Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við bræðurnir lentum í rifrildi um hvort íslenski hákarlinn sé í útrýmingarhættu. Við viljum að þið hafið lokaorðið og segið okkur hvort svo sé.

Jón Már Halldórsson

Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland? Kunnasta tegundin ber latneska heitið Somniosus microcephalus og heitir einfaldlega hákarl á íslensku en gengur einnig undir heitinu grænlandshákarl.

Stofninn er sennilega ekki stór en rannsóknir skortir svo hægt sé að gefa nákvæmar tölur um stofnstærðina. Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin International Union for the Conservation of Nature and Natural Resources (IUCN) telja tegundina þó vera nærri ógnað (e. near threatened) eða að tilvist hennar verði ógnað í náinni framtíð. Samkvæmt því er hákarlinn ekki í útrýmingarhættu sem stendur.

Rannsóknir skortir á stofnstærð grænlandshákarlsins.

Áður fyrr var grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) talsvert veiddur við Noreg, Ísland og Grænland vegna lifrarinnar. Áætlað er að á 19. öld hafi veiðst um 2-3 þúsund dýr á ári en á öðrum áratug síðustu aldar hafi aflinn farið upp í 32 þúsund dýr að jafnaði og haldist nokkuð mikill þar til markaðir fyrir lifrarolíu drógust verulega saman í kringum 1960.

Í Noregi var hákarlinn talinn skaða fiskveiðar og stjórnvöld reyndu að halda stofnstærðinni niðri. Nú eru ekki stundaðar beinar veiðar á honum nema í einhverjum mæli hjá inúítum á Grænlandi en hann er ekki óalgengur sem meðafli, sérstaklega á rækju- og grálúðuveiðum.

Heimild:

Mynd:

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:
Við bræðurnir lentum í rifrildum um íslenska hákarlinn og hvort hann væri í útrýmingarhættu, hann er nú veiddur í lýsi og var á árum áður notaður sem lampaolía í danska ljósastaura. Hins vegar ætlum við að gefa ykkur lokaorðið og spyrja hvort hann sé í útrýmingarhættu?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.12.2011

Spyrjandi

Steinar Ingi Gunnarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Við bræðurnir lentum í rifrildi um hvort íslenski hákarlinn sé í útrýmingarhættu. Við viljum að þið hafið lokaorðið og segið okkur hvort svo sé..“ Vísindavefurinn, 30. desember 2011, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60518.

Jón Már Halldórsson. (2011, 30. desember). Við bræðurnir lentum í rifrildi um hvort íslenski hákarlinn sé í útrýmingarhættu. Við viljum að þið hafið lokaorðið og segið okkur hvort svo sé.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60518

Jón Már Halldórsson. „Við bræðurnir lentum í rifrildi um hvort íslenski hákarlinn sé í útrýmingarhættu. Við viljum að þið hafið lokaorðið og segið okkur hvort svo sé..“ Vísindavefurinn. 30. des. 2011. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60518>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við bræðurnir lentum í rifrildi um hvort íslenski hákarlinn sé í útrýmingarhættu. Við viljum að þið hafið lokaorðið og segið okkur hvort svo sé.
Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland? Kunnasta tegundin ber latneska heitið Somniosus microcephalus og heitir einfaldlega hákarl á íslensku en gengur einnig undir heitinu grænlandshákarl.

Stofninn er sennilega ekki stór en rannsóknir skortir svo hægt sé að gefa nákvæmar tölur um stofnstærðina. Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin International Union for the Conservation of Nature and Natural Resources (IUCN) telja tegundina þó vera nærri ógnað (e. near threatened) eða að tilvist hennar verði ógnað í náinni framtíð. Samkvæmt því er hákarlinn ekki í útrýmingarhættu sem stendur.

Rannsóknir skortir á stofnstærð grænlandshákarlsins.

Áður fyrr var grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) talsvert veiddur við Noreg, Ísland og Grænland vegna lifrarinnar. Áætlað er að á 19. öld hafi veiðst um 2-3 þúsund dýr á ári en á öðrum áratug síðustu aldar hafi aflinn farið upp í 32 þúsund dýr að jafnaði og haldist nokkuð mikill þar til markaðir fyrir lifrarolíu drógust verulega saman í kringum 1960.

Í Noregi var hákarlinn talinn skaða fiskveiðar og stjórnvöld reyndu að halda stofnstærðinni niðri. Nú eru ekki stundaðar beinar veiðar á honum nema í einhverjum mæli hjá inúítum á Grænlandi en hann er ekki óalgengur sem meðafli, sérstaklega á rækju- og grálúðuveiðum.

Heimild:

Mynd:

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:
Við bræðurnir lentum í rifrildum um íslenska hákarlinn og hvort hann væri í útrýmingarhættu, hann er nú veiddur í lýsi og var á árum áður notaður sem lampaolía í danska ljósastaura. Hins vegar ætlum við að gefa ykkur lokaorðið og spyrja hvort hann sé í útrýmingarhættu?
...