Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5257 svör fundust
Hver er munurinn á kanínu og héra?
Hérum og kanínum er oft ruglað saman en þessir tveir hópar nagdýra eru flokkaði í mismunandi ættkvíslir innan ættarinnar Leporidae. Erfðafræðilegur munur á hérum og kanínum er það mikill að þessir hópar geta ekki æxlast. Meðal þess sem greinir héra frá kanínum er að hérar hafa hlutfallslega lengri lappir. Aftu...
Hvernig er borgaraleg ferming?
Borgaraleg ferming er skilgreind á þennan hátt í Íslenskri orðabók: Hátíðleg athöfn sem ekki tengist kirkju eða kristni en er haldin fyrir börn á fermingaraldri (í kjölfar fræðslu um siðfræðileg og félagsleg efni).Hér skal lítið fjallað um hina kristnu fermingu og samanburð þar á milli en einungis bent á þetta sva...
Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað getið þið sagt mér um blómið gleym-mér-ei? Latneska heiti plöntunnar gleym-mér-ei er Myosotis arvensis. Á tungumálum nágranna okkar er heitið ekki ósvipað því íslenska því á ensku kallast plantan field forget-me-not, á dönsku er heitið mark-forglemmigej og Acker-Vergißmei...
Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Francis Bacon?
Spyrjandi bætir við: Hefur eitthvað verið þýtt eftir hann? Ekkert virðist hafa verið þýtt eftir Francis Bacon á íslensku en um þennan forvitnilega heimspeking er ýmislegt að segja. Hann fæddist árið 1561 á miklum uppgangstímum í Englandi. Stjórnarfarið var stöðugt, menningin stóð í blóma og landið var á góðri le...
Hvað er það merkilegasta sem fornleifafræðingar hafa fundið?
Fornleifafræðingar myndu flestir segja að allar fornleifar séu merkilegar og að ekki sé hægt að gera upp á milli þeirra – hver einasti gripur og bygging séu mikilvæg til að hjálpa okkur að skilja fortíðina. Það er rétt svo langt sem það nær en hinsvegar hafa fornleifar oft meira gildi en bara sem einingar í rökræð...
Hvenær koma vélmenni sem geta hjálpað fólki?
Margskonar vélmenni hafa verið þróuð til að sinna hlutverkum eins og að sjá um eldra fólk, aðstoða verkamenn við byggingarvinnu eða sækja djús í ísskápinn — en þau búa þó flest enn á rannsóknarstofum. „Svarið er því að vélmenni sem hjálpa fólki eru nú þegar til, en þau hafa fæst verið tekin í almenna notkun. Un...
Hvernig var blekið búið til sem notað var við skriftir handritanna?
Blek er litarefni í vökvaformi og hefur sem slíkt verið notað í aldaraðir til að skrifa með og teikna. Bleki má skipta í tvo megin flokka sótblek (kolefnablek) og sútunarsýrublek. Notkun á bleki má upphaflega rekja til Kína og Egyptalands frá því um 2500 f.Kr. Blekið sem þar var notað var gert úr sóti og/eða ös...
Hvað er læknisfræðinám við Háskóla Íslands langt?
Fullmenntaður læknir á Íslandi hefur að baki 12-14 ára menntun og þjálfun, en jafnvel meira hafi hann lokið doktorsnámi. Formleg kennsla í læknisfræði hófst á Íslandi með stofnun Læknaskólans árið 1876. Læknadeild Háskóla Íslands var stofnuð um leið og skólinn sjálfur árið 1911 og síðan þá hafa yfir 2000 lækna...
Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar?
Þverganga Merkúríusar (e. transit of Mercury) á sér stað þegar reikistjarnan Merkúríus fer milli jarðar og sólar og gengur fyrir sólina frá jörðu séð. Birtist reikistjarnan þá sem agnarsmár svartur depill sem færist hægt og rólega yfir skífu sólar. Á hverri öld gengur Merkúríus 13-14 sinnum fyrir sólina frá jörðu ...
Af hverju hófst Falklandseyjastríðið árið 1982?
Í stuttu máli þá ákvað herstjórnin sem var við völd í Argentínu að ráðast inn í Falklandseyjar til að reyna að beina athygli almennings heima fyrir frá óðaverðbólgu og mannréttindabrotum. Falklandseyjar voru hentugar því Bretar og Argentínumenn höfðu lengi deilt um yfirráð yfir þeim. Eyjurnar liggja um 480 km u...
Hver fann upp peningana?
Peningar gegna mikilvægu hlutverki í nútímahagkerfum. Þessu hefur þó ekki alltaf verið svo farið. Í einföldum þjóðfélögum fyrr á tímum tíðkuðust vöruskipti, það er skipt var á einni vöru fyrir aðra, eða jafnvel sjálfsþurftarbúskapur, það er hvert heimili var að mestu sjálfu sér nægt og þurfti því lítt eða ekki á v...
Hvað er sigti eða sáldur Eratosþenesar?
Eratosþenes frá Kýreneu var forngrískur vísindamaður sem var uppi um 250 f.Kr. Hans er meðal annars minnst fyrir að hafa áætlað ummál jarðar nokkuð nákvæmlega, gert landakort af þeim hluta heimsins sem var þekktur á tímum Grikkja, og fyrir að hafa reiknað út að árið er 365,25 dagar. Við höfum áður fjallað um Erato...
Hvernig er þróun sólstjarna háttað?
Við rannsóknir á þróun sólstjarna standa stjarneðlisfræðingar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki séð stjörnurnar breytast á sama hátt og hver og einn getur til dæmis fylgst með breytingum á eigin líkama. Ástæðan er sú að æviskeið stjarna er mælt í milljónum eða milljörðum ára. Stjarneðlisfræðingar verða þess veg...
Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?
Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...
Hvaða dýr valda mestum mannskaða með beinum árásum, ef frá eru talin skordýr?
Húsdýr, svo sem hundar, hestar, nautgripir og fleira, eru sennilega sá hópur dýra sem veldur mestu manntjóni á heimsvísu. Ef við horfum hins vegar eingöngu á villt hryggdýr eru óneitanlega nokkrir hópar sem koma upp í hugann sem reynst hafa manninum skeinuhættir. Hér verður fjallað um nokkra þeirra. Stórkettir ...