Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1320 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?

Í mannslíkamanum eru 206 bein. Þau eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni, sem heldur uppi bolnum, eru 80 bein og í limagrindinni, sem er í handleggjum og fótum eru 126 bein. Maðurinn hefur þróast þannig að vöðvum sem tengjast beinum í ásgrindinni (stöðuvöðvar) og vöðvum sem tengjast beinum í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig vita menn að flugur sjá allt í bláu?

Okkur er ekki kunnugt um að skordýr sjái allt í bláu. Þekkt er þvert á móti að litasjón kemur fyrir hjá skordýrum í flestum ættbálkum enda kemur hún sér vel fyrir þau. Almennt hafa skordýr þó betri næmni fyrir bláa hluta litrófsins og nær sjónsvið þeirra í sumum tilfellum yfir í útfjólublátt. Þannig sjá þau útfjól...

category-iconLögfræði

Hver á forkaupsrétt á landi sem er í óskiptri sameign tveggja einstaklinga, sem eiga ójafna hluta í landinu? Skiptir lögheimili eiganda þá máli?

Í 3. grein jarðalaga, laga númer 65 frá árinu 1976 segir að lögin taki til: jarða, jarðarhluta, afréttarlanda, öræfa og landspildna, svo og til ítaka, skóga, vatnsréttinda, veiðiréttinda og hvers konar annarra hlunninda, hvort sem þau eru skilin frá jörð eður ei. Þéttbýlissvæði, sem skipulögð eru fyrir fasta búset...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað heita tungl Mars?

Mars hefur tvö lítil tungl, Fóbos (e. Phobos) og Deimos. Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall sá þau fyrstur manna árið 1877. Þá var Mars bæði í gagnstöðu (e. opposition) og sólnánd (e. perihelion), en þá er fjarlægð hans frá jörð í algeru lágmarki. Tunglin draga nöfn sín af hestunum sem drógu vagn stríðsg...

category-iconVísindavefur

Af hverju gáfuð þið út bók?

Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt. Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við tö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?

Í æðarvarpi má nær undantekningarlaust sjá að kollurnar liggja á eggjunum. Þó þekkist það að blikar bregði sér í það hlutverk en það er afar sjaldgæft, helst gerist það þegar kolla skreppur stutta stund frá hreiðrinu. Æðarkollur liggja yfirleitt á eggjunum. Æðarfuglinn (Somateria mollissima) er algengasta ön...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'?

Táknið '&' nefnist 'ampersand' á ensku. Við vitum hins vegar ekki til þess að það hafi fengið sérstakt heiti á íslensku, en ef til vill mætti nefna það 'og-merki'. Í ensku kemur það í staðinn fyrir orðið 'and' sem er einum staf lengra en íslenska orðið 'og', og þessi lengdarmunur kann að vera ein ástæðan til þes...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var byrjað að rita ð á Íslandi?

Stafurinn þ var í elstu handritum ekki aðeins notaður í framstöðu (fremst í orði) eins og nú heldur einnig í innstöðu (inni í orði) og bakstöðu (aftast í orði) þar sem nú er skrifað ð, til dæmis þýða, það. Í þessum orðum var þá ritað þ þar sem nú er ð. Stafurinn ð er hingað kominn frá Norðmönnum sem tóku hann upp ...

category-iconLögfræði

Við erum nokkur sem langar til að vita hvernig eigi að stofna sértrúarsöfnuð?

Sértrúarsöfnuður nefnist á ensku sectarian eða sect sem er dregið af latneska orðinu secta sem merkir til dæmis 'lífsmáti, áætlun, leið'. Í klassískri latínu var secta til dæmis notað um þá sem aðhylltust ákveðnar stjórnmálaskoðanir eða fylgdu flokkslínum. Talið er að orðið sectarian hafi fyrst verið notað um miðj...

category-iconNæringarfræði

Í hvaða fæðutegundum er nikkel?

Nikkel er að finna í fjölda fæðutegunda. Yfirleitt er töluvert meira nikkel í fæðutegundum úr jurtaríkinu en dýraríkinu. Í hnetum er til að mynda heilmikið nikkel en tiltölulega lítið er af því í mjólkurmat, fiski og eggjum. Aðrar fæðutegundir sem innihalda nikkel í ríkum mæli eru súkkulaði, þurrkaðar baunir og ým...

category-iconBókmenntir og listir

Eru þýddar riddarasögur sérstök bókmenntagrein?

Hugtakið riddarasögur er notað um veraldlegar frásagnarbókmenntir sem voru þýddar á norræna tungu á miðöldum. Einnig eru til margar frumsamdar riddarasögur en um þær er ekki fjallað hér. Í öðru bindi Íslenskrar bókmenntasögu fjallar Torfi H. Tulinius um riddarasögur. Þar er meðal annars að finna lista yfir þýdd...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð sólin til?

Svonefnd geimþokukenning útskýrir hvernig sólkerfið okkar varð til. Samkvæmt henni myndaðist sólkerfið í geimþoku fyrir um það bil 4,6 milljörðum ára. Mynd eftir William K. Hartmann sem á að sýna uppruna sólkerfisins. Höggbylgjur frá sprengistjörnum í geimþokunni mynduðu hvirfla í þokunni sem byrjuðu að falla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hve hratt fer Boeing 747?

Þota af gerðinni Boeing 747 flýgur á um 85% af hljóðhraða (0.855 Mach). Þetta eru um 912 km/klst. Þessi þota, einnig kölluð júmbóþota vegna stærðar sinnar, er mikið notuð bæði í farþegaflugi og vöruflutningum. Hún er þá helst notuð á löngum flugleiðum, svo sem milli á milli London og Singapore eða milli Los Angele...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvort átt er við villifé eða tamið sauðfé. Ef verið er að spyrja um hversu margar gerðir af villifé séu til þá er svarið eftirfarandi: Í Asíu voru til fjórar gerðir af villifé í árdaga. Ein þeirra var Bighorn eða stórhyrningur (Ovis canadensis) sem líklega lifði í au...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir holið í Hollandi?

Hol-ið í landaheitinu Holland er alls engin hola eða holrúm heldur táknaði það upprunalega skóg. Holland hét áður fyrr Holtlant, en það merkir bókstaflega skóglendi. 'Holt' þýðir skógur og 'lant' er sama og 'land'. Síðan hefur t-ið fallið úr nafninu. Horft til himins úr holtlendi. Eldri merking orðsins holt á ...

Fleiri niðurstöður