Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir?
Af hverju er hægt að vera gáfaðri en aðrir?Fæðast allir sem eru heilbrigðir með sömu möguleika á að verða jafngáfaðir?Er hægt að auka greind sína á einhvern hátt?Er einhver gáfaðri en annar eða bara alinn upp við jákvæðari skilyrði? Ofangreindar spurningar, sem borist hafa Vísindavefnum, snúast allar um eitt af þr...
Er hægt að halda því fram að eitthvað sé fyndið og eitthvað annað sé það ekki?
Heimspekingar benda gjarnan á fyndni sem dæmigerðan eiginleika sem hlutir hafa aðeins í krafti þess sem er í auga sjáandans, sem má kannski líka kalla huglægan eiginleika. Þannig er oftast litið svo á að brandari sé fyndinn ef og aðeins ef einhverjum finnst hann fyndinn, alveg eins og matur er brag...
Hvernig dó Tolstoj?
Lév Nikolajevítsj Tolstoj greifi fæddist 28. ágúst árið 1828 í Jasnaja Poljana í Túla-héraði í Rússlandi. Foreldra sína missti hann ungur að árum og móður sína þekkti hann aldrei. Sextán ára var hann sendur í fóstur til frænku sinnar í Kazan og stuttu síðar hóf hann nám í austurlenskum málum og lögfræði við háskól...
Hvað er Santería?
Santería eru trúarbrögð sem einkum hafa verið iðkuð á Kúbu. Þau eru afbrigði af Yoruba-trú sem upprunnin er í Nígeríu, Tógó og Benín. Santería er eins konar samsuða úr Yoruba-trú, kristni og Kardec-spíritisma sem rekur rætur sínar til Frakklands um miðja 19. öld. Santería er einnig kölluð Regla de Ocha, Lukumi, La...
Hvað þýðir passía?
Íslenska orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem þýðir þjáning (sbr. passion á ensku, dönsku og þýsku). Passio Christi, þjáning Krists, er heiti þeirra hluta guðspjallanna er greina frá þjáningu Krists. Í textum frá 16. öld kemur orðið passía fyrir sem heiti á þjáningar- eða píslarsögu Jesú Krists. Þá...
Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra?
Spyrjandi biður einnig um myndir af litlum tígrisdýrum.Þrír tígrishvolpar Tígrisynjur (Panthera tigris) gjóta venjulega tveimur eða þremur hvolpum í hverju goti. Þó þekkist að allt að sex hvolpar hafi komið í goti. Afar sjaldgæft er að allir hvolparnir komist á legg, það er frekar regla en undantekning að að minn...
Hvað eru fiðrildahrif og óreiðukenning?
Til þess að skilja fyrirbæri náttúrunnar reyna eðlisfræðingar að gera líkön af þeim. Venjulega er líkanið safn stærðfræðilegra jafna sem vonast er til að lýsi vissum eiginleikum kerfisins nokkurn veginn. Eðlisfræðingar kalla jöfnur sem lýsa hreyfingu kerfis eða þróun þess í tíma oft hreyfijöfnur. Líkönin eru misgó...
Hver var Magnus Olsen og hvert var framlag hans til norrænna fræða?
Magnus Bernhard Olsen var fæddur 28. nóvember 1878 í Arendal á Austur-Ögðum í Noregi, sonur kaupmanns þar og eiginkonu hans. Magnús ólst upp í Arendal, tók stúdentspróf 1896 og lagði síðan stund á fílólógíu (málfræði og bókmenntir) við háskólann í Kristíaníu (nú Ósló) og las latínu, grísku, þýsku og norsku. Hann l...
Hvað geta froskdýr orðið gömul?
Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...
Hvernig er best að skilgreina hið vonda?
Spurningin er viðamikil. Við leiðum hugann frá atriðum sem eru fólgin í orðalagi þó að vert sé að taka eftir þeim. Sér í lagi hljótum við að benda á að hér er beðið um bestu skilgreiningu en nokkrar eru sannarlega mögulegar og hvorki ljóst hvað mundi gera einhverja þeirra besta – er það sú nothæfasta eða sú rétta?...
Hvers konar faraldur var SARS og er vitað af hverju SARS-CoV-veiran hvarf?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt um SARS-faraldurinn sem gekk yfir 2002-2004 og af hverju hvarf veiran? Veiran SARS-CoV er ein af sjö kórónuveirum sem getur sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeir...
Hverju svaraði Jesús þegar farísear spurðu lærisveinana hvers vegna meistari þeirra æti með tollheimtumönnum og bersyndugum?
Sagan er sögð í Matteusarguðspjalli (9:10-9:17): Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndug...
Í dag skrifaði ég "til baka" í bréfi, yfirmaður minn sagði að það væri eitt orð eða "tilbaka", er það rétt?
Hér er hlaupið fram og til baka.Atviksorðsliðurinn til baka er tvö orð. Við skrifum 'farðu til baka' alveg eins og ritað er 'farðu til vinstri' eða 'farðu til hægri'. Eins er skrifað að eitthvað sé 'baka til'. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka...
Hvert er hlutverk páfans?
Samkvæmt kaþólskri kenningu er Pétur talinn fremstur postulanna og biskuparnir eru eftirmenn þeirra. Kaþólska kirkjan er sannfærð um að það hafi verið vilji Krists að meðal biskupanna skuli vera einn sem verði eftirmaður Péturs og hafi því á hendi mannlega stjórn biskupanna og þar með allrar kirkjunnar. Það er...
Gæti ChatGPT verið íslenskt orð?
Í nokkur ár hafa bæði Árnastofnun og hlustendur Ríkisútvarpsins valið orð ársins á Íslandi og byggt á mismunandi forsendum. Árið 2023 varð gervigreind fyrir valinu hjá báðum aðilum. Sambærilegt val fer fram víða erlendis en á mismunandi forsendum eftir löndum – sums staðar kjósa málnotendur orðið, annars staðar er...