Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 944 svör fundust
Hvað eru flatir vextir?
Vaxtaútreikningar geta verið flóknari en ætla mætti við fyrstu sýn vegna þess að nokkrar mismunandi aðferðir koma til greina við að reikna út vexti. Hér verður þremur aðferðum lýst. Í fyrsta lagi er hægt að nota svokallaða flata vexti en þá eru vextir eingöngu reiknaðir af höfuðstól en ekki af ávöxtun fyrri tí...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon?
Stjörnumerkið Óríon er að margra mati meðal fegurstu stjörnumerkja himinsins. Í goðafræðinni var Óríon veiðimaðurinn mikli, sonur Póseidons og Eruyale drottningar. Hann stærði sig af því að geta drepið hvaða skepnu sem var á og var hreykinn af sjálfum sér. Það kom að því að guðirnir fengu nóg af stærilæti Orío...
Af hverju komu fótspor þegar menn stigu á tunglið en ekki gígur þegar geimfarið lenti?
Á myndum sem tunglfarar tóku af geimferjunni á tunglinu sést enginn gígur fyrir neðan hana. Geimfarar mynda hins vegar greinileg fótspor á tunglinu og því ætti stór eldflaug sem þar lendir að mynda stóran gíg á yfirborðinu. En hvar er hann? Hönnun lendingarbúnaðar fyrir geimferjuna var á sínum tíma afar vandasö...
Hvað er hollt mataræði?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fi...
Hvernig er stjórnkerfinu og hagkerfinu háttað í fríríkinu Kristjaníu?
Kristjanía í Kaupmannahöfn er hluti af danska ríkinu og íbúar hennar lúta því dönskum lögum eins og aðrir þegnar Danmerkur. Kristjanía hefur samt nokkra sérstöðu og í framkvæmd hefur dönskum lögum á sumum sviðum verið beitt með öðrum hætti þar en annars staðar. Þetta á aðallega við um fíkniefnalöggjöfina og að...
Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?
Lungnakrabbamein er mörg ár að þróast og því miður veldur það litlum einkennum lengi vel. Í langflestum tilfellum greinist það því seint. Skipta má lungnakrabbameini í fjögur stig eftir stærð æxlisins og dreifingu til aðlægra eða fjarlægra líffæra. Á I stigi er æxlið aðeins eitt, minna en 3 cm að stærð og eng...
Snýst tunglið um möndul sinn eða ekki?
Spurningin í heild var sem hér segir: Nú hef ég heyrt að tunglið snúi alltaf sömu hlið að jörðinni, þ.e. snúist ekki um möndul sinn. Einnig hef ég heyrt að einn sólarhringur á tunglinu sé 29 dagar, sem þýðir að tunglið snýst um möndul sinn. Getur verið að sú saga hafi komist á kreik að tunglið sneri alltaf sömu h...
Hver er eðlilegur líkamshiti manns?
Eðlilegur líkamshiti, og þar af leiðandi sótthiti, er nokkuð einstaklingsbundinn hjá börnum og fullorðnum. Fyrir rúmum 120 árum gerði þýskur vísindamaður að nafni Carl Reinhold August Wunderlich (1815-1877) rannsókn á líkamshita manna og komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegur líkamshiti væri 37 °C. Þetta er þó ek...
Hverjar eru fimm helstu borgir Frakklands?
Hér er gert ráð fyrir að þegar spurt er um helstu borgir sé átt við fjölmennustu borgir Frakklands. Höfuðborgin París er fjölmennasta borg Frakklands. Í borginni sjálfri búa tæplega 2,2 milljónir manna. Á Stór-Parísarsvæðinu, það er í París og nágrannasveitarfélögum, búa hins vegar næstum 12 milljónir og er þa...
Hvað verða hörpudiskar gamlir, á hverju nærast þeir og hvar finnast þeir umhverfis Ísland?
Talið er að hörpudiskur (Chlamys islandica) geti orðið yfir 20 ára gamall hér við land og er hann þá orðinn um 12-14 cm á hæð (breidd disksins). Hörpudiskurinn verður kynþroska við 3-4 ára aldur og er hann þá um 3,5-4 cm. Hörpudiskur er nokkuð algengur í sjónum allt umhverfis Ísland að suðurströndinni undanskil...
Maður kastar bolta í stöng. Ef 10% líkur eru á að maðurinn hitti í einu kasti, hverjar eru þá líkurnar á því að hann hitti að minnsta kosti einu sinni í 10 köstum?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hverjar eru líkurnar á því að ég fái sexu ef ég kasta sex teningum? og Kastað er þrem teningum og maður fær að velja eina tölu. Hverjar eru líkurnar á að talan manns komi upp? Allar þessar spurningar eiga það sameiginlegt að við endurtökum einhverja tilraun í ákveðinn fjölda ...
Hvers vegna er land enn að rísa í Svíþjóð og Finnlandi
Það fer eftir seigju jarðmöttulsins á hverjum stað hversu hratt yfirborð landsins svarar álagsbreytingum. Seigja er mæld með einingunni poise (P) en SI-einingin er pascal-sekúnda (Pa-s), skilgreind þannig: ef fljótandi efni með seigjuna ein Pa-s er sett milli tveggja platna og annarri plötunni ýtt til hliðar með k...
Af hverju vaxa tré endalaust?
Það er rétt hjá spyrjanda að tré geta lifað afar lengi og vaxið allan sinn líftíma. Elstu núlifandi tré sem vitað er um eru broddfurur (Pinus longaeva) sem vaxa í Hvítufjöllum í eystri hluta Kaliforníu í Bandaríkjunum. Elsta broddfuran sem fundist hefur var um það bil 4900 ára gömul. Þrátt fyrir afar háan aldur...
Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?
Eini refurinn sem býr á Íslandi er tófan en hún er af tegundinni Vulpes lagopus (áður Alopex lagopus) og finnst um allt norðurheimskautið. Tófur eru um allt land en þéttleikinn er mismunandi eftir svæðum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að telja allar tófur á Íslandi en þar sem veiðar hafa verið stundaðar með re...
Er hrossaskítur í íslenska neftóbakinu?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni nei. Íslenska neftóbakið inniheldur ekki hrossaskít og á ekki að komast í tæri við hann á einn eða annan hátt. Uppistaðan í íslensku neftóbaki er hrátóbak (e. grinded tobacco), það er að segja möluð tóbakslauf. Hrátóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð (aðal...