Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 942 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar og hvernig eru þeir nýttir?

Trúðfiskar (ættkvíslin Amphiprion) eru af yfirflokki beinfiska (Osteichthyes) og flokki geislaugga (Actinopterygii). Geislauggar eru tegundaauðugasti flokkur hryggdýra og til hans teljast á milli 20 og 30 þúsund tegundir. Þess má geta að geislauggar eru eini hópur fiska sem hafa sundmaga. Trúðfiskur af tegundi...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?

Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...

category-iconHugvísindi

Voru þrælar í Róm til forna notaðir í annað en að vera skylmingaþrælar?

Rómverjar notuðu þræla til margvíslegra starfa og skylmingaþrælar voru einungis ein stétt þræla. Upphaflega voru þrælar tiltölulega fáir, þrældómur hjá Rómverjum var þá einhvers konar skuldaánauð auk þess sem foreldrar gátu selt börn sín í þrældóm til þess að losna undan skuldum. Þessu var þó takmörk sett því að í...

category-iconLæknisfræði

Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?

Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál. Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað olli frostavetrinum mikla 1918?

Janúarmánuður var langkaldasti mánuður frostavetursins 1918, svo kaldur að hann stendur einn undir nafngiftinni. Mjög eindregin norðanátt var ríkjandi í mánuðinum og hún var venju fremur köld vegna þess að sérlega mikill hafís var í norðurhöfum, bæði í Austur-Grænlandsstraumnum og í Barentshafi. Haustið 1917 v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er sagan á bak við hátíðahöld um verslunarmannahelgina?

Verslunarmannahelgin er kennd við frídag verslunarmanna fyrsta mánudag í ágúst. Sú dagsetning hefur haldist óbreytt frá 1934. Áður höfðu verslunarmenn í Reykjavík átt frídag á ýmsum dögum frá 1894. Tímasetningin á rót að rekja til þjóðhátíðarinnar 2. ágúst 1874. Hennar var reglulega minnst í Reykjavík kringum alda...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvar eru rauðhærðir algengastir?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í hvaða landi eða landsvæði eru rauðhærðir algengastir? Hvar er Ísland í röðinni hvað varðar hlutfall rauðhærðra? Er hægt að sjá með DNA-rannsókn hvaðan rauðhærðir Íslendingar koma? Rautt hár er algengast meðal Vesturlandabúa, en nær óþekkt hjá upprunalegum ættbálkum Afríku, A...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu mörg íslensk handrit eru varðveitt í útlöndum?

Á 14. öld framleiddu Íslendingar handrit til útflutnings á Noregsmarkað og einhver þeirra kunna að vera varðveitt enn í bútum og brotum, en varla heil eintök. Undir lok 16. aldar fengu danskir og sænskir fræðimenn áhuga á íslenskum fornritum og handrit tóku að slæðast úr landi. Enn jókst straumurinn um miðja 17. ö...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um jarðfræði Landmannalauga?

Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti áfangastaðurinn á hálendi Íslands og einn sá mest ljósmyndaði. Svæðið umhverfis Laugar er enda eitt það fjölbreyttasta og litríkasta á hálendinu. Landmannalaugasvæðið er þekkt fyrir margbreytilega og býsna flókna jarðfræði. Eldvirknin við Landmannalaugar tengist mikilli meg...

category-iconMannfræði

Hvað var gert við hina látnu hjá neanderdalsmönnum?

Neanderdalsmenn voru uppi frá því fyrir um 130.000 árum og þar til fyrir rétt innan við 30.000 árum. Þeir voru því uppi á ísaldarskeiði í um það bil hundrað þúsund ár. Þeir hafa nokkra sérstöðu meðal yngri tegunda homo og er deilt um hvort þeir hafi verið hlekkur í þróunarkeðju hans í þeim skilningi að tegundin ha...

category-iconStærðfræði

Er hægt að teikna 19-hyrning með allar hliðar jafnlangar? Ef það er hægt, hvernig þá?

Hér að ofan má sjá mynd af 19-hyrningi sem hefur allar hliðar jafnlangar. Hann er teiknaður með því að búa til 19 jafnlöng strik og hafa jafnstórt horn milli hverra tveggja aðliggjandi strika. Engu máli skiptir hve margar hliðarnar (eða hornin) eru; það er alltaf hægt að teikna marghyrning sem hefur allar...

category-iconMálvísindi: almennt

Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum?

Það er mjög erfitt að reikna út hversu mörg tungumál eru til í heiminum. Mörg tungumál hafa aldrei verið rannsökuð og mörg þeirra eiga sér ekki ritmál. Einnig er í mörgum tilvikum erfitt að ákvarða hvort fólk tali ólíkar mállýskur af sama tungumáli eða hvort það tali ólík tungumál. Yfirleitt geta Svíar og Norðmenn...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir?

Í gamla daga voru hestar notaðir til þess að bera hey í hlöðu á Íslandi enda voru engar nútíma landbúnaðarvélar til og nánast engir vegir. Lítið var notast við hestvagna og þá helst litla tvíhjóla vagna. Heyið var slegið og þurrkað úti á túni eða á engjum. Heyinu var svo rakað saman í sátur og þær bundnar í...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru tíu mílur margir km?

Ef spyrjandi hefði viljað vita hve margar tommur væru í kílómetra eða hve margar mínútur væru í viku hefðum við ekki átt í neinum vandræðum með að svara honum. En þar sem mílan er misjafnlega löng eftir því hvort maður er staddur á sjó eða landi, og jafnvel mislöng eftir því í hvaða landi maður er, reynist svarið ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?

Svarið við þessari spurningu er einfalt ef miðað er við orðanna hljóðan: Það eru næstum 100% líkur á því að Snæfellsjökull gjósi. Megineldstöðin Snæfellsjökull ber öll merki þess að vera virk. Hún hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum og er ein af um það bil 30 virkum megineldstöðvum á Íslandi. ...

Fleiri niðurstöður