Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 718 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjir sömdu allar málfræðireglur í íslensku og hvers vegna eru þær enn í gildi?

Elstu skrif sem finna má um íslenskt mál eru fjórar ritgerðir sem varðveittar eru í svonefndri Ormsbók Snorra-Eddu, handriti frá því um miðja 14. öld. Í elstu ritgerðinni, sem oft er kölluð „Fyrsta málfræðiritgerðin“ og samin var á 12. öld, er reynt að fella latneska stafrófið að íslensku hljóðkerfi. Í annarri rit...

category-iconEfnafræði

Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig tengist hún mólstyrk?

Þegar talað er um áfengisprósentu í drykk er yfirleitt átt við hlutfall etanóls af rúmmáli hans. Einnig er stundum átt við hlutfall etanóls af massa drykkjarins, en slíkt er þó sjaldgæfara. Þegar þeirri aðferð er beitt er því ástæða til að taka það sérstaklega fram. Mólmassi etanóls er um það bil 46 g/mól og e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á kúptu og hvelfdu falli, það er að segja hvernig snúa þau?

Til þess að allir viti hvað um er rætt skulum við líta á skilgreininguna á kúptum og hvelfdum föllum. Látum I vera bil í rauntölunum og f vera fall frá I í rauntölurnar. Þá er f sagt vera kúpt ef um öll x og y í I gildir að \[f(tx+(1-t)y)\leq tf(x)+(1-t)f(y)\] fyrir öll t milli 0 og 1. Kúpt fall á bili ásamt pu...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni?

Vegna orðalagsins í spurningunni skal þess fyrst getið að í íslensku mun orðið vættur upphaflega hafa verið notað í kvenkyni. Þannig er það í fornritum og karlkynsmyndin sést ekki með vissu í rituðu máli fyrr en á 19. öld. Uppruni orðsins er ekki fyllilega ljós. Mynd þess finnst í fornenskum og fornþýskum mállýsku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Upp við hvaða dogg rísa menn?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:Hvað þýðir orðið doggur og hvaðan kemur það, í samhenginu "að rísa upp við dogg"? Endalaust finnst enn af orðum sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hvað er doggur... ef það er þá rétta nefnifallsmyndin (enda orðið aldrei notað í nefnifalli)? Orðið doggur þekkist í málinu...

category-iconBókmenntir og listir

Hver orti elstu rímurnar?

Í Flateyjarbók, sem var rituð að mestu árið 1387, er að finna elsta varðveitta rímnatextann. Það er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson lögmann á Norður- og Vesturlandi. Þar sem uppskriftin er elst varðveittra rímnatexta hefur hún verið notuð sem viðmið í umræðunni um aldur rímna enda ljóst að hún muni sjá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengdamóðir mín sagði: "Það er helvítis garður í honum," hvað á hún við?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Tengdamóðir mín sagði um sjóinn við Sæbrautina þegar við keyrðum þar framhjá í dag, "Það er helvítis garður í honum." Ég finn hvergi neitt á netinu um þetta. Sjórinn var með mikið af hvítum öldutoppum. Tengdamóðir mín, fædd 1925, bjó öll sín ár í Álftafirði við Dj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?

Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi?

Ofbeldismál hafa verið áberandi í umræðunni á Íslandi undanfarin misseri og hnífaburður ungmenna talinn vaxandi vandi. Manndrápsmál vekja þó jafnan meiri óhug ekki síst þegar börn eiga í hlut sem gerendur eða þolendur. Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er helst vitað um svartadauða á Íslandi?

Hér er að finna svör við fjölmörgum spurningum sem Vísindavefnum hafa borist um svartadauða, meðal annars:Hvenær kom svartidauði til Íslands? Hvernig smitaðist veikin? Hversu margir voru Íslendingar fyrir og eftir svartadauða? Hversu hratt gekk svartidauði yfir í heiminum og á Íslandi? Farsóttin sem síðar var k...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?

Nýja hagkerfið er ekki hefðbundið. Með talsverðri einföldun má segja að fyrirtæki hafi áður starfað í stöðugu umhverfi og átt sér þekkta keppinauta. Í nýja hagkerfinu verða stöðugt nýir keppinautar til og ný bandalög myndast, þar sem gömul fyrirtæki eru jafnframt þátttakendur. Hin nýju bandalög geta af sér ný afsp...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir?

Í gamla daga voru hestar notaðir til þess að bera hey í hlöðu á Íslandi enda voru engar nútíma landbúnaðarvélar til og nánast engir vegir. Lítið var notast við hestvagna og þá helst litla tvíhjóla vagna. Heyið var slegið og þurrkað úti á túni eða á engjum. Heyinu var svo rakað saman í sátur og þær bundnar í...

category-iconLandafræði

Hver er fámennasti bær/þorp á Íslandi og hversu margir búa þar?

Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að skilgreina hvað átt er við með hugtökunum bær eða þorp. Hér er gert ráð fyrir að bær eða þorp hafi sömu merkingu og þéttbýli. Í svari Sigurðar Guðmundssonar við spurningunni Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi? kemur fram að al...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum?

Eftir því sem næst verður komist voru um 730 milljónir vélknúinna ökutækja í heiminum árið 2000. Flest þeirra voru í Bandaríkjunum eða um 220 milljónir. Hundrað árum fyrr voru um 8.000 vélknúin ökutæki þar í landinu, allt fólksbílar. Umferðarteppa á þjóðvegi í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eiga einnig metið...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju voru fyrstu manneskjurnar nefndar Adam og Eva?

Það er erfitt að svara því af hverju fyrsti maðurinn og fyrsta konan samkvæmt sköpunarsögu Bíblíunnar hétu Adam og Eva. Í Íslenskri orðsifjabók segir að Adam komi úr hebresku og merki maður en að aðrir telji að það merki 'hinn rauðleiti'. Í sömu bók segir að uppruni nafns Evu sé óviss en það sé úr hebresku og ...

Fleiri niðurstöður