Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?

Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað mundi gerast ef ég færi inn í svarthol?

Flest við svarthol er ólíkt því sem við eigum alla jafna að venjast. Ef við hugsum okkur að spyrjandi lenti í því óláni að sogast að svartholi er hægt að fjalla um hvað gerist frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar frá sjónarhóli þeirra sem verða vitni að atburðinum og hins vegar frá sjónarhóli þess sem lendir í s...

category-iconHugvísindi

Af hverju merkir það að gera axarskaft að klúðra einhverju?

Til er gömul þjóðsaga sem segir frá karli sem heyrði mjög illa en vildi ekki að aðrir kæmust að því. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (V:399) er sagan sögð á þá leið að karl var eitt sinni úti í skógi að höggva við. Þá sér hann þrjá menn nálgast, tvo ríðandi og einn gangandi. Þá hugsar karl með sér: Nú munu þeir sp...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?

Fuglinn í fjörunni hann heitir már. Silkibleik er húfan hans og gult undir hár. Er sá fuglinn ekki smár, bæði digur og fótahár, á bakinu svartur, á bringunni grár. Bröltir hann oft í snörunni, fuglinn í fjörunni. „Fuglinn í fjörunni“ er gömul alþýðuvísa eða þula sem skáldkonan Theódóra Thoroddsen (1863-1954)...

category-iconHagfræði

Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Spurt er um hjólastækkun á fjórdrifsbílum, öryggi bíla með slík hjól og um reglur ESB um slíka hluti.

Spurningin er svohljóðandi: Af hverju þarf að stækka hjól á fjórhjóladrifsbílum sem notaðir eru á Íslandi? Geta bílar sem breytt hefur verið hvað varðar hjólabúnað, verið hættulegir í notkun? Gefur ESB út reglur varðandi búnað ökutækja? 1. Hjólbarðar eru stækkaðir til að gera þessum bílum fært að komast y...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig svitna kettir?

Kettir svitna mjög lítið þar sem þeir hafa einungis örfáa svitakirtla en kettir og hundar eiga það sameiginlegt að svitna aðeins neðan á loppunum. Kettir eru hins vegar þannig úr garði gerðir að þeir eiga alls ekki erfitt með að eyða heilum degi úti í sólinni þótt þeir séu einungis með örfáa svitakirtla. Kettir...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að ferðast fram í tímann? - Myndband

Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...

category-iconTrúarbrögð

Hver skapaði Guð?

Spurningin felur í sér tilvísun í eina þekktustu röksemdafærslu gegn tilvist Guðs. Gengið er út frá því að allt eigi sér orsök og að ekkert geti verið orsök sjálfs sín. Sé Guð til hlýtur hann að eiga sér utanaðkomandi orsök, að vera skapaður af einhverjum. En þá vaknar spurningin um hver skapaði þann sem skapaði G...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?

Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Lendir einhvern tímann loftsteinn á jörðinni?

Svarið er í stuttu máli það að margir loftsteinar hafa lent á jörðinni og engin ástæða er til að ætla annað en þeir haldi því áfram. Þann 9. október 1992 lenti 12 kg loftsteinn á skottinu á þessum bíl. Á Veraldarvefnum er hægt að lesa meira um Peekskill-loftsteininn á síðunni Peekskill Meteorite Car. En lofts...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um nornirnar þrjár sem spá fyrir um framtíðina í grískri goðafræði?

Hér er líklegast átt við örlaganornirnar þrjár, sem Grikkir nefndu moirai en gríska orðið moira þýðir hlutskipti. Á myndinni hér til hliðar sjást þær á refli frá 16. öld. Örlaganornirnar vissu og réðu hlutskiptum manna allt frá fæðingu. Þær hétu Klóþó, Lakkesis og Atropos. Klóþó er „sú sem spinnur“ en hún var tali...

category-iconFornfræði

Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?

Kvæði gríska skáldsins Hesíódosar, Goðakyn og Verk og dagar, eru meðal mikilvægustu heimilda okkar um gríska goðafræði. Í kvæðinu Goðakyni segir meðal annars frá tilurð heimsins og guðanna, hvernig heimurinn, kosmos, varð til úr ginnungargapinu kaos, og hvernig jörðin gat af sér himininn en þau áttu saman Krónos, ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?

Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma. Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mín...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni snáka?

Steingervingasaga snáka er ákaflega illa þekkt. Bein þeirra eru mjög þunn og hafa varðveist illa í jarðlögum og því eru margar eyður í þróunarsögu snáka. Vísindamenn hafi þó lagt mikla vinnu í að reyna að átta sig á þróunarsögu þessa áberandi hóps skriðdýra. Einkum hafa þeir notast við samanburðarannsóknir á líffæ...

Fleiri niðurstöður