Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2942 svör fundust
Hvað eiga menn við þegar þeir 'leggja höfuðið í bleyti'?
Við notum orðasambandið 'að leggja höfuðið í bleyti' til dæmis þegar við ætlum að hugsa eitthvað vel og lengi eða brjóta eitthvað vandamál til mergjar. Ef vinkona okkar spyrði til dæmis spurningarinnar: "Dettur þér eitthvað í hug til að koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla í heiminum?" Þá væri ekkert vitla...
Eru ósannar fullyrðingar fleiri en sannar? Er til sönn fullyrðing fyrir hverja ósanna? Er hægt að ljúga meiru heldur en segja satt?
Til sérhverrar fullyrðingar, F, svarar önnur, nefnilega fullyrðingin "Það er ekki satt að F" (eða einfaldlega "ekki-F"), sem er sönn þá og því aðeins að F sé ósönn, það er að segja ef F er sönn, þá er ekki-F ósönn, og ef ekki-F er sönn, þá er F ósönn. Því hljóta sannar fullyrðingar að vera nákvæmlega jafnmargar og...
Hverju svaraði Jesús þegar farísear spurðu lærisveinana hvers vegna meistari þeirra æti með tollheimtumönnum og bersyndugum?
Sagan er sögð í Matteusarguðspjalli (9:10-9:17): Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndug...
Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta?
Í Stafsetningarorðabókinni frá 2006 eru birtar ritreglur sem byggðar eru á auglýsingum menntamálaráðuneytisins, síðast 1977. Þar er sérstakur kafli um punkt (XV) en ekki er tekið þar á því atriði sem spurt var um. Í bókinni sjálfri sést að aðeins eitt stafbil er haft á eftir punkti og er almennt mælt með þeirri ve...
Hvernig er best að skilgreina hið vonda?
Spurningin er viðamikil. Við leiðum hugann frá atriðum sem eru fólgin í orðalagi þó að vert sé að taka eftir þeim. Sér í lagi hljótum við að benda á að hér er beðið um bestu skilgreiningu en nokkrar eru sannarlega mögulegar og hvorki ljóst hvað mundi gera einhverja þeirra besta – er það sú nothæfasta eða sú rétta?...
Hver var Kallíkles og hvers vegna taldi Sókrates hann geðveikan?
Kallíkles er persóna í samræðunni Gorgías eftir Platon. Ekki er vitað með vissu hvort Kallíkles þessi var söguleg persóna eða ekki enda engar heimildir um hann aðrar en Gorgías. Flestir fræðimenn hallast þó að því að Kallíkles hafi verið til en sé ekki einber tilbúningur Platons. Sumir hafa þó reynt að færa rök fy...
Getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Öll vitum við að líkamsrækt styrkir vöðva og örvar blóðflæði um líkamann, flutning súrefnis frá lungum til vöðva og koltvísýrings frá vöðvum að lungum. En getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum? Kjarni þess sem ég er hugsa, er að ég vildi gjarnan fá einfalt svar við því hv...
Hvort erum við komin af öpum eða fiskum?
Því miður er ekki fullljóst hvað átt er við með spurningunni. Mennirnir eru ekki "komnir af" þeim tegundum lífríkisins sem lifa á jörðinni núna. Hins vegar er allt líf á jörð komið af einni rót, og því eiga allar lífverur á jörðinni sér sameiginlegan forföður ef rakið er nógu langt aftur í tímann. Tími jarðsögu og...
Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?
Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi: Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt. Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hva...
Hvað getið þið sagt okkur um höfrungategundirnar létti og rákaskoppara?
Léttir (Delphinus delphis) er smávaxin höfrungategund. Hann er grannvaxinn og afar straumlínulaga líkt og einkennandi er fyrir flestar tegundir höfrunga. Trýnið er langt og mjótt og vel aðgreint frá háu enninu. Léttir er svartur eða dökkgrár að ofan með hvítan kvið. Höfrungar af þessari tegund eru mikil hópdýr og ...
Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Hel...
Af hverju svífur fólk í geimnum?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig er þyngdarleysi? (Sturla Skúlason, f. 1995) Er hægt að yfirvinna þyngdarafl jarðar án þess að fara út í geim? Hvernig? (Jón Geir Sveinsson, f. 1991) Á milli allra hluta verkar aðdráttarkraftur sem kallast þyngdarkraftur. Hann verkar bæði milli stórra hluta, eins o...
Á að segja: „Að leggja að velli“/„að leggja af velli“; „að gefnu tilefni“/„af gefnu tilefni“; „að leggja að mörkum“/„að leggja af mörkum“?
Leggja einhvern að velli: Merkingin er að 'fella einhvern, sigra einhvern'. Að baki liggur nafnorðið völlur og á orðasambandið rætur að rekja til þess er menn féllu til jarðar í bardaga. Þeir féllu þá til jarðar, að vellinum. Þess vegna er forsetningin að sú sem nota á. Að gefnu tilefni: Í þessu fasta orðasamba...
Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi?
Spurningunni er ekki auðvelt að svara. Svarið fer eftir því við hvað er miðað. Ef átt er við þann fjölda nafna sem Íslendingar hafa borið svo vitað sé eru nöfnin rúmlega 6000. Ef aðeins er átt við þau nöfn sem nú eru í notkun eru þau heldur færri. Árið 1983, þegar ég lét athuga fyrir mig fjölda nafna á þjóðskrá, v...
Hvað er að fá sér einn gráan?
Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu. Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða ...