Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6028 svör fundust
Er satt að það fylgi því hamingja að hengja skeifu fyrir ofan hurð? Getið þið útskýrt þessa goðsögn?
Elstu heimildir um að notaðar séu járnskeifur á hesta eru frá 5. öld. Á Norðurlöndum fóru menn þó ekki að járna hesta fyrr en snemma á 9. öld. Skeifur hafa lengi verið taldar lukkutákn og það þykir happafengur að finna skeifu á förnum vegi. Margir hafa fyrir sið að taka slíka skeifu með sér heim og hengja hana up...
Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og hvað notaði það áður?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og á hvað skrifaði það þegar það var ekki búið að finna upp að skrifa á skinn? Talið er að Súmerar, sem bjuggu í Mesópótamíu (núverandi Írak), hafi fundið upp ritlistina fyrir um 5500–6000 árum. Þeir skrifuðu í mjúkan leir sem þeir her...
Hvað er fitusprenging og hvernig er mjólk fitusprengd?
Hér er einnig svarað spurningunum:Tíu ára syni mínum langar svo að vita hvað fitusprenging í mjólk er. Hvernig virkar fitusprenging í mjólkurafurðum? Þ.e.a.s hvernig fer hún fram? Mjólk sem kemur beint úr spenum kúa inniheldur um 3,8-4,2% fituefni á formi fitukúla (e. fat globules). Þessar fitukúlur eru um 0,1...
Mynda hommar og lesbíur alltaf kjarna á milli sín því þau eru minnihlutahópar?
Eins og allir aðrir alast lesbíur og hommar upp í samfélagi þar sem gagnkynhneigð er ríkjandi og samkynhneigðir eru í minnihluta. Þótt afar erfitt sé að segja nákvæmlega til um fjölda samkynhneigðra, meðal annars vegna þess að samkynhneigð er skilgreind á mismunandi vegu í ólíkum rannsóknum, þá er yfirleitt miðað ...
Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)?
Upphaf ameríska bolabítsins má rekja til Bretlandseyja en fyrr á öldum var hann mjög vinsæll þar og gegndi margvíslegum „störfum“ fyrir mannfólkið. Hann var mest notaður allra hundaafbrigða í landbúnaði, til dæmis sem varðhundur, hann var vanur að vera innan um búfénað og gætti hans gegn ýmsum rándýrum og þjófum. ...
Hvaðan kemur orðið vegasalt?
Nafnið á leiktækinu vegasalt er sett saman úr sögninni að vega 'lyfta, vigta' og nafnorðinu salt. Talað er um að vega salt, til dæmis "Eigum við að vega salt?", oft stytt í: "Eigum við að vega?" Orðin flytjast síðan frá athöfninni yfir á verkfærið og til verður heitið vegasalt. Líkingin er sennilega sótt til þess ...
Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum. EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Ísla...
Hvernig haldast ský saman?
Ský gefa okkur innsýn í eilífa samkeppni rakaþéttingar og uppgufunar. Skýið sýnir hvar rakaþéttingin hefur betur. Til að rakaþétting geti náð undirtökunum þarf raki sem er í lofti að kólna. Það getur átt sér stað á nokkra vegu, en uppstreymi er langalgengasta ástæða skýjamyndunar. Uppstreymi á sér einkum stað ...
Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?
Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...
Hvað er gosaska?
Í stuttu máli er gosaska fínkornótt mylsna af hraðkældri bergbráð. Askan myndast þegar glóandi bráð freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út við þrýstilétti, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tappinn er tekinn af. Mylsnan kólnar svo hratt að kristallar mynd...
Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir?
Eins og lesa má í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir? hefur verið deilt um hvort greind sé meðfædd eða áunnin. Helstu rannsóknirnar í þessu sambandi snúa að eineggja tvíburum sem hafa verið skildir að við fæðingu, þó að öðrum ástæðum en til að gera rannsóknina!...
Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið en af hverju eru jólin ekki þá? Af hverju tók kirkjan yfir þessa vetrarhátíð? Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist og gerir kirkjan ekkert endilega ráð fyrir því að það hafi verið 25. desember. Heimildir dygðu engan veginn til að ákvar...
Hvað eru blakkahraun?
Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila og hafa yfirleitt andesít-samsetningu, þótt dæmi séu um slík hraun úr dasíti.[1] Þau einkennast af karga sem er brotinn upp í blokkir og svipar til apalhrauna í uppbyggingu og formi, þótt þau séu almennt þykkri og styttri. Myndunarferlin eru líka svipuð, og blakk...
Hvernig myndast eyrar í fjörðum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast eyrar í fjörðum? Og hvaða lögmál eru þar ríkjandi (fallstraumar, Corioliskrafur o.fl.)? Dæmi um eyrar eru Oddeyrin á Akureyri, Þormóðseyri á Sigló, Eyrin við Skutulsfjörð (Ísafjörður). Í stuttu máli: Hafaldan rýfur landið og rótar upp möl og sandi við strönd...
Hvernig verkar sjónvarp?
Rafeindabyssa í myndlampa sjónvarpsins skýtur rafeindum á skjáinn og þar sem rafeindirnar lenda lýsist skjárinn upp og við sjáum ljós. Til þess að þetta gangi upp þarf skjárinn að vera húðaður að innan með efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir skella á því. Til að fá svarthvíta myn...