Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1254 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?

Rjúpan (Lagopus muta) er tegund af ætt hænsnafugla (Galliformes) og undirætt orrafugla (Tetraoninae). Rjúpnastofninn hér á landi kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Tengslin við Grænland hafa ekki alveg slitnað því það kemur stöku sinnum fyrir að grænlenskar rjúpur finnist hér á lan...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem meðalhiti frá miðbaugi lækkar í átt að norðurpólnum má búast við að stærsti jökull Íslands sé á Norður-Íslandi en Vatnajökull er á Suður-Íslandi. Hver er skýringin á þessu? Jöklar myndast þar sem veðurfar er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru leðurblökur á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru leðurblökur á Íslandi? Hafa leðurblökur sést eða fundist á Íslandi?Leðurblökur tilheyra ættbálkinum Chiroptera og skiptast í tvo undirættbálka, annars vegar flughunda eða stórblökur og hins vegar smáblökur sem eru hinar eiginlegu leðurblökur (Microchiroptera). Alls eru þ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru vorjafndægur og af hverju verða þau?

Klukkan 16:15 þriðjudaginn 20. mars 2018 verða vorjafndægur á norðurhveli jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu. Þá færist sólin norður yfir miðbaug himins. Á sumarsólstöðum í júní verður sólin svo lengst frá miðbaug himins og byrjar eftir það að lækka aftur á lofti. Dagur og nótt ekki alveg jafn löng Á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um gaupur?

Innan ættkvíslar gaupna Lynx eru fjórar tegundir: gaupa eða evrasíugaupa (Lynx lynx), rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Gaupur eru meðalstór kattardýr sem vega venjulega á milli 5-30 kg. Evrasíugaupan er að jafnaði stærst og vegur venjulega að minnsta kosti 18...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur?

Það eru einkum svokallaðir uppsjávarfiskar sem safnast oft í torfur er geta verið mjög misstórar. Algengustu uppsjávarfiskarnir og þeir sem mest veiðast eru loðna og síld. Allt fram á 7. áratuginn voru miklar síldargöngur við Norður- og Austurland sem komu alla leið frá hrygningarstöðvum sínum við Noreg til Ís...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna er sjórinn saltur?

Seltan í sjónum stafar af efnum sem veðrast hafa úr bergi og borist til sjávar með fallvötnum. Vatnið, eins og önnur efni jarðar, er í eilífri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum, rakinn berst norður á bóginn með loftstraumum þar sem hann þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjór. Reg...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?

Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er "catnip" (kattarminta)?

Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru urriðar í Veiðivötnum af sama stofni og urriðar í Þingvallavatni?

Þegar ísöld lauk fyrir tólf þúsund árum og jökulhellan hopaði, þá hélt urriðinn (Salmo trutta) norður á bóginn og nam land í aurvötnum sem mynduðust þegar jöklar bráðnuðu. Erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós að þetta landnám gerðist í tvennu lagi. Landris og aðrar jarðfræðilegar breytingar á landslagi hafa síða...

category-iconHugvísindi

Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?

Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig fiðrildi er kóngasvarmi? Er það eitrað eða hættulegt? Lifir það á Íslandi?Kóngasvarmi (Agrius convolvuli, e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiðrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingað stundum sem flækingur. Kóngasvarmi (Agrius convo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvort átt er við villifé eða tamið sauðfé. Ef verið er að spyrja um hversu margar gerðir af villifé séu til þá er svarið eftirfarandi: Í Asíu voru til fjórar gerðir af villifé í árdaga. Ein þeirra var Bighorn eða stórhyrningur (Ovis canadensis) sem líklega lifði í au...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru hvalir með langa þarma?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað þarf marga hvalaþarma, ef þú bindur þá saman, til að ná umhverfis jörðina? Hvað er einn hvalaþarmur langur? Hvalir eru með hlutfallslega lengri meltingarveg en menn og aðrir prímatar. Smágirni í mönnum eru sennilega um þrisvar sinnum lengri en heildarlengd (hæð) okkar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru kakkalakkar hættulegir?

Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu. Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að koma...

Fleiri niðurstöður