Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?
Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...
Ef ég væri ættleidd hvenær ættu foreldrar mínir að segja mér frá því?
Samkvæmt V. kafla laga um ættleiðingar gegna kjörforeldrar upplýsingaskyldu gagnvart kjörbörnum. Þar segir að þeir skuli skýra kjörbarni frá því að það sé ættleitt jafnskjótt og það hefur þroska til. Þetta er útfært nánar og orðrétt segir í lögunum:Skal það að jafnaði gert eigi síðar en er barn nær sex ára aldri....
Hversu stór er stærsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona: Hvað var stærsti þorskur sem veiddur hefur verið við Ísland stór, hvenær og hvar var hann veiddur og hver veiddi hann? Í fiskabók Gunnars Jónssonar segir að lengsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland hafi verið 181 cm á lengd og veiddist hann á línu í Miðnessjó í apríl ...
Hvað er að vera 'heill á húfi'?
Orðið húfur merkir ‘síða eða bógur skips’, en í orðtakinu að vera heill á húfi er upprunalega merkingin ‘skip’, það er 'að vera heill á skipinu' (hluti fyrir heild). Sjálft orðasambandið merkir að ‘vera óskaddaður’ og er oftast notað um þann sem hefur verið í hættu staddur. Þá er gjarnan sagt: ,,Þeir komu í leitir...
Er Lagarfljótsormurinn til?
Sagan um Lagarfljótsorminn er rúmlega 650 ára gömul en ormsins er fyrst getið í annálum árið 1345. Þannig má gera ráð fyrir því að ormurinn væri enn eldri hefði hann verið til. Lagarfljótsormsins er fyrst getið í annálum árið 1345. Allar lífverur á jörðinni deyja á endanum en ekkert dýr hefur náð hærri aldri ...
Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?
HIV-veiran berst á milli einstaklinga með sæði, leggangaslími og blóði. Smit getur átt sér stað við óvarðar samfarir konu og karls eða tveggja karla ef annar aðilinn er með veiruna. Einnig berst smit með sprautum eða sprautunálum sem mengaðar eru af HIV og við blóðgjöf ef blóðið er sýkt af veirunni. Smit getur lí...
Er orsakalögmálið algilt? Hvernig verkar til dæmis óvissulögmál Heisenbergs?
Vísindamenn ganga yfirleitt út frá því að orsakalögmálið sé algilt. Við trúum því að sömu orsakir leiði alltaf til sömu afleiðingar og við ályktum oft um orsakir út frá afleiðingum sem við sjáum. Við tökum líka með varúð öllu sem fyrir ber ef það á sér ekki orsakir sem við þekkjum eða skiljum. Óvissulögmál Heisenb...
Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með því að benda á einhvern tiltekinn einstakling og segja að hann hafi óumdeilanlega verið fyrstur allra til að borða ís. Svarið fer líka eftir því hvernig við skilgreinum orðið ís. Flestir nota orðið um frystan mat úr mjólkurvörum (eða jurtafeiti) með sykri og bragðefnum í...
Er hægt að sanna það vísindalega að maðurinn hafi vitund og að hann hugsi?
Spurningin í heild var sem hér segir:Flestir eru sammála því að maðurinn hafi svokallaða vitund og að hann hugsi. Er hægt að sanna það vísindalega (með mælitækjum til dæmis)? Ef svo er þá hvernig, ef ekki þá hvers vegna?Það er sjaldgæft að vísindamenn taki sér fyrir hendur að sanna að það sem blasir við sé til í...
Er líf á plánetum í öðrum sólkerfum? Og, sama hvert svarið er, er hægt að sanna það?
Það er algengur misskilningur að sannanir séu mikið notaðar í vísindum. Hins vegar er það svo í raun, að sannanir eru eingöngu notaðar í stærðfræði. Við getum sannað að hornasumma í venjulegum þríhyrningi sé 180° og að frumtölurnar séu óendanlega margar en við getum ekki sannað að orka varðveitist alltaf né heldur...
Hverjar eru líkurnar á að barn fæðist HIV-smitað ef móðirin er smituð?
Fyrir daga lyfjameðferðar gegn HIV var hætta á smiti frá móður til barns nálægt 25%. Líkur á smiti fara eftir nokkrum þáttum, þar á meðal veirumagni HIV í blóði móðurinnar, fjölda hjálparfruma í blóði hennar og næmi veirunnar fyrir þeim lyfjum sem notuð eru. Aðrir þættir kunna einnig að hafa áhrif, svo sem aðrar s...
Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?
Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað. Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun se...
Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Gagnrýnt hefur verið að heiðalönd séu rudd til að setja niður trjáplöntur. Trjám er plantað til kolefnisbindingar en spurning mín er: Bindur heiðagróður; berjalyng, mosi, fjalldrapi, loðvíðir o.fl. þá ekkert kolefni? Kolefnisbinding á sér stað þegar kolefnisforði lands eyk...
Hvað er mansöngur í rímum?
Talið er líklegt að rímnaskáld hafi snemma tekið upp á því að yrkja mansöng í upphafi hvers rímnaflokks en fljótlega fór þó að bera á því að mansöngur væri ortur á undan hverri rímu og þá nokkrir innan hvers flokks. Ýmislegt bendir til þess að mansöngvar hafi verið ortir að kröfu kvenna. Í Skáld-Helga rímum segir ...
Verða allar nifteindastjörnur að tifstjörnum eða eru einhver skilyrði?
Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svörum sama höfundar við spurningunum: Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Hvernig myndast nifteindastjörnur? Það er viðtekin hugmynd að svonefndar tifstjörnur (e. pulsar) séu í raun nifteindastjörnur sem snúast líkt og þeytivindur. Nif...