Formalín er efnasambandið formaldehýð í vatnslausn. Formaldehýð finnst í öllum lífverum og er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra. Flestir þekkja formalín hins vegar vegna þess að það er notað til að varðveita líkamsvefi í sýnum. Við varðveislu vefja í formalíni er notuð lausn sem inniheldur 40 milligrömm á millilítra af formaldehýði, en það er meira en fimmtánþúsund sinnum hærri styrkur en finnst í blóði, sem jafnframt er mun hærri en styrkur formaldehýðs í bóluefnum.
- What's in Vaccines? Ingredients and Vaccine Safety | CDC. (Sótt 11.1.2021).
- Vaccine Ingredients – Formaldehyde | Children's Hospital of Philadelphia. (Sótt 12.1.2021).
- Common Ingredients in U.S. Licensed Vaccines | FDA. (Sótt 12.1.2021).
- Formaldehyde occurs naturally and is all around us. (Sótt 12.1.2021).
- Pfizer-BioNTech COVID-19 Vaccine EUA Fact Sheet for Recipients and Caregivers. (Sótt 13.1.2021).
- Moderna COVID-19 Vaccine EUA Fact Sheet for Recipients and Caregivers. (Sótt 13.1.2021).
- File:Berlin Naturkundemuseum Frogs in Formalin.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 12.01.2021).