Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er formalín í bóluefninu gegn COVID-19?

Jón Gunnar Þorsteinsson

COVID-19 borði í flokk
Fyrst er rétt að taka fram að bóluefni í þróun við COVID-19 eru mörg og af fjórum gerðum. Þegar þetta svar er skrifað hafa tvö þeirra fengið markaðsleyfi Lyfjastofnunar Evrópu, bóluefni Pfizer og BioNTech og bóluefni Moderna og NIAID. Bæði þessu bóluefni eru svonefnd kjarnsýrubóluefni og innihalda mRNA-bút sem skráir fyrir broddprótíni (e. spike protein) veirunnar sem veldur COVID-19. Um bóluefnin má lesa meira í ýtarlegu svari eftir Ingileif Jónsdóttur við spurningunni Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?

Formaldehýð (HCHO) er efnasamband sem inniheldur kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O). Þegar búið er að þynna formaldehýð í 35-40% vatnslausn nefnist það formalín. Formaldehýð finnst í öllum lífverum. Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er um það bil 2,4 μg/ml.

Formalín er efnasambandið formaldehýð í vatnslausn. Formaldehýð finnst í öllum lífverum og er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra. Flestir þekkja formalín hins vegar vegna þess að það er notað til að varðveita líkamsvefi í sýnum. Við varðveislu vefja í formalíni er notuð lausn sem inniheldur 40 milligrömm á millilítra af formaldehýði, en það er meira en fimmtánþúsund sinnum hærri styrkur en finnst í blóði, sem jafnframt er mun hærri en styrkur formaldehýðs í bóluefnum.

Formalín er einnig notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur. Örlitlar leifar af formalíni geta þess vegna fundist í sumum tegundum bóluefna. Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við COVID-19 sem á eftir að samþykkja og munu innihalda óvirkjaðar veirur. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti.

Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni.

Það sama á auðvitað við um formalín sem sum bóluefni innihalda og formalínið sem líkami okkar myndar: Við brjótum það einfaldlega niður.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, Ernu Magnúsdóttur, dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ, og Stefáni Ragnari Jónssyni líffræðingi, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.1.2021

Spyrjandi

Hulda Björg Rósarsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er formalín í bóluefninu gegn COVID-19?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2021, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80766.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 14. janúar). Er formalín í bóluefninu gegn COVID-19? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80766

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er formalín í bóluefninu gegn COVID-19?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2021. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80766>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er formalín í bóluefninu gegn COVID-19?
Fyrst er rétt að taka fram að bóluefni í þróun við COVID-19 eru mörg og af fjórum gerðum. Þegar þetta svar er skrifað hafa tvö þeirra fengið markaðsleyfi Lyfjastofnunar Evrópu, bóluefni Pfizer og BioNTech og bóluefni Moderna og NIAID. Bæði þessu bóluefni eru svonefnd kjarnsýrubóluefni og innihalda mRNA-bút sem skráir fyrir broddprótíni (e. spike protein) veirunnar sem veldur COVID-19. Um bóluefnin má lesa meira í ýtarlegu svari eftir Ingileif Jónsdóttur við spurningunni Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?

Formaldehýð (HCHO) er efnasamband sem inniheldur kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O). Þegar búið er að þynna formaldehýð í 35-40% vatnslausn nefnist það formalín. Formaldehýð finnst í öllum lífverum. Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er um það bil 2,4 μg/ml.

Formalín er efnasambandið formaldehýð í vatnslausn. Formaldehýð finnst í öllum lífverum og er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra. Flestir þekkja formalín hins vegar vegna þess að það er notað til að varðveita líkamsvefi í sýnum. Við varðveislu vefja í formalíni er notuð lausn sem inniheldur 40 milligrömm á millilítra af formaldehýði, en það er meira en fimmtánþúsund sinnum hærri styrkur en finnst í blóði, sem jafnframt er mun hærri en styrkur formaldehýðs í bóluefnum.

Formalín er einnig notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur. Örlitlar leifar af formalíni geta þess vegna fundist í sumum tegundum bóluefna. Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við COVID-19 sem á eftir að samþykkja og munu innihalda óvirkjaðar veirur. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti.

Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni.

Það sama á auðvitað við um formalín sem sum bóluefni innihalda og formalínið sem líkami okkar myndar: Við brjótum það einfaldlega niður.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, Ernu Magnúsdóttur, dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ, og Stefáni Ragnari Jónssyni líffræðingi, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar....