Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4628 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eru lífsýni rannsökuð í glæparannsóknum og af hverju er ekki hægt að gera það á Íslandi?

Lífsýni (e. biopsy) eru sýni úr lífverum. Uppruni sýnanna er fjölbreytilegur, þau geta verið úr ólíkum lífverum og notagildi þeirra er einnig margháttað, allt frá grundvallarrannsóknum til glæparannsókna. Eins og nafnið gefur til kynna koma lífsýni alltaf úr lífverum eða innihalda lífveruleifar. Algengast er að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?

Stærsta froskategund í heimi er golíatfroskurinn (Conraua goliath) sem finnst villtur í vesturhluta Afríku, aðallega í Kamerún. Heildarlíkamslengd froska af þessari tegund er um 30 cm og geta stærstu einstaklingarnir vegið allt að 3,5 kg eða svipað og meðalstór heimilisköttur! Golíatfroskur í allri sinni dýrð. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir ísbirnir á Grænlandi?

Árið 1993 var heildarstofnstærð hvítabjarna (Ursus maritimus) talin vera á bilinu 21.470-28.370 dýr og bendir allt til þess að stofninn hafi haldist nokkuð stöðugur síðan. Birna með hún. Hvítabjörnum er skipt niður í nokkra aðskilda stofna sem halda til allt í kringum norðurpólinn. Flestir fræðimenn telja þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig jórtra dýr?

Jórtrun er eitt best þekkta dæmi um samlífi spendýra (Mammalia) og örvera. Dýr sem jórtra hafa fjórskiptan maga og kallast magahólfin vömb, keppur, laki og vinstur. Þegar jórturdýr bíta gras berst það lítt tuggið niður í vömbina. Þar er fæðan möluð og blandast munnvatni. Jórturdýr framleiða gríðarlegt magn af ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru pandabirnir svona latir?

Nýlega birtist á vefsíðunni News from Science skýring á því hvers vegna pandabirnir (risapöndur) eru svo latir sem raun ber vitni – þeir nenna varla að eðla sig, hvað þá annað. Skýringin reynist vera sú, að enda þótt þeir nærist helst eingöngu á bambuslaufi eru meltingarfæri þeirra illa til þess hæf að melta laufi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um kameljón?

Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?

Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum. Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauð...

category-iconJarðvísindi

Hvaðan kemur vatnið í fossa?

Fossar verða þar sem þrep eru í farvegi árinnar, misstór og stundum fleiri en eitt, til dæmis tvö í Gullfossi. Vatnið í öllum ám er regnvatn sem safnast hefur í árfarveginn með ýmsum hætti, með lækjum (dragár), úr uppsprettum eða stöðuvötnum (lindár), úr jökulbráð (jökulár). Á einhverjum tímapunkti féll allt það...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsta köngulóin í heiminum? En á Íslandi?

Stærsta könguló í heimi er að öllum líkindum tegund sem kallast fuglaætuköngulóin (Theraphosa leblondi). Hún finnst í norðanverðri Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Surinam, Frönsku-Guyana, NA-Venezuela og Norður-Brasilíu. Þessi dýr lifa í regnskógunum við kjörhitastigið 27-30°C. Köngulærnar lifa á skógarbotni skóga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?

Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess ve...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér eitthvað um beltisþara?

Beltisþari (Laminaria saccharina) telst til brúnþörunga (Fucophyceae). Hann finnst allt í kringum landið og vex neðst í fjöru og allt niður á 25 metra dýpi. Kjörbotngerð beltisþarans er malarbotn. Á heimsvísu vex hann allt í kringum norðurhvel jarðar frá Norður-Rússlandi og Skandinavíu suður til Galisíu á Spáni. B...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hagamúsin löng?

Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?

Stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi). Karldýrin eru nokkuð stærri en kvendýrin, þau stærstu mælast allt að 380 cm, frá einni kló til annarrar, lengd bakskjaldarins getur orðið allt að 40 cm og þyngdin allt að 19 kg. Japanski köngulóarkrabbinn (Macroc...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar fólk segir 'frá blautu barnsbeini'?

Orðasambandið frá blautu barnsbeini þekkist allt frá fornu máli og merkir 'frá frumbernsku, alla ævi'. Lýsingarorðið blautur merkir hér 'linur, mjúkur', samanber dönsku blød, sænsku blöt 'linur, mjúkur', og vísar til þess að bein barna eru mýkri en bein fullorðinna. Bein merking er því 'allt frá því að beinin í be...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?

Grindhvalur (Globicephala melas) eða marsvín eins og tegundin er líka kölluð, tilheyrir undirættbálki tannhvala (Odontoceti), ætt hafurhvela (Delphinidae) og ættkvísl grindhvala (Globicephala). Innan ættkvíslar grindhvala er ein önnur tegund, flipahvalur (Globicephala macrorhynchus) sem hefur suðlægari útbreiðslu ...

Fleiri niðurstöður