Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4912 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Er hægt að stjórna þjörkum með huganum?

Þegar við hreyfum handleggi, hendur, fætur og aðra líkamsparta stjórnum við þeim með huganum. Með spurningunni er þó auðvitað ekki átt við hvort hægt sé að grípa í fjarstýringu fyrir þjarka og stjórna honum þannig "með huganum" − væntanlega er átt við hvort hægt sé að stjórna þjarka með huganum einum saman, ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er rétt að menn reyni að þagga niður í fólki sem segjast hafa séð geimverur?

Við vitum ekki til þess að reynt sé sérstaklega að þagga niður í fólki sem segist hafa séð geimverur. Að minnsta kosti er ekki erfitt að finna frásagnir fólks sem segist hafa séð geimverur eða fljúgandi furðuhluti. Það er einfalt að finna þannig sögur með því að leita á Netinu með réttum leitarorðum. Hér eru no...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'?

'Autoimmune hepatitis' kallast á íslensku sjálfsofnæmislifrarbólga. Eins og nafnið gefur til kynna þá er um svokölluð sjálfsofnæmisheilkenni að ræða. Ónæmiskerfi líkamans gegnir því hlutverki að ráðast gegn utanaðkomandi efnum, til dæmis sýklum, en það getur gerst að kerfið skynji frumur líkamans sem "utanaðkoman...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus?

Upprunalega fyrirspurnin var: Mig vantar íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus. Eftir því sem næst verður komist eru ekki til íslensk heiti á þeim risaeðlum sem spurt er um. Þau heiti sem hér verður stungið upp á eru því eingöngu byggð á áliti höfundar þessa svars. Abelisaurus er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar sýki er kvellisýki og hvenær kom orðið fyrst fram?

Kvellisýki er smálasleiki en eldri eru orðin kvellisótt og kvelling um hið sama sem bæði koma fyrir í fornu máli. Lýsingarorðið kvellisjúkur kemur til dæmis fyrir í Egils sögu þar sem Kveld-Úlfur, segir við menn sína: „hefi eg“, sagði hann, „ekki kvellisjúkur verið, en ef svo fer, sem mér þykir líklegast, að ...

category-iconLögfræði

Má ég nota ljóðlínuna „krummi svaf í klettagjá...“ í minni listsköpun?

Öll spurningin hljóðaði svona:Má nota íslenskar þjóðsögur og vísur sem hluta í myndverki? Eða er það varið höfundarrétti? Og ef það má nota það, eru þá reglur um hvort nota má bara hluta? Mig langar að nota til dæmis setninguna “krummi svaf í klettagjá, kaldri vetrarnóttu á” en ekkert meir af þeirri vísu. Má það? ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er grátrana algengur fugl í Álftaveri eða þar nálægt?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Tel mig hafa séð grátrönu frekar en gráhegra í Álftaveri í dag 20.8.'23. Náði ekki nothæfum myndum. Fuglinn virtist einn á ferð. Er trana algeng á þessum slóðum? Grátrana (Grus grus) er flækingur á Íslandi og ekki algengur fugl en hefur þó sést á ýmsum stöðum. Varpheimkynni he...

category-iconLögfræði

Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það?

Um gjaldþrot gilda lög um gjaldþrotaskipti og fleiri nr. 21/1991 og er þar að finna helstu reglur um greiðslustöðvun, nauðarsamninga og gjaldþrotaskipti. Lögin skiptast í fimm þætti og fjallar hver þáttur um ákveðið, afmarkað efni. Í fyrsta þætti laganna er að finna reglur sem fjalla almennt um lögsögu þeirra....

category-iconEfnafræði

Hvað er áburðarsprengja?

Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um Florence Nightingale?

Florence Nightingale fæddist árið 1820 og lést árið 1910. Foreldrar hennar tilheyrðu ensku yfirstéttinni og hún bjó við góð efni alla ævi. Nightingale naut góðrar menntunar á heimili sínu og á löngum ferðalögum um Evrópu og Austurlönd nær kynntist hún ólíkum þjóðum og siðum. Líkt og margir samferðamenn hennar ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri?

Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og margur kynni að ætla. Enginn veit nefnilega nákvæmlega hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri og tölum um mannfall ber ekki saman. Oftast er sagt að fjöldi fallinna hermanna hafi verið um 9 milljónir en til eru þeir fræðimenn sem telja að mannfallið hafi verið m...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er um að ræða eitthvert miðsóknarafl í afstæðiskenningunni vegna þyngdaraflsins?

Miðsóknarafl í sígildri aflfræði er kraftur sem heldur hlut á braut um tiltekinn miðpunkt. Dæmi um miðsóknarkrafta eru togkraftur í slöngvivað sem heldur steini á hringhreyfingu um hendi veiðimanns, rafkraftur á ögn með rafhleðslu sem hreyfist á braut um ögn með andstæða hleðslu eða þyngdarkraftur á fylgihnött sem...

category-iconTrúarbrögð

Er guð til?

Vísindavefurinn fær reglulega sendar fyrirspurnir frá lesendum sínum um tilvist æðri máttarvalda. Vitanlega eru menn ekki sammála um það hvort guð sé til eða ekki. Þeir sem svara spurningunni játandi hafa mismunandi skoðanir á því hvað einkenni þá þennan guð eða jafnvel guði. Þetta sést best á því hversu margvísle...

category-iconHugvísindi

Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?

Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...

category-iconFélagsvísindi

Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er hægt, án samþykkis forsjáraðila, að skuldfæra á barn sem hefur fengið leigða myndbandsspólu, en ekki skilað henni á tilsettum tíma?Stutta svarið við þessari spurningu er að það er vel hægt að skuldfæra á börn sem taka myndbandsspólur á leigu, en torvelt er að innheimta hj...

Fleiri niðurstöður