Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1145 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvaða áhrif hefur verð á vörum á kauphegðun og neytendur almennt?

Margir halda því fram að neytendur velji yfirleitt ódýrari vörur en þær dýrari. Frávik frá þeirri reglu eru engu að síður margvísleg. Innan markaðsfræða og skyldra greina ríkir nokkuð almenn sátt um það að verð getur bæði haft aðlaðandi og fælandi áhrif á kauphegðun. Neytendur virðast nota verð sem vísbendingu um ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvort erum við þyngri í ferskvatni eða saltvatni?

Spurningin var upphaflega svona: Hvort virkum við þyngri í sjó eða fersku vatni? Eðlismassi ferskvatns við 4°C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Einn lítri af vatni hefur því massann 1 kg við þessar aðstæður. Saltvatn eða sjór hefur meiri eðlismassa en ferskvatn, munurinn fer eftir því...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp límmiðann og af hverju?

Límmiðar af því tagi sem flestir þekkja komu til sögunnar árið 1935 þegar bandaríski uppfinningamaðurinn R. Stanton Avery (1907-1997) skeytti saman mótor úr þvottavél, nokkrum vélarhlutum úr saumavél, útskurðarsög og öðru sem til þurfti. Afraksturinn var ný tegund af vél sem gat framleitt límmiða sem voru „sjál...

category-iconEfnafræði

Hvað er sýrustig (pH)?

Upphafleg spurning var:Hvert er sýrustig (pH) vatns? en hér er í rauninni svarað víðtækari spurningu. Fyrst ber að geta þess að sýrsutig (pH) ómengaðs vatns við stofuhita (25°C) hefur gildið 7. Sýrustig (pH) vatnslausna er mælikvarði sem segir til um það hversu súrar viðkomandi lausnir eru. Sýrustig ákvarðas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Götur eru saltaðar til að svellið bráðni, en skíðabrekkur til að fá harðfenni. Hvernig má það vera?

Saltið sem dreift er á götur bræðir ísinn og salti er stundum dreift á skíðabrekkur til að fá harðfenni. Þrátt fyrir að við fyrstu sýn sé þetta mótsögn geta báðar fullyrðingarnar verið réttar. Salt sem stráð er á snjó eða ís bræðir yfirborð hans og myndar saltvatnspoll. Þetta gerist þannig að ísinn og saltið m...

category-iconLífvísindi: almennt

Á hverju nærast tré?

Tré nærast á samskonar efnum og þú og ég, einkum kolvetnissamböndum, en einnig fitum og próteinum. Munurinn er sá að trén framleiða þessi efni sjálf í laufblöðum sínum úr koltvísýringi sem laufblöðin „anda“ til sín úr andrúmsloftinu og vatni sem ræturnar taka upp úr jarðveginum og er síðan flutt upp í laufb...

category-iconHugvísindi

Af hverju fleyta menn "kerlingar"?

Ólafur Davíðsson þjóðfræðingur flokkar orðasamböndin að flytja kerlingar eða fleyta kerlingar undir kastfimi en tekur fram að ekki sé um mikla íþrótt að ræða (1887:92–93). Þessi leikur er allgamall og er meðal annars sagt frá honum í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnuvík frá 18. öld undir heitinu flytja ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat?

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur, rétt eins og sýnilegt ljós. Munurinn felst í því að bylgjulengd örbylgna er lengri en sýnilegs ljóss og tíðni þeirra er lægri. Örbylgjuofnar nota örbylgjur til hitunar. Orkuskammtarnir í örbylgjuofni hafa litla orku en fjöldi skammtanna er mjög mikill (100-800 W). Orkuskammtarnir ...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamalt er vatnið sem ég drekk úr krananum heima hjá mér?

Allt vatn sem við drekkum er „upphaflega“ regnvatn. Megnið af regnvatninu hefur gufað upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, borist inn yfir landið með lægðum, þést og fallið til jarðar. Þaðan streymir það aftur til sjávar eftir ýmsum leiðum og hin eilífa hringrás lokast. Hve gamalt vatnið er í kalda krananu...

category-iconEfnafræði

Hvað er rafeldsneyti?

Stutta svarið er: Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni (H2), við rafgreiningu á vatni (H2O), og koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð á íslensku; e. carbondioxide, CO2).[1] Dæmi um slíkt er framleiðsla á metanóli (CH3OH), sem er eldsneytisvökvi sem meðal annars er framleiddur hjá C...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er hægt að þjappa lofti saman en ekki vatni?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er hægt að þjappa vökva, líkt og lofti? Loftið í kringum okkur inniheldur um 78% köfnunarefni og 21% súrefni, auk annarra lofttegunda sem eru um 1%. Það sem einkennir loft (ekki bara andrúmsloftið heldur líka hreinar lofttegundir) er að það er afar gljúpt, það er að segja rúmmá...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er vatnið í Stórurð svona blátt?

Engin gögn hafa fundist um efnasamsetningu vatnsins í tjörnum Stórurðar, eða um þörungalífríki þeirra. Þess vegna fjallar þetta svar um hvaða atriði stjórna almennt litaáferð tjarna, stöðuvatna, fallvatna og sjávar. Í Stórurð er víða að vinna blágrænar tjarnir. Framlög til litaáferðar má flokka eftir uppruna;spe...

category-iconJarðvísindi

Hvað er kol?

Kol er lífrænt efni sem myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Ferlið sem leiðir til myndunar kola gengur þannig fyrir sig að trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatn, verða vatnsósa og sökkva. Við það kemst súrefni andrúmsloftsins ekki lengur að plöntuleifunum en loftfælnir gerl...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hafa nýjar hugmyndir um svonefndan púka Maxwells komið fram upp á síðkastið?

Púki Maxwells er lítill djöfull sem var hugsaður til að ganga gegn grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar. Frá því um 1950 hefur verið ljóst að eðli hans brýtur í raun ekki í bága við gild eðlisfræðilögmál. Á 19. öld rannsökuðu eðlisfræðingar eðli hita, varma og véla. Út úr því spratt fræðigrein sem nefnist varmafræð...

category-iconEfnafræði

Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?

Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum í framhaldi af því að púðrið var fundið upp. Flugeldur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blön...

Fleiri niðurstöður