluti náttúrulegra demanta er svo gallalaus að hægt sé að slípa þá og nota í skartgripi. Slíkir skartgripademantar hafa einkum fundist í námagreftri í gömlum eldstöðvum í Suður-Afríku, Ástralíu, ...

category-iconLandafræði

Hver er minnsta eyja heims?

Hér á Vísindavefnum hefur áður verið birt svar sem felur í sér svar við þessari spurningu, þó að svarið sé ef til vill ekki með því móti sem spyrjandi hefur í huga. Í stuttu máli er niðurstaða okkar sú að þetta sé ein af þeim spurningum sem ekki sé hægt að svara með því að benda á tiltekinn hlut, í þessu tilvik...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?

Orðið póstur er til í fleiri en einni merkingu og er uppruninn ekki alltaf hinn sami. Í fyrsta lagi er póstur notað um mann sem ber út eða flytur bréf og böggla milli staða. Sendingin sjálf er einnig nefnd póstur og sömuleiðis sú stofnun sem annast slíka þjónustu. Í þessari merkingu er orðið til í íslensku frá því...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland?

Orðin holarktískt (holarctic), nearktískt (nearctic) og palearktískt (palearctic) eru notuð í líflandafræði og vísa til útbreiðslu lífvera. Viðfangsefni líflandafræðinnar er landfræðileg dreifing dýra og plantna og áhrif umhverfisþátta eins og veðurfars, landfræðilegra aðstæðna, jarðfræði og fleiri þátta á út...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að eyða líkamshárum varanlega?

Eins og fram kemur í pistli Hrannar Guðmundsdóttur, hjúkrunarstjóra Laser-lækninga ehf., á doktor.is og í svörum um háreyðingu á sama vef er mögulegt að eyða líkamshárum varanlega með leysitækni. Meðferðin byggist á því að laska hársekkina með því að beina að þeim nógu háum hita í formi ljósgeisla og koma þa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað geta margir samhljóðar komið fyrir í röð í einu orði?

Hversu margir samhljóðar fara saman í einu orði fer eftir því hvort um grunnorð er að ræða, þ.e. ósamsett orð, eða hvort það er samsett. Ef orð er ósamsett eru ekki fleiri en þrír samhljóðar í framstöðu, þ.e. fremst í orðinu. Orð sem byrja á sp-, st-, sk- geta t.d. bætt við sig þriðja samhljóða og þeim fjórða ef h...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún?

Stærsta sundlaugin á Íslandi er Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut, 50 m á lengd og 25 m á breidd. Flatarmálið er því 1.250 m2 og rúmmál hennar 1.700 m3, mesta dýpt 1,8 m og grynnst er hún 0,93 m. Sundlaug Kópavogs var tekin í notkun 1. febrúar 1991 og við hana er að finna fimm heita potta, eimbað og sána ...

category-iconHugvísindi

Hversu margir bjuggu á Íslandi þegar Snorri Sturluson var uppi?

Erfitt er að meta íbúafjölda á Íslandi fyrir tíma fyrsta manntalsins 1703. Það hefur þó verið reynt, til dæmis hér á Vísindavefnum í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? Snorri Sturluson fæddist árið 1179 og lést árið 1241. Um tímab...

category-iconHugvísindi

Í hverju bjuggu víkingar?

Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús. Elstu híbýli ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?

Artemis var ein af gyðjum Ólymposfjalls, dóttir Seifs og Letó og tvíburasystir Apollons. Artemis var gyðja veiða, náttúru og frjósemi og verndari villtra dýra, barna og kvenna við barnsburð. Artemis og Apollon voru bæði goð lækningar, en Artemis gat þó einnig breitt út sjúkdóma eins og holdsveiki og hundaæði. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sýnt mér mynd af aborra?

Aborri (Perca fluviatilis, e. European perch) er ferskvatnsfiskur sem lifir í vötnum og ám í Evrópu. Útbreiðsla hans af mannavöldum nær þó til fleiri landa, svo sem Ástralíu og Nýja-Sjálands, þar sem hann er vinsæll til sportveiða. Þess háttar ónáttúruleg útbreiðsla getur þó verið varhugaverð þar sem aborrinn er r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna frjósa tölvur?

Tölva keyrir mörg notendaforrit í einu sem öll keppast um vélarafl hennar. Stýrikerfi tölvunnar stjórnar því hvaða notendaforrit fá aðgang að vélbúnaði hennar, svo sem innra minni, reikniafli, varanlegu minni og netbúnaði. Talað er um að tölva frjósi þegar hún hættir að geta svarað beiðnum og unnið úr þeim verk...

category-iconVísindavefurinn

Hvað fáið þið margar spurningar á dag?

Þegar farið var af stað með Vísindavefinn 29. janúar árið 2000 óraði engan fyrir hversu vinsæll hann yrði. Búist var við að nokkrar spurningar bærust á viku og þeim yrði svarað svo til jafnóðum. Fljótlega kom hins vegar í ljós að fróðleiksþyrstir Íslendingar voru fjölmargir og spurningaflóðið langtum meira en nokk...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju er Óðinn eineygður?

Óðinn er æðstur og elstur ása í Ásatrú. Hann er alfaðir ása. Kona Óðins nefnist Frigg og hún er ein af ásynjum Ásgarðs. Synir þeirra eru Þór, Týr, Baldur, Höður og Váli. Óðinn er sonur Bors og Bestlu. Þau áttu einnig Vilja og Vé en ásamt þeim skapaði Óðinn jörðina og himininn. Óðinn skapaði mannfólkið ásamt Hæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað dreymir fálka á nóttunni?

Við getum ekki vitað hvort fálka dreymir á nóttunni og þá hvað þá dreymir. Ástæðan fyrir því eru sú sama og fjallað er um í svari við spurningunni Dreymir ketti? - við höfum enga leið til þess að spyrja þá. Segjum sem svo að hægt væri að gera rannsókn á fálkum sem mundi leiða í ljós að þá dreymdi þegar þeir so...

Fleiri niðurstöður