Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 905 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?

Það þykir kannski skrýtið að það skuli vera bandarísk herstöð á Kúbu, því Kúba er kommúnistaríki og stjórn þess hefur ekki jákvæða afstöðu til Bandaríkjanna. Herstöðin er í raun flotastöð og er kennd við Guantánamo Bay eða Guantánamo-flóa, en hermennirnir og fjölskyldur þeirra sem búa í stöðinni kalla hana oftast ...

category-iconHugvísindi

Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?

Hundrað að fornu merkti 120. Upphaf orðsins er ekki yngra en frá 11. öld, sennilega eldra, og merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Eftir því sem tímar liðu urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld. Bæði alin og hundr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru einhver takmörk fyrir því hvað tölva getur orðið hröð?

Sú sífellda hraðaaukning sem átt hefur sér stað í tölvum á síðustu áratugum gæti fengið okkur til að trúa því að hægt sé að auka hraða tölva endalaust. Þetta er þó líklega ekki tilfellið, því miðað við þá örgjörvahönnun sem þekkt er í dag þá munu ýmis eðlisfræðilögmál fara að setja hraða rökrása ákveðnar skorður. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?

Óvíða í heiminum fyrirfinnast fleiri dýrategundir en á Indlandi. Náttúrufræðingar á Indlandi hafa einnig verið duglegir við að skrásetja tegundir sem finnast innan landamæra Indlands. Til dæmis lifa um 390 spendýrategundir á indverskri grund og samsvarar það um 8% af þekktum spendýrategundum í heiminum. Fjöldi fug...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Verður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið?

Nei, tölva verður ekki afkastameiri við það eitt að kæla örgjörvann. Góð kæling örgjörvans, sem og reyndar gott loftstreymi í tölvukassanum, getur hins vegar komið í veg fyrir mörg hitatengd vandamál í tölvum. Þau geta lýst sér í aukinni bilanatíðni íhluta, svo sem harðra diska. Einnig getur of hár hiti örgjörvans...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta örverur „vanist“ hreinsiefnum sem notuð eru til dæmis á tannlæknastofum?

Stutt svar er „já“, en það gerist þó aðeins í sama mæli og bakteríur myndi ónæmi eftir sýklalyfjanotkun. Örverumengun í vatnslögnum til tannlæknastóla hefur verið þekkt vandamál í að minnsta kosti áratug en orsök hennar er myndun svokallaðrar „biofilm“ eða örveruþekju innan í plaströri sem dreifir vatni til tannlæ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær fólk hrukkur?

Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Ysta lagið, það sem við horfum á, nefnist húðþekja (e. epidermis), þar fyrir innan er leðurhúðin (e. dermis) og innsta lagið nefnist undirhúð (e. subcutaneous layer). Öll vinna þessi lög saman að því að halda húð okkur í góðu ástandi. Eins og lesa má um í svari Stefáns B. S...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er líffærakerfi?

Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Í fjölfrumungum eru frumurnar sjaldnast stakar heldur raðast þær saman og mynda vefi. Í flestum dýrum, þar á meðal manninum, raðast ólíkir vefir saman og mynda líffæri. Mismunandi líffæri vinna svo saman sem ein heild og mynda líffærakerfi. Sum líffæri tilheyra fleiri en einu ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er hin almenna skilgreining á þunglyndi?

Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Stundum liggur illa á okkur og við finnum til leiða og jafnvel depurðar. Slík tímabundin niðursveifla er í flestum tilfellum eðlileg. Fari sveiflurnar hins vegar að ganga út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða v...

category-iconHugvísindi

Hvaða kosti og galla hafði nýlendustefnan í för með sér?

Nýlendustefnan felst í stuttu máli í því að valdameira ríki, svokallað móðurland, leggur undir sig valdaminna ríki, nýlenduna (sjá Hvað er nýlendustefna? eftir sama höfund). Þessi stefna er í dag almennt litin neikvæðum augum og er þá áhersla lögð á arðrán og þrælahald. Þegar rætt er um kosti og galla nýlendustefn...

category-iconLæknisfræði

Hvað er áfengiseitrun?

Hér er einnig svarað spurningunum:Eru til margar gerðir af áfengiseitrun? Hver eru einkennin? Er hættulegt að blanda saman orkudrykkjum og áfengi? Með hugtakinu áfengiseitrun er í raun átt við þau einkenni sem fylgja ofskammti af áfengi. Virka efnið í öllu áfengi (bjór, léttvíni, brenndum drykkjum) er það sama...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?

Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja. En af hverju er þessu svona háttað? Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að...

category-iconLæknisfræði

Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?

Nei, bólgueyðandi lyf brjóta hvorki niður vöðva né hindra uppbyggingu þeirra. Þau eru aftur á móti oft notuð við verkjum í vöðvum og við eymslum vegna meiðsla. Spenna getur myndast í vöðvum vegna álags, slysa eða bólgu og vöðvaslakandi lyf geta dregið úr henni. Svonefnt bólgusvar er eitt af varnarviðbrögðum lík...

category-iconJarðvísindi

Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?

Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...

category-iconHugvísindi

Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja?

Yfirleitt er talað um að fyrsta kínverska ríkið hafi verið stofnað um 2100 f.Kr. Það gengur undir nafninu Xia (夏朝) en nánast ekkert er vitað um það. Menn greinir meira að segja á um hvort það var til eða ekki. Fyrsta kínverska ríkið sem beinar heimildir eru um er hið svokallaða Shang-ríki (商&#...

Fleiri niðurstöður