Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3192 svör fundust
Getur einn maður ákveðið að fara í verkfall í vinnu sinni án þess að brjóta lög og starfsskyldur?
Um verkföll og verkbönn er fjallað í II. kafli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Í 14. gr. laganna kemur fram hverjir geti gert verkfall: Heimilt er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í ...
Okkur vantar upplýsingar um Kárahnjúkavirkjun, t.d. staðsetningu, stærð og eitthvert ítarefni.
Á vefsetri Landsvirkjunar er sérstakur vefur helgaður Kárahnjúkavirkjun. Einn af þremur risaborum sem kemur til landsins vegna jarðgangnagerðar. Þar er til að mynda hægt að lesa svonefndan annál Austurlandsvirkjana, fá helstu tölulegar upplýsingar um virkjunina og skoða kort. Einnig er hægt að nálgast ýmsar...
Hver fann upp tyggjóið?
Í svari Elínar Carstensdóttur við spurningunni Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp? kemur fram að það var maður að nafni John B. Curtis sem á heiðurinn af því að framleiða og selja tyggjó fyrstur manna en það var árið 1848. Reyndar hafði verið þekkt í mörg þúsund ár að tyggja trjákvoðu, vax eða ei...
Hvað hafa margir dáið úr fuglaflensunni nú?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er fuglaflensan nokkuð komin til Spánar? Á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er hægt að finna upplýsingar um hversu margir hafa greinst með fuglaflensu og hversu margir hafa látist. Nýjustu upplýsingarnar þar eru frá 24. mars 2006. Þá höfðu greinst 186 fuglafle...
Úr hverju eru neglurnar?
Neglur eru gerðar úr dauðum frumum rétt eins og hárið á okkur. Í nöglunum eru dauðar hyrnisfrumur húðþekkjunnar þéttpakkaðar, en hyrni er prótín sem er meginuppistaðan í hári, fjöðrum fugla, hornum dýra og klóm. Neglurnar á okkur gegna sama hlutverki og klær á öðrum dýrum, við getum til dæmis klórað okkur með þ...
Af hverju kom ísöld?
Vísindamenn vita ekki nákvæmlega hvað veldur ísöldum en nokkrir þættir sem þar koma við sögu eru meðal annars þeir að geislun sólar breytist reglubundið, efni frá eldgosum geta hindrað inngeislun sólar og hafstraumar geta breyst skyndilega. Hægt er lesa meira um þetta í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurnin...
Af hverju er ekki hægt að segja hvort setningin "Ég er að ljúga" sé sönn eða ósönn?
Ef þú værir að ljúga þá væri það sem setningin segir satt og þú værir að segja satt. Ef þú værir að segja satt þá ætti setningin "Ég er að ljúga" að vera sönn en samkvæmt henni værir þú að ljúga. Setningin getur því hvorki verið sönn né ósönn. Þetta er einn angi af svokallaðri lygaraþverstæðu sem hefur verið þe...
Hvers vegna frýs vatn?
Jón A. Stefánsson spurði 'Hvers vegna er eðlismassi vatns mestur við +4°C en annarra meiri eftir því sem þau kólna meira?' Í vatnssameindinni eru tvær einingar af vetni (vetnisfrumeindir eða vetnisatóm, H) og ein eining af súrefni (O). Vatnssameindin hefur því efnatáknið H2O. Í fljótandi vatni eru þessa...
Hvernig er hægt að hlaupa hraðar?
Hlaupahraði er að miklu leyti meðfæddur og því mætti segja að auðveldasta leiðin til þess að verða fljótari sé að velja sér aðra foreldra! Í mannslíkamanum eru tvær aðaltegundir vöðvafruma, hraðar og hægar. Hraðar vöðvafrumur geta dregist hratt saman eins og nafnið bendir til og því eru einstaklingar sem fæðast...
Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?
Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann?
Sporðdrekinn (lat. Scorpius) er tiltölulega stórt en mjög áberandi stjörnumerki á suðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Sporðdrekinn sést ekki nema að örlitlu leyti frá Íslandi. Sólin gengur leið sína eftir...
Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?
Munurinn liggur að hluta til í augum uppi, það er lengri tíma tekur að greiða lánið niður. Á móti kemur svo að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Sem dæmi má nefna að ef vextir á láni eru 2,5% þá þarf að borga 35.750 krónur á mánuði af 10 milljóna króna láni til 40 ára en 44.862 krónur af 25 ára láni. Hér er...
Er formalín í bóluefninu gegn COVID-19?
Fyrst er rétt að taka fram að bóluefni í þróun við COVID-19 eru mörg og af fjórum gerðum. Þegar þetta svar er skrifað hafa tvö þeirra fengið markaðsleyfi Lyfjastofnunar Evrópu, bóluefni Pfizer og BioNTech og bóluefni Moderna og NIAID. Bæði þessu bóluefni eru svonefnd kjarnsýrubóluefni og innihalda mRNA-bút sem skr...
Hvers vegna verða sumir feimnir?
Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...
Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum?
Það er mjög erfitt að reikna út hversu mörg tungumál eru til í heiminum. Mörg tungumál hafa aldrei verið rannsökuð og mörg þeirra eiga sér ekki ritmál. Einnig er í mörgum tilvikum erfitt að ákvarða hvort fólk tali ólíkar mállýskur af sama tungumáli eða hvort það tali ólík tungumál. Yfirleitt geta Svíar og Norðmenn...