Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að eyða líkamshárum varanlega?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Eins og fram kemur í pistli Hrannar Guðmundsdóttur, hjúkrunarstjóra Laser-lækninga ehf., á doktor.is og í svörum um háreyðingu á sama vef er mögulegt að eyða líkamshárum varanlega með leysitækni.

Meðferðin byggist á því að laska hársekkina með því að beina að þeim nógu háum hita í formi ljósgeisla og koma þannig í veg fyrir endurnýjun hára án þess að skaða húðina eða nærliggjandi vefi. Melanín, litarefni hársins, gegnir lykilhlutverki í leysimeðferðinni þar sem efnið drekkur í sig ljósgeislana. Eftir því sem hárin eru dekkri er meira melanín í þeim og dökk hár hreinlega gleypa ljósgeislann í sig á meðan rauð og ljós hár eru mun lengur að svara meðferð.

Misjafnt er hve oft þarf að mæta til meðferðar en háreyðing með leysigeislum krefst nokkurrar þolinmæði. Að meðaltali þarf að endurtaka hverja yfirferð átta sinnum á búk og um tíu sinnum í andliti til þess að fá um 80-90% eyðingu. Hver meðferð er gerð með minnst 4-6 vikna millibili í andliti og um 6-8 vikna millibili á búk.

Samskonar aðferð er beitt við fleiri tækifæri, til dæmis við eyðingu á húðflúri (sjá svar um húðflúr eftir sama höfund) og til að draga úr litabreytingum í húð. Þeim sem vilja fræðast nánar um slíkar aðgerðir er bent á að skoða heimasíðuna www.laserlaekning.is og áður nefnt efni á doktor.is.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.7.2003

Spyrjandi

Jóna Jónsdóttir, f. 1984

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er hægt að eyða líkamshárum varanlega?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3575.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 11. júlí). Er hægt að eyða líkamshárum varanlega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3575

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er hægt að eyða líkamshárum varanlega?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3575>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að eyða líkamshárum varanlega?
Eins og fram kemur í pistli Hrannar Guðmundsdóttur, hjúkrunarstjóra Laser-lækninga ehf., á doktor.is og í svörum um háreyðingu á sama vef er mögulegt að eyða líkamshárum varanlega með leysitækni.

Meðferðin byggist á því að laska hársekkina með því að beina að þeim nógu háum hita í formi ljósgeisla og koma þannig í veg fyrir endurnýjun hára án þess að skaða húðina eða nærliggjandi vefi. Melanín, litarefni hársins, gegnir lykilhlutverki í leysimeðferðinni þar sem efnið drekkur í sig ljósgeislana. Eftir því sem hárin eru dekkri er meira melanín í þeim og dökk hár hreinlega gleypa ljósgeislann í sig á meðan rauð og ljós hár eru mun lengur að svara meðferð.

Misjafnt er hve oft þarf að mæta til meðferðar en háreyðing með leysigeislum krefst nokkurrar þolinmæði. Að meðaltali þarf að endurtaka hverja yfirferð átta sinnum á búk og um tíu sinnum í andliti til þess að fá um 80-90% eyðingu. Hver meðferð er gerð með minnst 4-6 vikna millibili í andliti og um 6-8 vikna millibili á búk.

Samskonar aðferð er beitt við fleiri tækifæri, til dæmis við eyðingu á húðflúri (sjá svar um húðflúr eftir sama höfund) og til að draga úr litabreytingum í húð. Þeim sem vilja fræðast nánar um slíkar aðgerðir er bent á að skoða heimasíðuna www.laserlaekning.is og áður nefnt efni á doktor.is.

...