Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver er uppruni og saga hnitakerfisins?

Fræðimenn fornaldar höfðu mikinn áhuga á stjörnufræði. Babýloníumenn voru fyrstir til að þróa hnitakerfi til að lýsa staðsetningu á himinhvelinu. Stjörnufræðingurinn Ptólemaíos (um 100–178) notaði þetta hnitakerfi á 2. öld e. Kr. í bók sinni Almagest sem var meginrit um stjörnufræði um margar aldir. René Des...

category-iconJarðvísindi

Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?

Allir jöklar skríða hægt fram undan eigin þunga vegna aðdráttarafls jarðar. Því hálli sem botn jökulsins er, þeim mun hraðar fer hann fram. Vatn undir jökli ræður mestu um hve sleipur jökulbotninn er. Bræðsluvatn er mest á sumrin og þá hreyfast jöklar hraðar en á veturna. Jöklar geta skriðið, gengið og hlaupið....

category-iconHagfræði

Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir?

Spurningin var upphaflega: Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir og má eiga þær á Íslandi þrátt fyrir gjaldeyrishöftin? Hver er munurinn á rafmynt eins og bitcoin og venjulegum peningum? Tæknin sem rafmyntir byggja á er oft kennd við ‘blockchain’ á ensku. Engin íslensk þýðing á þessu hugtaki hefur ná...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma orðin Landmenn og Landmannalaugar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið "Landmenn", sbr. Landmannalaugar, Landmannaleið? Landmenn reka á Landmannaafrétt, afréttinn þeirra og lauga sig í laugunum sínum. Er þetta danskt tökuorð sbr. landmand/landmænd=bóndi/bændur? Ættum við kannski að tala um "Bændalaugar"? Í Íslenskri orð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heita afkvæmi hýena og foreldrar?

Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köt...

category-iconLífvísindi: almennt

Er barrskógur það sama og greniskógur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ýmist er talað um barrskóg eða greniskóg. Hver er munurinn á þessu, hver er munurinn á barri og greni? Þessar vangaveltur komu fram í kennslustund hjá mér og gaman væri að fá svör frá ykkur. Munurinn á barrskógi og greniskógi er sá að í barrskógi geta verið ýmsar tegundir barrt...

category-iconVísindafréttir

Falsfréttir og vísindi - afmælismálþing Vísindavefs HÍ

Í tilefni af 20 ára afmæli Vísindavefs HÍ efnir skólinn til málþings um falsfréttir og vísindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 7. febrúar nk. kl. 15.00-16.30. Hugtakið falsfréttir hefur að undanförnu orðið æ meira áberandi í umræðu um lýðræði, vísindi og traust almennings. Með falsfrétt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru jólafasta og aðventa það sama?

Aðventa eða jólafasta hefst á fjórða sunnudegi fyrir jóladag og stendur því sem næst fjórar vikur. Bæði orðin, aðventa (kvk.) og jólafasta (kvk.), um þennan tíma hafa tíðkast í íslensku frá fornu fari eins og dæmi í safni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) vitna um.Hakon konvngr for til Biorgyniar fyrir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun?

Þráinsskjaldarhraun er mikið í fréttum þessa dagana vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, ásamt Fagradalsfjalli, Keili, Litla-Hrút, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og fleiri góðum örnefnum. Heitið virðist sett saman úr þremur hlutum: Þráinn, skjöldur og hraun. Það síðastnefnda er auðskiljanlegt. Skjöldur er svo þe...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða bækur eru Grágás og Jónsbók?

Allsherjarríki eða þjóðveldi var stofnað á Íslandi á 10. öld. Eftir það giltu ein lög fyrir alla í landinu, sem var næstum einsdæmi í Evrópu. Til eru tvö stór og heilleg skinnhandrit af þjóðveldislögunum, Staðarhólsbók og Konungsbók, auk töluverðs fjölda brota. Talið er að þessar bækur hafi verið ritaðar um miðj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?

Vegna þess hvað hundar og úlfar eru skyldir og líkir líffræðilega geta þeir eignast afkvæmi vandkvæðalaust. Þá virðist ekki skipta máli hvaða hundakyn eða úlfastofn eiga í hlut en hins vegar geta skapast vandræði ef stærðarmunur er mikill. Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um þ...

category-iconJarðvísindi

Hvað veldur færslu á segulpólum jarðar og breytilegum hraða og stefnu færslunnar miðað við jarðmöndulinn?

Þetta er einnig svar við spurningunni 'Af hverju vísar segulnálin á áttavitanum ekki beint á segulskautið óháð því hvar áttavitinn er staddur á jörðinni?' frá sama spyrjanda.Allflestir vísindamenn eru sammála um að orsök jarðsegulsviðsins séu rafstraumar í kjarna jarðar. Kenningar um tilurð þeirra voru fyrst þróað...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eldveggur eða netvörn og hvernig gagnast hann? Hverjir eru kostir hans og gallar?

Eldveggur eða netvörn (e. firewall) er búnaður sem gerir hvort tveggja að tengja innri net við Alnetið (Lýðnetið; Internetið) og takmarka samskipti milli innra netsins (enska: intranet) og Alnetsins. Eldveggurinn er á innra netinu og hefur bein samskipti bæði við tölvur á innra netinu og við tölvur á Alnetinu, uta...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?

Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónufornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum. Persónufornöfnin við og þið voru no...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvar og hvenær var tokkaríska töluð og af hverjum? Er eitthvert tungumál komið af tokkarísku?

Svar í hnotskurn: Tokkarísku málin tvö, sem yfirleitt eru táknuð “A” og “B” eða kölluð austur- og vesturtokkaríska, voru töluð af afkomendum indóevrópsks þjóðflokks í norðanverðri Tarim-lægð, sem er á sjálfstjórnarsvæðinu Sinkíang í Vestur-Kína. Tokkarísku málheimildirnar eru frá því um 500 til 900 eftir Krist...

Fleiri niðurstöður