Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'?

Emilía Sara Ólafsdóttir og Vignir Már Lýðsson

'Autoimmune hepatitis' kallast á íslensku sjálfsofnæmislifrarbólga. Eins og nafnið gefur til kynna þá er um svokölluð sjálfsofnæmisheilkenni að ræða. Ónæmiskerfi líkamans gegnir því hlutverki að ráðast gegn utanaðkomandi efnum, til dæmis sýklum, en það getur gerst að kerfið skynji frumur líkamans sem "utanaðkomandi" og ráðast gegn þeim. Hjá sjúklingum með sjálfsofnæmislifrarbólgu eru frumur á yfirborði lifrarinnar túlkaðar sem óvinafrumur og þeim eytt. Sjálfsofnæmislifrarbólga getur að lokum þróast út í skorpulifur (e. cirrhosis). Á vefsíðu Lýðheilsustöðvar má lesa ýmislegt um skorpulifur.


Lifur úr 16 ára gamalli stúlku með sjálfsofnæmislifrarbólgu. Sjúkdómurinn hafði þróast í skorpulifur.

Helstu einkenni sjálfsofnæmislifrarbólgu er þreyta, verkir í kviðarholi og eymsli í liðamótum. Þessi einkenni geta átt við marga aðra sjúkdóma, meðal annars inflúensu svo að vissara er að leita læknis ef þeirra verður vart. Ef sjúkdómurinn þróast út í skorpulifur fara galllitarefni út í blóðrásina, setjast í húð og slímhúð og valda gulum lit sem kallað er gula. Einnig getur orðið vart við bólgnun kviðarhols vegna vökvasöfnunar, garnablæðingu eða geðtruflanir.

Sjálfsofnæmislifrarbólga kemur fyrir í um 1-2 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum á ári. Eins og með flesta sjálfsofnæmissjúkdóma er þessi lifrarbólga algengari hjá konum en körlum. Af hverjum 100 sem fá sjúkdóminn eru alls 70 konur. Ungar konur eru líklegri að fá sjúkdóminn heldur en þær sem eldri eru. Læknar geta oft spáð fyrir um sjúkdóminn ef sjúklingur er haldinn öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum. Til þess að ganga úr skugga um að sjúkdómurinn sé til staðar þarf alltaf að taka vefjasýni en greining á heilsugæslustöð nægir ekki.

Meðferð miðast við að hægja á ónæmisviðbrögðum en til þess eru notaðir sterar og ónæmisbælandi lyf. Meðferð er árangursrík í um 60–80% tilfella en stundum er þörf á lyfjum ævilangt. Aukaverkanir geta verið heiftarlegar og því forðast læknar langa lyfjagjöf sem mest. Í sumum tilfellum ber meðferð engan árangur og er lifrarígræðsla þá alvarlega íhuguð.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Spurningin hljóðaði upphaflega svona:
Autoimmune hepatitis cirrhoses. Mig langar til að vita sem mest um þennan sjúkdóm því að ég hef ekki fundið neitt á íslensku um hann.


Þetta svar er að mestu leyti eftir nemenda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

13.6.2008

Spyrjandi

Anna Skúladóttir

Tilvísun

Emilía Sara Ólafsdóttir og Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2008, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30644.

Emilía Sara Ólafsdóttir og Vignir Már Lýðsson. (2008, 13. júní). Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30644

Emilía Sara Ólafsdóttir og Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2008. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30644>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'?
'Autoimmune hepatitis' kallast á íslensku sjálfsofnæmislifrarbólga. Eins og nafnið gefur til kynna þá er um svokölluð sjálfsofnæmisheilkenni að ræða. Ónæmiskerfi líkamans gegnir því hlutverki að ráðast gegn utanaðkomandi efnum, til dæmis sýklum, en það getur gerst að kerfið skynji frumur líkamans sem "utanaðkomandi" og ráðast gegn þeim. Hjá sjúklingum með sjálfsofnæmislifrarbólgu eru frumur á yfirborði lifrarinnar túlkaðar sem óvinafrumur og þeim eytt. Sjálfsofnæmislifrarbólga getur að lokum þróast út í skorpulifur (e. cirrhosis). Á vefsíðu Lýðheilsustöðvar má lesa ýmislegt um skorpulifur.


Lifur úr 16 ára gamalli stúlku með sjálfsofnæmislifrarbólgu. Sjúkdómurinn hafði þróast í skorpulifur.

Helstu einkenni sjálfsofnæmislifrarbólgu er þreyta, verkir í kviðarholi og eymsli í liðamótum. Þessi einkenni geta átt við marga aðra sjúkdóma, meðal annars inflúensu svo að vissara er að leita læknis ef þeirra verður vart. Ef sjúkdómurinn þróast út í skorpulifur fara galllitarefni út í blóðrásina, setjast í húð og slímhúð og valda gulum lit sem kallað er gula. Einnig getur orðið vart við bólgnun kviðarhols vegna vökvasöfnunar, garnablæðingu eða geðtruflanir.

Sjálfsofnæmislifrarbólga kemur fyrir í um 1-2 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum á ári. Eins og með flesta sjálfsofnæmissjúkdóma er þessi lifrarbólga algengari hjá konum en körlum. Af hverjum 100 sem fá sjúkdóminn eru alls 70 konur. Ungar konur eru líklegri að fá sjúkdóminn heldur en þær sem eldri eru. Læknar geta oft spáð fyrir um sjúkdóminn ef sjúklingur er haldinn öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum. Til þess að ganga úr skugga um að sjúkdómurinn sé til staðar þarf alltaf að taka vefjasýni en greining á heilsugæslustöð nægir ekki.

Meðferð miðast við að hægja á ónæmisviðbrögðum en til þess eru notaðir sterar og ónæmisbælandi lyf. Meðferð er árangursrík í um 60–80% tilfella en stundum er þörf á lyfjum ævilangt. Aukaverkanir geta verið heiftarlegar og því forðast læknar langa lyfjagjöf sem mest. Í sumum tilfellum ber meðferð engan árangur og er lifrarígræðsla þá alvarlega íhuguð.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Spurningin hljóðaði upphaflega svona:
Autoimmune hepatitis cirrhoses. Mig langar til að vita sem mest um þennan sjúkdóm því að ég hef ekki fundið neitt á íslensku um hann.


Þetta svar er að mestu leyti eftir nemenda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008....