Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er uppruni fermingarinnar?
Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska...
Hvað á Krugman við þegar hann segir í nýlegri grein að 'það að festa gengi krónunnar við gengi evru hefði ekki hjálpað við að draga úr skuldavandanum og hefði valdið mun meira atvinnuleysi'?
Krugman á líklega við að gengisfelling krónunnar hafi viðhaldið tekjum íslenskra heimila betur, miðað við skuldabyrði þeirra, heldur en ef krónan hefði verið á fastgengi við evruna. Gengisfelling krónunnar hafi þannig stuðlað að því að hægt var að koma í veg fyrir skuldahjöðnun og enn meiri efnahagsvanda á Íslandi...
Hver er helsta fæða laxa í hafinu?
Seiði atlantshafslaxins (Salmo salar) eru 2-4 ára þegar þau ganga í sjó. Í sjónum taka laxarnir út líkamsvöxt og þroskast en ganga síðan aftur upp í ár til að hrygna þegar þeir hafa náð kynþroska. Laxinn heldur til í efstu lögum sjávar og veiðir þær tegundir sem þar er að finna. Aðallega eru það stærri tegund...
Hvaðan kemur hefðin um litlu jólin á Íslandi?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um „litlu jólin“ og er þetta eitthvað séríslenskt fyrirbæri? Hugtakið litlu jólin (stundum skrifað litlujólin) er aðallega notað um jólaskemmtun barna í skólum í aðdraganda jóla. Oftast er haldið upp á litlu jólin síðasta skóladag fyrir...
Af hverju erum við í nærbuxum? Er það félagslegt eða vegna þæginda?
Nærbuxur hafa væntanlega þróast fyrst sem hlífðarfatnaður, en öðlast síðan táknræna merkingu með ýmsum hætti í tímans rás. Mannfræðingar hafa í rannsóknum sínum fundið og sagt frá fjölmörgum þjóðflokkum víðs vegar um heim, sem ganga um án þess að fara í buxur eða skýlu. Því verður ekki sagt að nærbuxnan...
Hvort eru fleiri karlar eða konur í heiminum?
Karlar eru aðeins fleiri eða 102 á móti 100 konum samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum fyrir árið 2000. Það þýðir að um 50,49% mannkyns eru karlar. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en yfirleitt fæðast fleiri drengir en stúlkur í heiminum en það er samt svolítið misjafnt eftir árum. Kynjahlutfallið er einnig br...
Hvernig fara hreindýratalningar fram?
Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...
Hversu háa greindarvísitölu þarf manneskja að hafa til að geta gengið í Mensa?
Baldvin spurði: Eru til íslensk Mensa-samtök eða er hægt að taka Mensa-próf á íslensku og fá það gilt til inngöngu? Mensa eru alþjóðleg samtök fólks með háa greind, stofnuð árið 1946. Hugmyndin var að skapa þessu fólki vettvang til að hittast og skiptast á skoðunum, og að hvetja til frekari rannsókna á mannleg...
Hví eru allar farþegaþotur lágþekjur?
Flugvélum má skipta í 3 flokka eftir hæðarstaðsetningu vængja þeirra: Miðþekja: vængur er staðsettur á miðju skrokks. Lágþekja: vængur er staðsettur við botn skrokks. Háþekja: vængur er staðsettur við topp skrokks. Miðþekja býður upp á minnstu loftmótstöðuna en er ekki hagkvæm í farþega- og flutninga...
Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?
Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...
Hvers vegna fara kristnir menn aðeins eftir sumum ákvæðum Gamla testamentisins?
Það er forn kristin regla að lesa Biblíuna fyrst og fremst í ljósi Jesú Krists. Einn forn höfundur orðaði regluna á þessa leið: „Nýja testamentið liggur hulið í Gamla testamentinu. Gamla testamentið opnast í Nýja testamentinu.“ Það er ljóst af lestri Nýja testamentisins að Jesús kom með nýja túlkun á boðum og fyri...
Eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi?
Fyrst þarf að greina örstutt þau hugtök sem felast í spurningunni. Samtöl, sem einnig ganga undir nafninu djúpviðtöl, er aðferð sem beitt er í félags- og heilbrigðisvísindum þar sem viðfangsefnið er fólk. Hér skilgreini ég félagsvísindi vítt; þau innibera fjölmargar greinar svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, ma...
Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins?
Mörgum krökkum og fullorðnum reyndar líka finnast snúðar ómótstæðilegir. Því miður eru þeir ekkert sérlega hollir en gefa nokkuð mikla orku. Hér tökum við til skoðunar snúð með súkkulaði. Samkvæmt upplýsingum úr næringarefnatöflu á vef Matís þá eru 270 hitaeiningar eða 1130 kj í hverjum 100 g af súkkulaðisnúð....
Hvernig verður tungumál til?
Þótt dýr geti haft tjáskipti þá eru það aðeins menn sem tala tungumál. Aðeins mannlegt mál inniheldur málfræðireglur sem gera málhafanum kleift að búa til ný orð og setningar og ræða nýjar hugmyndir. Börn læra tungumál mjög fljótt og auðveldlega, rétt eins og þau hafi meðfædda hæfileika til að tileinka sér móðurmá...
Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir?
Lygamælar heita á erlendum málum 'polygraph' en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir 'lie detectors'. Orðið polygraph merkir eiginlega að 'skrifa margt', enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslæ...