Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Egill Skúlason rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Egill Skúlason er prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands en þar stundar hann rannsóknir á efnahvötun á rafefnafræðilegum ferlum.

Helstu rannsóknir Egils snúa að afoxun köfnunarefnis (N2) í ammóníak (NH3) og afoxun koltvíildis (CO2) í eldsneyti. Egill hefur einnig rannsakað efnahvörf sem eiga sér stað í rafölum fyrir vetnisbíla og hvötun á rafgreiningu vatns til framleiðslu vetnis. Í rannsóknum sínum beitir Egill bæði tölvureikningum og tilraunum til að bæði skilja hvarfgang efnahvarfanna sem og að hanna nýja efnahvata til að knýja þessi efnahvörf áfram. Efnahvatar hafa þau áhrif að lækka þá orku sem nauðsynleg er til að knýja fram ákveðið efnahvarf. Egill beitir skammtafræðilegum líkanareikningum þar sem mögulegt er að herma virkni ólíkra efnahvata. Þannig má velja þau efni eða yfirborð sem líklegust eru til að hvata gefið efnahvarf.

Helstu rannsóknir Egils snúa að afoxun köfnunarefnis (N2) í ammóníak (NH3) og afoxun koltvíildis (CO2) í eldsneyti.

Árið 2016 stofnaði Egill ásamt öðrum sprotafyrirtækið Atmonia sem stefnir að því að gera ammoníaksframleiðslu úr vatni og lofti mögulega með rafefnafræðilegum aðferðum og sérhæfðum efnahvötum. Ammóníak er mikilvægur þáttur í framleiðslu áburðar fyrir landbúnað um heim allan en stærstur hluti ammoníaksframleiðslu byggir í dag á nýtingu jarðgass og er kolefnisspor hennar gríðarlega hátt. Vonir standa til að lækka megi vistspor áburðarframleiðslu með hvötuðum efnahvörfum sem líkja eftir þeim náttúrulegu ferlum sem bakteríur nýta til að afoxa köfnunarefni.

Egill er fæddur árið 1979. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1999, BS-prófi í efnafræði og lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og MS-prófi í reikniefnafræði frá sama skóla árið 2005. Hann lauk doktorsprófi í verkfræðilegri eðlisfræði frá Center for Atomic-scale Materials Design (CAMd) við Danmarks Tekniske Universitet (DTU) árið 2009. Að loknu doktorsprófi starfaði hann sem nýdoktor og síðar sérfræðingur við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hann var skipaður lektor við námsbrautir í eðlisfræði og efnafræði við Háskóla Íslands árið 2013, dósent við námsbraut í efnafræði árið 2014 og prófessor árið 2016. Þá tók hann við stöðu prófessors í efnaverkfræði við námsbraut í vélaverkfræði árið 2018. Egill hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2015.

Mynd:
  • Úr safni ES.

Útgáfudagur

31.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Egill Skúlason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76239.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 31. ágúst). Hvað hefur vísindamaðurinn Egill Skúlason rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76239

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Egill Skúlason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76239>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Egill Skúlason rannsakað?
Egill Skúlason er prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands en þar stundar hann rannsóknir á efnahvötun á rafefnafræðilegum ferlum.

Helstu rannsóknir Egils snúa að afoxun köfnunarefnis (N2) í ammóníak (NH3) og afoxun koltvíildis (CO2) í eldsneyti. Egill hefur einnig rannsakað efnahvörf sem eiga sér stað í rafölum fyrir vetnisbíla og hvötun á rafgreiningu vatns til framleiðslu vetnis. Í rannsóknum sínum beitir Egill bæði tölvureikningum og tilraunum til að bæði skilja hvarfgang efnahvarfanna sem og að hanna nýja efnahvata til að knýja þessi efnahvörf áfram. Efnahvatar hafa þau áhrif að lækka þá orku sem nauðsynleg er til að knýja fram ákveðið efnahvarf. Egill beitir skammtafræðilegum líkanareikningum þar sem mögulegt er að herma virkni ólíkra efnahvata. Þannig má velja þau efni eða yfirborð sem líklegust eru til að hvata gefið efnahvarf.

Helstu rannsóknir Egils snúa að afoxun köfnunarefnis (N2) í ammóníak (NH3) og afoxun koltvíildis (CO2) í eldsneyti.

Árið 2016 stofnaði Egill ásamt öðrum sprotafyrirtækið Atmonia sem stefnir að því að gera ammoníaksframleiðslu úr vatni og lofti mögulega með rafefnafræðilegum aðferðum og sérhæfðum efnahvötum. Ammóníak er mikilvægur þáttur í framleiðslu áburðar fyrir landbúnað um heim allan en stærstur hluti ammoníaksframleiðslu byggir í dag á nýtingu jarðgass og er kolefnisspor hennar gríðarlega hátt. Vonir standa til að lækka megi vistspor áburðarframleiðslu með hvötuðum efnahvörfum sem líkja eftir þeim náttúrulegu ferlum sem bakteríur nýta til að afoxa köfnunarefni.

Egill er fæddur árið 1979. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1999, BS-prófi í efnafræði og lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og MS-prófi í reikniefnafræði frá sama skóla árið 2005. Hann lauk doktorsprófi í verkfræðilegri eðlisfræði frá Center for Atomic-scale Materials Design (CAMd) við Danmarks Tekniske Universitet (DTU) árið 2009. Að loknu doktorsprófi starfaði hann sem nýdoktor og síðar sérfræðingur við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hann var skipaður lektor við námsbrautir í eðlisfræði og efnafræði við Háskóla Íslands árið 2013, dósent við námsbraut í efnafræði árið 2014 og prófessor árið 2016. Þá tók hann við stöðu prófessors í efnaverkfræði við námsbraut í vélaverkfræði árið 2018. Egill hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2015.

Mynd:
  • Úr safni ES.
...