Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort erum við þyngri í ferskvatni eða saltvatni?

JGÞ og FGJ

Spurningin var upphaflega svona:

Hvort virkum við þyngri í sjó eða fersku vatni?

Eðlismassi ferskvatns við 4°C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Einn lítri af vatni hefur því massann 1 kg við þessar aðstæður. Saltvatn eða sjór hefur meiri eðlismassa en ferskvatn, munurinn fer eftir því hve mikil seltan er. Því meiri sem seltan er, því meiri eðlismassa hefur saltvatnið. Eðlismassi sjávar er um 1,03 kg/l, nokkru meiri en ferskvatns, og það verður til þess að ferskvatn hefur tilhneigingu til að fljóta ofan á sjónum þar til það blandast.

Því meiri sem selta vatns er, því meiri eðlismassa hefur vatnið. Meiri eðlismassi veldur því að hlutir í saltvatni verða léttari en í ferskvatni. Selta Dauðahafsins er svo mikil að menn geta hvorki synt þar né sokkið.

Vatn, ólíkt öðrum efnum, þenst út þegar það frýs. Vegna þeirrar rúmmálsaukningar sem á sér stað við frystingu vatns minnkar eðlismassi þess. Ís (frosið vatn) hefur því eðlismassann 0,92 kg/l, sem er talsvert minna en eðlismassi vatns í vökvaformi. Það veldur því að ísinn flýtur á vatni. Þetta er dæmi um lögmál Arkímedesar sem segir að hlutur í straumefni eins og lofti eða vatni léttist sem nemur þyngd efnisins sem hann ryður frá sér. Ef hann léttist meira en nemur eigin þyngd fer hann að leita upp á við.

Þar sem eðlismassi saltvatns er meiri en ferskvatns ryður einstaklingur frá sér meiri þyngd í saltvatni en ferskvatni og verður því léttari. Því meiri sem seltan er, því léttari verður einstaklingurinn. Til að mynda er eðlismassi Dauðahafsins, sem er sérlega salt, 1,24 kg/l sem gerir það að verkum að menn verða svo léttir þar að þeir geta hvorki synt né sokkið!

Mynd:

Höfundar

Útgáfudagur

10.2.2020

Síðast uppfært

31.8.2020

Spyrjandi

Eiríkur Rúnar Gíslason

Tilvísun

JGÞ og FGJ. „Hvort erum við þyngri í ferskvatni eða saltvatni?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2020, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60728.

JGÞ og FGJ. (2020, 10. febrúar). Hvort erum við þyngri í ferskvatni eða saltvatni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60728

JGÞ og FGJ. „Hvort erum við þyngri í ferskvatni eða saltvatni?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2020. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60728>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort erum við þyngri í ferskvatni eða saltvatni?
Spurningin var upphaflega svona:

Hvort virkum við þyngri í sjó eða fersku vatni?

Eðlismassi ferskvatns við 4°C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Einn lítri af vatni hefur því massann 1 kg við þessar aðstæður. Saltvatn eða sjór hefur meiri eðlismassa en ferskvatn, munurinn fer eftir því hve mikil seltan er. Því meiri sem seltan er, því meiri eðlismassa hefur saltvatnið. Eðlismassi sjávar er um 1,03 kg/l, nokkru meiri en ferskvatns, og það verður til þess að ferskvatn hefur tilhneigingu til að fljóta ofan á sjónum þar til það blandast.

Því meiri sem selta vatns er, því meiri eðlismassa hefur vatnið. Meiri eðlismassi veldur því að hlutir í saltvatni verða léttari en í ferskvatni. Selta Dauðahafsins er svo mikil að menn geta hvorki synt þar né sokkið.

Vatn, ólíkt öðrum efnum, þenst út þegar það frýs. Vegna þeirrar rúmmálsaukningar sem á sér stað við frystingu vatns minnkar eðlismassi þess. Ís (frosið vatn) hefur því eðlismassann 0,92 kg/l, sem er talsvert minna en eðlismassi vatns í vökvaformi. Það veldur því að ísinn flýtur á vatni. Þetta er dæmi um lögmál Arkímedesar sem segir að hlutur í straumefni eins og lofti eða vatni léttist sem nemur þyngd efnisins sem hann ryður frá sér. Ef hann léttist meira en nemur eigin þyngd fer hann að leita upp á við.

Þar sem eðlismassi saltvatns er meiri en ferskvatns ryður einstaklingur frá sér meiri þyngd í saltvatni en ferskvatni og verður því léttari. Því meiri sem seltan er, því léttari verður einstaklingurinn. Til að mynda er eðlismassi Dauðahafsins, sem er sérlega salt, 1,24 kg/l sem gerir það að verkum að menn verða svo léttir þar að þeir geta hvorki synt né sokkið!

Mynd:...