Tel mig hafa séð grátrönu frekar en gráhegra í Álftaveri í dag 20.8.'23. Náði ekki nothæfum myndum. Fuglinn virtist einn á ferð. Er trana algeng á þessum slóðum?Grátrana (Grus grus) er flækingur á Íslandi og ekki algengur fugl en hefur þó sést á ýmsum stöðum. Varpheimkynni hennar eru í norðanverðri Evrópu og Norður-Asíu (utan túndrusvæðanna). Stór hluti tegundarinnar verpir í Rússlandi en einnig verpir hún í Skandinavíu og víðar, til dæmis er lítill varpstofn á Englandi og Skotlandi.
- Náttúrustofa Austurlands. (2019, 18. september). Grátrönur á Héraðssandi. (Sótt 21.12.2023).
- Náttúrustofa Austurlands. (2018, 4. október). Grátrönur koma upp ungum. (Sótt 21.12.2023).
- Grus grus - Common Crane 04.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar Zeynel Cebeci. Birt undir Creative Commons CC BY-SA 4.0 DEED. (Sótt 21.12.2023).