Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1902 svör fundust
Geta verið aðrir miklahvellsmassar í óendanlegum geimi fyrir utan þann sem tilheyrir Miklahvelli?
Svarið er já; við getum vel hugsað okkur aðra heima fyrir utan þann heim sem við lifum í og jafnvel fullkomlega ótengda honum. Vísindamenn ræða þessa möguleika af fullri alvöru ekki síður en aðra. Ef hins vegar engin tengsl reynast vera við hina heimana verða menn að sætta sig við að um þá verði ekkert sagt og til...
Hvernig verka stöðvar til endurvinnslu á kjarnorkuúrgangi og hvaða áhrif hafa þær á umhverfið? Er hægt að hafa slíka stöð á Íslandi?
Þegar úranstangir, sem stundum eru íbættar plútoni, hafa verið í ofnum kjarnorkuvera í 2-3 ár verður að skipta á þeim og nýjum stöngum því að þá er mjög gengið á kjarnkleyfa efnið, samsætuna úran-235, og kjarnabrotin sem myndast við klofnun úrankjarnanna eru farin að verka hemlandi á orkuvinnslu. Stangirnar er...
Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?
Já, á þessu tvennu er munur. Hann felst í því hvernig staðið er að ráðningu viðkomandi, hve lengi hún stendur og hve varanleg hún er. Að sama skapi er staða embættismanna sem hafa verið settir í embætti og skipaðir ekki alfarið sú sama. Almenna reglan er sú að opinberir embættismenn eru skipaðir í embætti. Samk...
Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?
Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu...
Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...
Hafa útsölur í janúar og júlí áhrif á neysluvísitöluna?
Verðlagsvísitala, eins og vísitala neysluverðs, á að mæla breytingar á markaðsverði tiltekinnar körfu af vörum og þjónustu yfir tíma. Þetta þýðir meðal annars að útsölur eða tímabundin verðstríð hafa áhrif til lækkunar um hríð en síðan hækkar vísitalan aftur þegar útsölum eða verðstríði lýkur. Árstíðabundnar s...
Hvað er það sem helst tefur fyrir því að vetni og aðrir "hreinir" orkugjafar leysi olíuna af hólmi?
Það er samspil ýmissa þátta sem helst ,,tefja” fyrir því að vetnisrík sambönd geti að fullu tekið við af olíu sem eldsneyti í heiminum. Það sem þeir eiga helst sameiginlegt er að lögð er ofuráhersla á að nýta sem allra best þá gríðarmiklu möguleika sem felast í vetni sem hreinum orkubera (eldsneyti). Slíkt krefst ...
Af hverju fær maður ofnæmi?
Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...
Hvað er póstmódernismi?
Póstmódernismi er hugtak. Það er ekki aðeins eitt af stærri hugtökum í vestrænni hugmynda- og menningarsögu, heldur varðar það nútímann og lifandi fólk. Nú kann það sem er risavaxið og í seilingarfjarlægð að virðast auðgreinanlegt og svarið við spurningunni: Hvað er póstmódernismi? að liggja í augum uppi. En því m...
Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Er eitthvað vitað um forfeður íslenska hestsins? (Svava Jónsdóttir)Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? (Elvar Svavarsson) Lesendum er jafnframt bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvernig varð íslenski hesturinn til? Þar er sögð þróunarsaga íslenska hestinum eftir ...
Getur persónuleiki fólks gerbreyst?
Ef svara á spurningunni hvort persónuleikinn geti tekið stakkaskiptum þarf fyrst að skilgreina hugtakið persónuleiki. Almennt er með persónuleika átt við stöðugleika eða ef til vill öllu fremur samkvæmni í hegðun manna í tíma og rúmi. Hvaða viðmiðum ættum við þá að beita um það hvenær persónuleiki einhvers hefur b...
Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? þarf líkaminn nauðsynlega að fá vatn, prótín, kolvetni, fitu, vítamín og steinefni til þess að vaxa, þroskast og viðhalda góðri heilsu. Allt þetta þarf að vera í góðu jafnvægi og þess vegna er mikilvægt að borða holla og fjö...
Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki?
Lýsi hefur verið notað til manneldis í aldaraðir. Það inniheldur mikilvæg efni eins og A- og D-vítamín en einnig ómega-3 fitusýrur og eru fitusýrurnar dókósahexaenóínsýra (DHA) og eikósapentaenóínsýra (EPA) áhugaverðastar. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur eru mikilvægar í uppbyggingu frumuhimna og eru hvarfefni fyr...
Má borða fræin úr vatnsmelónum?
Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Margir eru hrifnir af vatnsmelónum enda ávöxturinn ferskur, safaríkur og svalandi. Melónan er gjarnan borðuð ein og sér en einnig er vinsælt að nota hana í salöt eða dryk...
Hvað er vetnisperoxíð, í hvað er það helst notað og hvar er hægt að nálgast það?
Vetnisperoxíð (H2O2) er myndað úr einni peroxíðsameind (O22-) og tveimur vetnisatómum (sjá mynd). Mynd 1. Vetnisperoxíð er myndað úr einni peroxíðsameind og tveimur vetnisatómum. Vetnisperoxíð er þykkur litlaus vökvi sem leysist vel upp í vatni vegna þess hversu skautuð sameindin er. Það flokkast sem veik sý...