Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1254 svör fundust
Hver er munurinn á álfum og huldufólki?
Í Íslenskri orðabók hefur álfur tvær merkingar, annars vegar huldumaður og hins vegar heimskingi eða flón. Huldufólk er hins vegar útskýrt sem „álfar, e.k. mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum“. Af þessu má ráða að lítill munur sé á álfum og huldufólki þar sem bæði hugtökin eru útskýrð með h...
Af hverju eru menn 70% vatn?
Það er rétt hjá spyrjanda að vatn er stór hluti af líkama manna og raunar allra lífvera á jörðinni. Mest er af vatni í líkama okkar þegar við erum nýfædd, þá er talið að allt að 75% líkamans sé vatn. Hlutfall vatns minnkar með árunum, mest á fyrstu 10 árum ævinnar. Yfirleitt er talið að hjá fullorðnum karlmönnum s...
Hversu sönn er sagan af því að Einar Ben hafi selt norðurljósin?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Oft heyrir maður og les að Einar Ben hafi ýmist selt eða reynt að selja norðurljósin. Hversu 'sönn' er þessi saga og hvaða heimildir eru til um þetta? Á Vísindavefnum er til fjöldi svara um norðurljós enda ljóst að margir hafa áhuga á að vita sem mest um þau. Norðurljó...
Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?
Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...
Þegar hellt er úr glasi eða skrúfað frá krana, af hverju mjókkar bunan er neðar dregur og svo brotnar hún upp?
Þetta er góð spurning sem varpar ljósi á mikilvæg atriði í straumfræði. Vatnið í bununni er í rauninni í frjálsu falli með vaxandi hraða. Vatn safnast hins vegar hvergi fyrir á leiðinni þannig að jafnmikið vatn fer gegnum öll þversnið bununnar. Nú er vatnsmagnið sem fer gegnum slíkt snið á tímaeiningu margfeldið a...
Hvers vegna leita ánamaðkar út á gangstéttir og götur í rigningu?
Ánamaðkar nota hvorki lungu eða tálkn til þess að ná í súrefni heldur anda gegnum húðina. Það hefur hins vegar ýmis vandkvæði í för með sér. Þegar rignir mikið eins og á vorin, er erfitt fyrir ánamaðka að ná í súrefni í moldinni því að hún verður gegnsósa af vatni og súrefnið í henni verður bæði minna og óaðgengil...
Hver er skilgreiningin á eignaspjöllum? Telst veggjakrot, álímingar og plaköt til eignaspjalla?
Ein af grundvallarhugmyndum lýðræðis á Vesturlöndum er að eignarrétturinn sé friðhelgur. Í stjórnarskrá Íslands segir svo í 72. gr. með breytingum frá 1995:Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir...
Ef báðir foreldrar falla frá ungu barni hver fær þá forsjána? Geta foreldrarnir tilnefnt guðforeldra og mundi ríkið fylgja óskum þeirra?
Hér er einnig svarað spurningu frá Kristínu Friðjónsdóttur um sama efni sem hljóðaði svona: Hvert er hlutverk guðforeldra? Eru það guðforeldrar sem annast barnið, ef báðir foreldrar falla frá? Ef ekki, eftir hverju fer það þá?Samkvæmt nýjum barnalögum sem taka gildi 1. nóvember 2003 geta forsjárforeldrar ákveðið h...
Hvernig er jafnræðisreglan?
Jafnræðisregluna er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og hljómar svo:Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur...
Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?
Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Af þessu er ljóst að ekki má láta börn fr...
Hvaða dýr lifa dýpst í sjónum?
Stærstur hluti sjávar er hyldýpi þar sem sólargeislar ná ekki niður. Þörungar þrífast þar ekki en engu að síður finnast fjölmargar dýrategundir á þessum slóðum, bæði hryggdýr og hryggleysingjar. Tegundafjöldinn er að vísu ekki eins mikill og í efri lögum sjávar og eru dýrin aðlöguð að hinum sérstöku aðstæðum sem t...
Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?
Vöktun með leynd, hvort sem um er að ræða mynd- eða hljóðupptöku, er ekki heimil. Þetta þýðir að þeir sem sæta vöktun, til dæmis á vinnustað, verða að vita af því. Á þessu geta þó verið undantekningar. Í sumum tilfellum er lögreglu heimilt að taka upp samtöl án vitneskju þeirra sem eru á upptökunni. Skilyrði ...
Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?
Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er vi...
Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?
Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...
Er eftirnafn fólks hluti af þeirra eiginnafni?
Í lögum um mannanöfn nr. 45 frá 1996 er í fyrsta kafla fjallað um fullt nafn og nafngjöf. Í 1. grein segir: „Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn.“ Ef litið er á greinina um eiginnafn í fjórða kafla þá stendur þar í fimmtu grein: Eiginnafn skal geta ...