Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað veldur Down-heilkenni og fötlun?

Það er litningabreyting sem veldur Down-heilkenni og það uppgötvaðist fyrst árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn. Heilbrigðir einstaklingar hafa 23 litningapör eða alls 46 litninga. Einstaklingar sem eru með Down-heilkenni hafa auka erfðaefni í frumum líkamans, flestir þannig að þeir haf...

category-iconJarðvísindi

Hvað var Ísland lengi að myndast?

Ísland byrjaði að myndast fyrir mörgum milljónum ára og myndun þess er enn í gangi eins og við erum reglulega minnt á með eldgosum sem hér verða. Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? segir að allt frá því að Norður-Atlantshaf byrjaði að opnast fyrir um 60...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið prímus?

Karlkynsorðið prímus (fleirtala: prímusar) vísar til eldunartækja sem einkum eru notuð í útilegum og ganga yfirleitt fyrir gasi; eldri gerðir notuðu steinolíu eða bensín sem þær breyttu í gas. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má meðal annars finna eftirfarandi dæmi um orðið:Steinolíuvélin „Primus“ sem við vísind...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?

Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig er það með Gabríel, er hann fallinn engill eða einn af englum Guðs?

Nei, Gabríel er ekki fallinn engill, heldur engill miskunnarinnar og aðalsendiboði almættisins. Hann er jafnframt oft talinn foringi erkienglanna. Heilög ritning segir ekki beinum orðum að Gabríel sé erkiengill, en það er hins vegar fullyrt í Enoksbók. Í hinni trúarlegu arfleifð er honum oft ruglað saman við M...

category-iconLæknisfræði

Hvað er axlarklemma?

Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barnsins klemmist upp að lífbeini móðurinnar þegar höfuðið er fætt, barnið situr fast og kemst ekki í heiminn án aðstoðar. Skiptar skoðanir eru á því hvort hægt sé að fyrirbyggja axlarklemmu eða sjá hana fyrir en vitað er að ýmsir þættir auka hættuna á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki til eitt orð á íslensku fyrir enska orðið "grandparents"?

Eftir því sem best verður séð hefur ekkert eitt orð verið notað um afa og ömmu á íslensku eins og í nágrannamálum. Í dönsku er til dæmis talað um bedstefar (afa), bedstemor (ömmu) og síðan saman um bedsteforældre (afa og ömmu). Í ensku er á sama hátt notað grandfather (afi), grandmother, grandparent (afi eða amma)...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig fallbeygir maður orð á íslensku, eins og til dæmis negul?

Vísindavefurinn hefur áður svarað nokkrum spurningum um beygingar orða. Hér eru nokkur dæmi um þær: Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtöluHvernig beygist sögnin að skína?Hvernig er nafnið Dagmar í eignarfalli? Upplýsingar um beygingar orða er hins vegar auðvelt að finna ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tja, nú veit ég ekki - hvers konar orð er þetta tja?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar orð er „tja“ og hvaðan kemur það, til dæmis „tja, nú veit ég ekki“? Smáorðið tja flokkast undir upphrópanir. Í Íslenskri orðsifjabók skýrir Ásgeir Blöndal Magnússon það á eftirfarandi hátt (1989:1046): ... orðmyndin lætur í ljós óvissu, vafa, hik. Líklega tökuor...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað gerist ef sólin hverfur?

Fyrst er rétt að nefna það að sólin er alls ekki að fara að hverfa! Sólin brennir vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega á um 10 milljörðum ára. Sólin er þess vegna rétt miðaldra núna. Hægt er að lesa meira um þetta í stuttu svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Ef sólin myndi hverfa skyndilega, h...

category-iconHugvísindi

Hvað er ataraxía?

Gríska nafnorðið ataraxía merkir „hugarró“. Það er sett saman úr neitandi forskeyti og nafnorðinu tarakhē, sem merkir „truflun“ eða „æsingur“. Hugtakið var notað innan grískrar siðfræði. Þar tilheyrði það upphaflega ekki þeirri markhyggju sem einkennir kenningar Platons og Aristótelesar um færsældina (evd...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur verið að neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?

Hinn vitiborni maður (Homo sapiens) er eina núlifandi manntegundin á jörðinni. Steingervingasagan sýnir að við erum komin af stórri fjölskyldu manntegunda, sem flestar bjuggu í Afríku en dreifðust einnig um gamla heiminn. Á hverjum tíma voru líklega uppi nokkrar misjafnlega skyldar manntegundir. Því er eðlilegt að...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að verða geðveikur með því að lesa yfir sig?

Flestir kannast við goðsögnina um að einhver hafi hreinlega lesið yfir sig og þjáist í kjölfarið af alvarlegum geðröskunum. Það er þó misskilningur að orsök geðveilunnar sé lærdómurinn sjálfur. Geðklofi er sú geðröskun sem almennt er talin vera alvarlegasta geðröskunin og sú sem einna helst krefst innlagna á ge...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?

Upphafleg spurning var svona:Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Óskundi er sérkennilegt en áhugavert orð og kann að hafa fleiri merkingar en grikkur og skaði. Gaman væri að vita hvaðan orðið kemur inn í málið og hvaða fleiri merkingar það getur haft. Eins væri skemmtilegt að fá upplýsingar um hvort til sé orðið skundi, í ljósi þess hve alge...

Fleiri niðurstöður