Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 821 svör fundust
Af hverju dó tasmaníutígurinn út?
Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus), líka kallaður tasmaníuúlfur, var stærsta ránpokadýr nútímans. Heimkynni hans voru á Papúa Nýju-Gíneu og meginlandi Ástralíu auk eyjunnar Tasmaníu sem tegundin er kennd við. Talið er að tasmaníutígurinn hafi verið horfinn af meginlandi Ástralíu fyrir um tvö þúsund áru...
Má ég heita fjórum nöfnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Má heita 4 nöfnum? Má ég bæta við einu? Hef bætt einu sinni áður. Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni[1] ef við á og kenninafni/nöfnum. Samkvæmt núgildandi lögum um mannanöfn (nr. 45/1996) mega eiginnöfn og millinafn aldrei vera fleiri en þrjú sa...
Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur?
Um 200 tegundir af marglyttum (Scyphozoa) eru þekktar. Líkt og á við um flestar tegundir hveldýra finnast marglyttur aðallega í efstu lögum sjávar þar sem þær berast með hafstraumum. Þó eru dæmi um tegundir sem lifa í djúpsjónum. Sex tegundir marglytta finnast við Ísland. Þrjár þeirra á lifa á grunnslóð, það e...
Hvenær var nafni Arnarfellsjökuls breytt og heitið Hofsjökull tekið upp?
Hofsjökull er heitið sem flestir nota í dag um jökulinn sem er á milli Langjökuls og Vatnajökuls. Nafnið er dregið af jörðinni Hofi í Vesturdal í Skagafirði en hún er fyrir norðan jökulinn. Annað heiti jökulsins er Arnarfellsjökull. Það hefur bæði verið notað um jökulinn allan og einnig syðri hluta hans. Nafnið...
Geta frjókorn frá alaskaösp valdið ofnæmi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er þekkt að menn fái ofnæmi frá öspum, sbr. sumir hafa birkiofnæmi?Ef svarið er já er þá vitað hvort það sé frá sjálfum trjábolnum eða því sem öspin fellir, rekla, svif, lauf eða annað? Alaskaösp (Populus trichocarpa) er innflutt trjátegund frá vesturströnd Norður-Ameríku. Hún ...
Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna? Svo sem hvernig vitum við hitastig, stærð, hreyfingu og efnasamsetningu stjarnanna? Litrófsgreiningar á geislun sem berst frá stjörnum er helsta aðferðin til að afla upplýsinga um eiginleika stjarna á borð við þá se...
Hvaða rannsóknir hefur Kristín Loftsdóttir stundað?
Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að fjölþættum viðfangsefnum svo sem fordómum, arfleifð nýlendutímans í samtímanum, hvítleika-hugmyndum, aðstæðum vegabréfslausra farandverkamanna og tengslum kreppu og þjóðernislegra sjálfsmynda svo eitthvað sé nefnt. Kr...
Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Einarsson rannsakað?
Páll Einarsson er prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hefur rannsóknaraðstöðu við Jarðvísindastofnun Háskólans. Rannsóknir Páls eru á sviði jarðvísinda og fjalla um jarðskorpuhreyfingar, jarðskjálfta, eðlisfræði eldgosa og kvikuhreyfinga, innri gerð eldstöðva og gerð jarðskorpunnar í hei...
Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?
Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan. Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal...
Hvað hefur vísindamaðurinn Egill Skúlason rannsakað?
Egill Skúlason er prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands en þar stundar hann rannsóknir á efnahvötun á rafefnafræðilegum ferlum. Helstu rannsóknir Egils snúa að afoxun köfnunarefnis (N2) í ammóníak (NH3) og afoxun koltvíildis (CO2) í eldsneyti. Egill hefur einnig rannsakað efnahvörf sem eiga sér stað í r...
Hvaða rannsóknir hefur Jón Ólafsson stundað?
Jón Ólafsson er prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann sinnir kennslu og rannsóknum á sviði menningarfræði við Íslensku- og menningardeild og í Rússlandsfræðum við Mála- og menningardeild. Jón er fæddur í Reykjavík 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1984 og BA-prófi...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvaldur Gylfason rannsakað?
Þorvaldur Gylfason, fæddur 1951, er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Hann er jafnframt rannsóknarfélagi við CESifo-stofnunina í Háskólanum í München. Eftir hann liggja 20 bækur, um 300 ritgerðir og kaflar í erlendum og innlendum tímaritum og bókum, nálega 1.000 blaðagreinar og um 100 sönglög. Þorvaldur ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Björk Ásgeirsdóttir rannsakað?
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. Hún hefur stundað rannsóknir við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir & greining frá árinu 1999. Þá stofnaði hún ásamt samstarfsmönnum sínum Þekkingarsetur áfalla við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík árið 2017. Rannsóknir Br...
Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?
Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjav...
Hvaða rannsóknir hefur Íris Ellenberger stundað?
Íris Ellenberger er sagnfræðingur sem starfar á sviði sögu fólksflutninga, þvermenningarlegrar sögu og sögu kynverundar með áherslu á hinsegin sagnfræði. Doktorsritgerð Írisar frá 2013 fjallar um samfélagslega stöðu danskra innflytjenda á Íslandi á árunum 1900–1970 og hvernig hún breyttist með auknu sjálfsforræði ...