Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1195 svör fundust
Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?
Stjórn Seðlabanka Íslands er í höndum þriggja manna sem allir eru titlaðir seðlabankastjórar. Þeir mynda svokallaða bankastjórn og er einn þeirra formaður stjórnarinnar. Bankastjórnin hefur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öllum málum hans nema annað sé tiltekið í lögum. Forsætisráðhe...
Hvað búa margir múslimar á Íslandi?
Það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það hversu margir múslimar búa á Íslandi þar sem gögn um fjölda þeirra eru af skornum skammti og því einungis um ágiskun að ræða. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að skoða fjölda einstaklinga sem skráðir eru í trúfélög. Á lista Hagstofunnar eru tvö trúfélög múslima, ann...
Hvað éta froskar?
Froskdýr tilheyra einum af fimm flokkum hryggdýra. Flestir froskar eru kjötætur og éta allt sem hreyfist og er nógu lítið til að rúmast í munni þeirra, til dæmis alls konar flugur og skordýr. Stærstu gerðir froska éta jafnvel slöngur, mýs, litlar skjaldbökur og mögulega minni froska. Baulfroskur (Rana catesbe...
Hvers vegna er lausnarjafna annars stigs margliðu kölluð Jónas?
Í framhaldsskóla læra allir hvernig á að leysa annars stigs jöfnur eins og x2 - x + 1 = 0 með ýmsum aðferðum. Til dæmis er hægt að leysa þær með því að reyna á heppnina og stinga nokkrum tölum inn eða þátta jöfnuna í einfaldari liði sem hafa augljósar lausnir. Oft bregðast þessi ráð þó, eins og í jöfnunni hér að o...
Hvað gera þjóðfræðingar?
Fræðigreinin þjóðfræði fæst við hvers kyns þjóðlegan fróðleik, þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög og margt fleira. Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands og tilheyrir félagsvísindasviði, innan félags- og mannvísindadeildar. Um þjóðfræði og störf þjóðfræðinga er til dæmis hægt að lesa um á vef Háskóla Íslands. Textinn s...
Er gos fitandi?
Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...
Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?
Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn. Sú útgáfa af ebóluveirunni sem sýkir menn, eins og nú í Afríku, varð til við stökkbreytingu, líklega fyrir um 850 árum, það...
Vaxa krækiber annars staðar en á Íslandi?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „já“. Krækiber eru ber plöntutegundar sem kallast krækilyng (Empetrum nigrum) en það er útbreitt um allt norðurheimskautið, aðallega fyrir norðan 60. breiddargráðu. Krækilyng finnst þó einnig á hálendum svæðum sunnar á jörðinni. Fræ berjanna berast auðveldlega...
Má ég nota ljóðlínuna „krummi svaf í klettagjá...“ í minni listsköpun?
Öll spurningin hljóðaði svona:Má nota íslenskar þjóðsögur og vísur sem hluta í myndverki? Eða er það varið höfundarrétti? Og ef það má nota það, eru þá reglur um hvort nota má bara hluta? Mig langar að nota til dæmis setninguna “krummi svaf í klettagjá, kaldri vetrarnóttu á” en ekkert meir af þeirri vísu. Má það? ...
Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?
Öll spurning Atla hljóðaði svona: Vitið þið hvernig stendur á því að lúpínan heldur sig bara vinstra megin við girðinguna, ofar þar fer girðingin aðeins til hægri og svo aftur beint upp eftir og lúpínan eltir girðinguna en fer aldrei yfir hana? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Utan girðingar er sauð...
Hver var Clifford Geertz og hvert var framlag hans til vísindanna?
Frá upphafi hefur mannfræði lagt áherslu á hugtakið menningu (e. culture) sem huglægt greiningartæki og rannsakað merkingu þess og hinar ýmsu birtingarmyndir. Bandaríski mannfræðingurinn Clifford Geertz er hvað þekktastur fyrir hugmyndir sínar, umfjallanir og útskýringar á þessu hugtaki, en hann leit svo á að menn...
Eru þekkt dæmi um að álfar eða huldufólk hafi stoppað vegagerð?
Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Um þetta er fjallað almennt í svari sama höfundar við spurningunni Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? en hér lýst fjórum atburðum sem ge...
Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent?
Þetta er spurning sem er erfitt að svara afdráttarlaust með jái eða nei-i. Mín skoðun er sú að mjög vafasamt sé að halda slíku fram. Væntanlega er fyrirspyrjandi að tala um að það standi í vegi fyrir framþróun stýrikerfa að þau þurfi að vera samhæfð við eldri útgáfur af hug- og vélbúnaði. Ég er alls ekki viss u...
Hvaða tilgangi þjónaði þýski örninn? Var hann til dæmis í skjaldarmerki Þýskalands?
Örninn er með útbreiddustu merkjum eða táknum heims og hefur ýmist táknað guðdómlegt vald eða höfðingjavald. Hann finnst í Babýlon, Persíu og Indverjalandi en einnig víða um Evrópu, í skjaldarmerkjum. Meðal Rómverja var örninn tákn guðsins Júpíters og síðar tákn keisarans. Á tímum Karls mikla varð örninn skja...
Hvert er elsta tungumál sem enn er talað og hvert er elsta tungumál sem vitað er um?
Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem enn er afar margt á huldu um tungumál heimsins og margt sem þarfnast rannsókna. Enginn veit um raunverulegan aldur ýmissa indíánamála í Suður-, Mið- og Norður-Ameríku svo að dæmi sé tekið. Allmikið er vitað um sum ævaforn mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál o...