Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1240 svör fundust
Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?
Véfréttin í Delfí var staður þar sem Forngrikkir gátu fengið goðsvar frá hofgyðju Apollons. Delfí var forngrísk borg í suðurhlíðum Parnassosfjalls í Fókishéraði. Eldra nafn borgarinnar var Pýþó, dregið af nafni Pýþonsslöngu sem Apollon átti að hafa drepið. Ekki er ljóst af hverju borgin var síðan nefnd Delfí, s...
Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað?
Fyrsta forritunarmálið er talið vera Plankalkül, sem skilgreint var af Konrad Zuse á árunum 1942-1946. Þó var skilgreining málsins ekki gefin út opinberlega fyrr en árið 1972. Sökum þess hve seint skilgreining Plankalkül var gefin út var það aldrei notað og hafði því ekki mikil áhrif á þróun forritunarmála. Þess m...
Af hverju slást kettir þegar þeir hittast?
Það geta verið margar ástæður fyrir því að það kastast í kekki milli katta (Cattus domesticus). Sennilega má þó oftast rekja slagsmál þeirra til landamæradeilna en allir kettir, hvort sem þeir eru heimiliskettir eða villt kattadýr, helga sér óðal. Meðal villtra kattadýra er það nær algild regla að karldýrin he...
Hvernig kemur maður hugmynd að tölvuleik á framfæri?
Fyrir nokkrum áratugum var leikjagerð tiltölulega einföld. Oft sá einn aðili um alla þætti framleiðslunnar: Hönnun, forritun, grafík og hljóð. Nú til dags er framleiðsluferli tölvuleikja töluvert frábrugðið. Á bak við hvern útkominn leik liggur oft á tíðum vinna hundruða, ef ekki þúsunda, manna og algengt er að ko...
Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn?
Stærsta tala sem gefið hefur verið nafn kallast googolplex og er 10(10100). Árið 1938 ákvað bandaríski stærðfræðingurinn Edward Kasner (1878–1955) að reyna að finna gott nafn fyrir 1 með hundrað núllum fyrir aftan. Hann vildi sérstaklega að nafnið vekti athygli og áhuga barna og leitaði því aðstoðar frænda sinn...
Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Er möguleiki að flytja til Íslands pandahún sem verður alltaf lítill, sem sagt verður ekkert allt of stór? Er til pöndutegund sem verður alla sína ævi lítil? Tvær dýrategundir eru nefndar pöndur í daglegu máli í íslensku og reyndar einnig á enskri tungu. Þetta er þó ekki fl...
Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað þar sem nokkrar tegundir eru áþekkar að stærð. Þrjár tegundir koma helst til greina:risadoðra (Ardeotis kori) trölldoðra (Otis tarda)hnúðsvanur (Cygnus olor) Mælingar á meðalþyngd þessara fugla gefa til kynna að risadoðran sé þeirra stærst. Karlfuglinn sem er um þrisvar sinnum þ...
Er það lögbrot að ganga yfir á götu á rauðu ljósi?
Í 12. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir meðal annars: Þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum má einungis ganga yfir akbraut þegar grænt ljós er fyrir umferð gangandi vegfarenda eða lögreglan gefur til kynna með merkjagjöf að umferð gangandi sé heimil. Það er því bannað með lögum að ganga...
Við bræðurnir lentum í rifrildi um hvort íslenski hákarlinn sé í útrýmingarhættu. Við viljum að þið hafið lokaorðið og segið okkur hvort svo sé.
Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland? Kunnasta tegundin ber latneska heitið Somniosus microcephalus og heitir einfaldlega hákarl á íslensku en gengur einnig undir heitinu grænlandshákar...
Sjávardýrið krill er ein helsta fæða mörgæsa. Hvert er íslenska nafn þessa sjávardýrs?
Sjávardýr það sem á ensku kallast krill (Euphausia superba) og er mikilvæg fæða sumra mörgæsategunda hefur venjulega verið kallað kríli á íslensku eða suðurhafskríli en einnig hafa líffræðingar kallað tegundina suðurhafsljósátu. Undirritaður hefur vanist seinna nafninu og mun nota það í þessu svari. Suðurhafsl...
Hvað éta sílamávar?
Sílamávurinn (Larus fuscus) er líkt og aðrir mávar af Larus-ættkvíslinni mikill tækifærissinni í fæðuvali. Rannsóknir hafa þó sýnt að á sumum stöðum eru ýmsar tegundir sjávarhryggleysingja svo sem krabbadýr (Crustacea) og skrápdýr (Echinodermata) stór hluti af fæðu hans þótt það eigi ekki endilega við hér á landi....
Hvaða stjarna skín svona skært á suðausturhimninum?
Mjög góðar og aðgengilegar stjörnufræðiupplýsingar á íslensku er að finna á Stjörnufræðivefnum. Undir valmyndinni Stjörnuskoðun er hægt að fara inn á Stjörnuskoðun í kvöld og skoða stjörnukort fyrir viðeigandi mánuð. Þegar þetta svar er skrifað er hægt að skoða stjörnukort fyrir Ísland í september 2010. Stjörnumer...
Hver fann upp spegilinn og hvenær?
Þetta er ágæt spurning en því miður er ekki vitað með fullri vissu hver fann upp spegilinn. Elstu speglar sem vitað er um eru frá því um 6000 f.Kr. Þeir fundust í Anatólíu þar sem nú er Tyrkland. Enn fremur hafa speglast fundist í Mesópótamíu (Mið-Austurlönd) frá því um 4000 f.Kr., í Egyptalandi frá 3000 f.Kr. og...
Hvernig varð heimurinn til?
Vísindamenn telja að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Edwin Hubble komst að því á 3. áratug síðustu aldar að heimurinn væri að þenjast út en hann tók eftir því að ljósið sem barst frá fjarlægum vetrarbrautum virtist fjarlægjast okkur. En ef alheimurinn er að þenjast út er ljóst að efnið í heiminum hefur á...
Af hverju hafa ekki verið nein norðurljós í vetur?
Norðurljósin eru síbreytileg, alveg eins og veðrið. Þau eiga rætur sínar að rekja til sólarinnar en virkni á yfirborði hennar ræður því hvort norðurljósin láti á sér kræla. Frá sólinni streyma hlaðnar agnir sem komast inn í lofthjúpinn við norður- og suðurpól jarðar. Þessar agnir víxlverka við agnir í lofthjúpnum...