Hvort virkum við þyngri í sjó eða fersku vatni?Eðlismassi ferskvatns við 4°C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Einn lítri af vatni hefur því massann 1 kg við þessar aðstæður. Saltvatn eða sjór hefur meiri eðlismassa en ferskvatn, munurinn fer eftir því hve mikil seltan er. Því meiri sem seltan er, því meiri eðlismassa hefur saltvatnið. Eðlismassi sjávar er um 1,03 kg/l, nokkru meiri en ferskvatns, og það verður til þess að ferskvatn hefur tilhneigingu til að fljóta ofan á sjónum þar til það blandast.

Því meiri sem selta vatns er, því meiri eðlismassa hefur vatnið. Meiri eðlismassi veldur því að hlutir í saltvatni verða léttari en í ferskvatni. Selta Dauðahafsins er svo mikil að menn geta hvorki synt þar né sokkið.
- Wikimedia Commons: Floating in the Dead Sea. (Sótt 10.02.2020). Birt undir CC BY 3.0-leyfi Creative Commons.