Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5500 svör fundust
Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki?
Sykursýki (e. diabetes) er ástand sem getur varað alla ævi og hefur áhrif á getu líkamans til að nýta orkuefni í fæðu sem eldsneyti. Til eru þrjár megingerðir af sykursýki, sykursýki af gerð 1, sykursýki af gerð 2 og meðgöngusykursýki. Nánar er fjallað um þessar tegundir í öðrum svörum á Vísindavefnum. Einsykr...
Hvers konar tónlistarmaður var Mozart og hvernig kynnti hann sér verk barrokkmeistaranna?
Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...
Hvaða orð önnur en „norðurljós“ hafa verið notuð um þetta fyrirbæri á íslensku?
Orðið norðurljós kemur fyrst fyrir í hinni norsku Konungs skuggsjá sem var skrifuð á bilinu 1250–60, en að auki er þar talað um „svipandi loga“, „eld“ og „geisla“: En sá hlutur er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun það er Grænlendingar kalla norðurljós ... En þessi verður natúra og skipan á norðurljósi, að...
Eru góðkynja heilaæxli krabbamein?
Ef æxli er kallað góðkynja felst í því að það sýni ekki af sér þá afbrigðilegu hegðun sem einkennir illkynja frumur, það er að ryðjast inn í heilbrigðan vef og æðar og mynda meinvörp. Frumurnar í góðkynja æxlum halda nokkurn veginn eðlilegu útliti þótt þær hafi fjölgað sér óeðlilega. Góðkynja heilaæxli telst þ...
Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar?
Spurningin í heild var: Hvað þýðir 'animula vagula blandula'? Ég hef séð þessa tilvitnun víða, til dæmis í upphafi Nafns rósarinnar, en ekki séð þýðingu. Orðin animula vagula blandula eru latnesk og þýða „litla sál, reikandi og þokkafull“. Þau eru upphafið að kvæði sem Aelius Spartianus (líklega uppi á 3. eða...
Hvaða dýrategund hefur náð hæstum aldri hingað til?
Svonefndar kúskeljar (Arctica islandica) ná hæstum aldri allra dýra. Vísindamenn frá Bangor-háskóla fundu nýlega lifandi kúskel fyrir norðan Ísland sem þeir telja að sé rétt rúmlega 400 ára gömul. Svona lítur kúskel út. Kúskelin sem þeir fundu var þess vegna á sínu bernskuskeiði um það leyti sem enska leikritask...
Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið?
Orðasambandið að bæta úr skák er þekkt í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Merkingin er ‛að bæta úr einhverju’ og er orðasambandið mjög oft notað neitandi, þ.e. „það bætir ekki úr skák að ...“. Líkingin á rætur að rekja til skáktafls. Halldór Halldórsson prófessor fjallaði um orðsambandið í dokt...
Af hverju hafa karlmenn geirvörtur?
Greinilegt er að margir hafa velt þessari spurningu fyrir sér. Aðrir spyrjendur eru Kjartan Guðmundsson, Gunnlaugur Johnson, Ingvi Gautsson, Hera Ólafsdóttir, Andri Þorvaldsson, Orri Steinarsson, Þorsteinn Pálmason, Georg Ólafsson, Árni Ólafsson, Ólafur Hlynsson og Sirrý Ólafsdóttir. Hér er einnig að finna sva...
Hvað hafa kolkrabbar marga arma?
Kolkrabbar kallast á ensku octopus og á latínu Octopoda, en bein íslensk þýðing á þessum orðum myndi vera áttfætlingur eða átta arma dýr. Þetta er mjög lýsandi fyrir útlit kolkrabba þar sem þeir hafa átta arma, en reyndar geta armarnir stundum verið færri þar sem eitt af varnarviðbrögðum kolkrabba er að aflima sig...
Hvað getið þið sagt mér um Henri Poincaré og framlag hans til stærðfræðinnar?
Henri Poincaré (1854-1912) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og vísindaheimspekingur. Hann kom víða við á ævi sinni, og er meðal annars minnst fyrir vinnu sína við afleiðujöfnur, stjarnfræði, afstæðiskenninguna, og grannfræði. Best þekkta verk Poincaré er sennilega Poincaré-tilgátan í grannfræði, sem stó...
Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?
Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...
Hver er Nel Noddings og hvert er hennar framlag til menntunarfræða?
Nel Noddings er fædd 1929 og starfaði sem stærðfræðikennari í grunn- og framhaldsskólum á árunum 1949-1972. Hún lauk doktorsprófi 1975 og hefur starfað við Stanford-háskóla frá árinu 1977 þar sem hún er prófessor í menntaheimspeki. Flest verk Noddings, um 30 bækur og 200 greinar, tengjast því að umhyggja sé grundv...
Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Geirsdóttir rannsakað?
Áslaug Geirsdóttir er prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og stundar rannsóknir í jöklajarðfræði og fornloftslagsfræðum. Hún og samstarfshópur hennar hafa fengist við rannsóknir á loftslagsbreytingum á Íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu á ýmsum tímakvörðum með sérstakri áherslu á jöklunarsögu Íslands...
Voru einhverjir krakkar á Þingvöllum 17. júní 1944?
17. júní 1944 er einn merkasti dagur í sögu Íslendinga. Þá var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Fjölmenni var saman komið þennan gleðiríka dag á Þingvöllum og víðar á landinu að fagna fengnu frelsi við endalok hartnær sjö alda skeiðs erlendra yfirráða. Þeir sem hafa séð myndir af hátíðinni á Þingvöllum t...
Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?
Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...