Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 631 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Gagnast lyfið remdesivír við COVID-19?

Ýmis lyf, bæði gömul og ný, hafa verið prófuð við meðferð á COVID-19 en þegar þetta er skrifað (í byrjun maí 2020) hefur ekki fundist meðferð sem örugglega gagnast við sjúkdómnum. Með „gagnast“ er þá átt við lyf eða aðra meðferð sem slær verulega á sjúkdómseinkenni og fækkar dauðsföllum án þess að hafa alvarlegar ...

category-iconJarðvísindi

Hversu mikið afl er í eldgosum?

Fá fyrirbæri á jörðu eru aflmeiri en stórt eldgos í algleymingi. Kvikustreymi í öflugustu gosum hér á landi er líklega um hundrað þúsund rúmmetrar á sekúndu, en flest gos eru þó miklu minni. Rúmmálið getur verið ónákvæmur mælikvarði á efnismagnið. Magn kvikugasa (vatnsgufu, koltvíoxíðs, brennisteins) er mjög mismu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?

Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar eldvirkni má búast við á Reykjanesskaga eftir gosið í Geldingadölum?

Upprunalegu spurningarnar voru: Við hverju má búast á næstu árum/áratugum á Reykjanesskaga? Fleiri eldgosum og mögulega stærri? (Urður) Hvaða þýðingu hefur nýafstaðið eldgos í Geldingadölum fyrir framtíð eldvirkni á Reykjanesskaganum? (Björn Gústav) Sælir, hvað getið þið sagt okkur um eldvirkni á Reykjanesi? (...

category-iconHeimspeki

Hvað er slaufun og hvað er slaufunarmenning?

Á undanförnum árum hefur orðið ákveðin samfélagsvakning í þeim skilningi að framfaraskref hafa verið tekin í málefnum ýmissa jaðarsettra hópa. Þar má til dæmis nefna réttindi hinsegin fólks og vaxandi umræðu um kynþáttahyggju. Eins og flest hafa orðið vör við hefur umræða um kynferðisofbeldi og áreitni sem og kynb...

category-iconJarðvísindi

Hversu hratt geta apalhraun runnið og hvað ræður rennslishraðanum?

Svonefnd kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[1] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða klumpahraun til?

Klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) eru mjög algeng hrauntegund á Íslandi og öðrum flæðibasaltsvæðum.[1] Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu[2] við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma. Athug...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru ákvæði í Grágás eða Jónsbók um rétt manna til drykkjarvatns?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er það ólöglegt að neita fólki um vatn að drekka? Ég hef heyrt að það sé ólöglegt samkvæmt Grágás eða Jónsbók og að þau lög séu ennþá í gildi. Grágás er lagasafn frá þjóðveldistímanum og Jónsbók var önnur tveggja lögbóka sem Magnús lagabætir lét gera fyrir Ísland og var hú...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?

Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...

category-iconLæknisfræði

Hvað er kólesteról og hvað telst hæfilegt magn þess í blóði?

Kólesteról er fituefni sem er líkamanum nauðsynlegt. Við þurfum kólesteról í frumuhimnur og það gegnir til dæmis sérstaklega mikilvægu hlutverki fyrir taugafrumur. Líkaminn þarf kólesteról við framleiðslu ýmissa hormóna eins og til dæmis testósteróns og estrógens. Þrátt fyrir þetta hafa faraldsfræðilegar rannsókni...

category-iconLæknisfræði

Hvað er streita og hvaða hlutverki gegnir hún?

Flestum er ljóst að lífsstíll getur haft mótandi áhrif á heilsuna. Í þessu felast ýmis tækifæri til að auka vellíðan og draga úr líkum á sjúkdómum. Það er í okkar höndum hvað og hversu mikið við borðum, hvort við hreyfum okkur, hvort við reykjum, og hvort og hvernig við notum áfengi. Ýmsum öðrum lífsstílsþáttum er...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var Hrafna-Flóki til í alvöru?

Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...

category-iconJarðvísindi

Getur þú sagt mér eitthvað um Kverkfjöll?

Eldstöðvakerfi Kverkfjalla er 100-130 kílómetra langt. Megineldstöðin liggur nærri suðurenda þess. Í Kverkfjöllum eru tvær öskjur. Mikill jarðhiti er vestan nyrðri öskjunnar. Ekki er vitað um nein gos eftir landnám, hvorki í Kverkfjöllum sjálfum né á sprungusveimunum. Því hafa tæpast orðið tjón eða umhverfisbreyti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Gat fólk skilið í gamla daga?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu? Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um e...

Fleiri niðurstöður