Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5293 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hægt að auka súrefnisupptöku í blóði, til þess að bæta árangur með löglegum hætti í hlaupum?

Árangur í langhlaupum er sterklega tengdur getu vöðvanna til að nota súrefni. Hjá heilbrigðu fólki geta vöðvarnir notað mun meira af súrefni en blóðið nær að flytja til þeirra. Því skiptir verulegu máli hversu mikið súrefni blóðið getur flutt. Súrefni, eins og flest annað efni, flæðir frá svæðum þar sem styrk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um otur?

Otrar tilheyra ætt marðardýra (Mustelidea) en það er ein stærsta ætt rándýraættbálksins. Dæmi um önnur marðardýr eru hreysikettir, minkar, greifingjar og skúnkar. Otrar eru í reynd 13 tegundir sem skipt er í fjórar ættkvíslir. Sú tegund sem Evrópumenn kannast helst við er evrópski oturinn eða hinn eiginlegi otur (...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?

Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...

category-iconVísindi almennt

Hvað er vísindafræði?

Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur ofþjálfun á líkamann?

Skilgreiningar á ofþjálfun (e. overtraining) hafa verið á talsverðu reiki og orðið er bæði notað í mjög þröngri merkingu en einnig mjög víðri. Ofþjálfun er því oft notað yfir mörg mismunandi fyrirfæri í líkamanum. Árið 2013 var sett fram skilgreining sem flestir fræðimenn hafa stuðst við síðan.[1] Í henni felst að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hefur óvissulögmál Heisenbergs haft á heimsmynd vísindamanna?

Óvissulögmál Heisenbergs segir fyrir um það til dæmis að margfeldi af óvissunni í stað og skriðþunga tiltekinnar agnar í ákveðna stefnu sé alltaf stærra en tiltekið lágmark. Þess vegna er ógerlegt að ákvarða báðar stærðirnar í senn án óvissu. Þetta breytir hugmyndum vísindanna um hreyfingu, orsakir og löggengi. Mi...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig finnið þið út fjarlægðirnar í geimnum?

Þetta er góð spurning og varðar grundvallaratriði í stjarnvísindum því að fjarlægð stjarna og vetrarbrauta skiptir að sjálfsögðu sköpum þegar menn meta mikilvæga eiginleika þeirra, svo sem raunverulega birtu. Í stuttu máli má segja að menn beiti mjög mismunandi aðferðum við þetta eftir því hver fjarlægðin er. Það ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hvern hátt er ammóníak hættulegt fyrir mann, fyrir utan óþolandi lyktina?

Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður, en þá er loftþrýstingur 105 Pa og hiti 25°C). Í sameind ammóníaks er ein köfnunarefnisfrumeind (N; einnig kallað nitur) og þrjár vetnisfrumeindir (H) og er hún táknuð með efnaformúlunni NH3. Ammóníak veldur óþægindum og árei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er maður lengi að rotna eftir að hann er grafinn?Hvernig rotna menn, það er hvernig er rotnunarferlið?Af hverju rotna manna- og dýralíkamar eftir dauðann? Hvaðan koma rotverurnar (litlu hvítu ormarnir) sem éta lífverur eftir að þær deyja?Fræðin um niðurbrot líkama eftir dauð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um flóðsvín?

Lengi vel áttu fræðimenn erfitt með að trúa því að flóðsvín (Hydrochoerus hydrochaeris) væru nagdýr, enda eru þau um 60 cm á herðakamb og vega um 50 kg. Fyrst í stað vildu þeir flokka þau í sömu ætt og fíla en eftir ítarlegar samanburðarrannsóknir virtust þau líkjast villinaggrísum í Suður-Ameríku og þess vegna se...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur vatn látið fljótandi hraun harðna?

Öll föst efni, sem við köllum líka storku, breytast í vökva og síðan í gas ef þau eru hituð nógu mikið. Gös breytast líka í vökva eða storku og vökvi í storku ef efnið er kælt nægilega. Hraunin sem við sjáum í kringum okkur á Íslandi hafa þannig öll storknað við kælingu, yfirleitt í snertingu við loft eða vatn. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?

Áður en spurningunni er svarað beint er vert að huga aðeins að orðanotkun. Orðasamböndin 'hrein mey' og 'hreinn sveinn' hafa löngum verið notuð um einstaklinga sem eru orðnir kynþroska en hafa ekki haft samfarir. Þessi orðanotkun hefur sætt gagnrýni enda felst í henni að kynlíf sé eitthvað óhreint og skítugt. Með ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig ferðast ljósið?

Ljósið hegðar sér ýmist sem agnir eða bylgjur eftir aðstæðum. Þegar það birtist sem agnir ferðast það á afar einfaldan hátt eftir beinum línum. Þegar það kemur fram sem bylgjur er hegðun þess að flestu leyti hliðstæð öðrum bylgjum sem við þekkjum, svo sem bylgjum á vatni, bylgjum í streng, hljóðbylgjum í lofti eða...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir bæjarnafnið Hrifla?

Bærinn Hrifla er í gamla Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, nú Þingeyjarsveit. Jörðin liggur vestan Skjálfandafljóts, ekki langt frá Goðafossi. Nafnið mun upphaflega hafa verið Hriflugerði en síðan styst í Hriflu. Elsta dæmið um nafnið í skjölum er frá 1390 og stendur þar „hriflugerdi“. Nafnið hefur stundum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju höggva spætur í tré?

Spætur eru tiltölulega algengar í skóglendi og víðar í Evrasíu, Ameríku og Afríku en lifa ekki í Eyjaálfu og á Madagaskar. Spætutegundir eru mjög mismunandi að stærð, allt frá fuglum sem eru um 7 cm og vega örfá grömm upp í stóru gránuspætuna (Mulleripicus pulverulentus) sem finnst í regnskógum Suðaustur-Asíu o...

Fleiri niðurstöður