Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 796 svör fundust
Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?
Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...
Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar? Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar ein...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?
Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Frumefnið arsen finnst á mismunandi efnaformum sem eru oft flokkuð í lífræn efnasambönd (tengd kolefni) og ólífræn efnasambönd. Greining mismu...
Hvernig vita vísindamenn hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í skógareldum?
Til að reikna hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í gróðureldum (sem skógareldar tilheyra) þarf að vita hversu stórt svæði hefur brunnið, hvaða gróður er á svæðinu og hversu mikið af honum brann, en ekki brennur alltaf allt að fullu. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er hægt að nota vel þekkta stuðla...
Eftir hvern er jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“ og hvenær varð hann svona þekktur?
Jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“ er eftir séra Einar Sigurðsson sem var prestur í Eydölum um og eftir aldamótin 1600. Einar fæddist að Hrauni í Aðalreykjadal í Þingeyjarsýslu 1539. Foreldrar hans voru séra Sigurður Þorsteinsson og Guðrún Finnbogadóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum en var vart komin...
Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?
Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og ...
Hvernig breiddist íslam út?
Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjá...
Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja?
Þessi spurning er viðamikil og hér gefst ekki færi á öðru en að lýsa daglegu lífi Forngrikkja í grófum dráttum. En fyrst ber að slá varnagla. Þegar rætt er um Forngrikki er átt við íbúa Grikklands hins forna eða grískumælandi fólk í fornöld. Fornöld var langur tími. Grískumælandi menn komu fyrst til þess svæðis se...
Er það rétt að við siðaskiptin hafi helgir munir úr kaþólskum kirkjum verið brenndir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er það rétt að við siðaskiptin 1550 hafi kaþólskar kirkjur verið hreinsaðar af munum sínum: altaristöflum, skírnarfontum og styttum af Maríu mey, Jesú og dýrlingum — þetta brennt og er það þá ekki í ætt við bókbrennur seinna í Evrópu? Algengt viðhorf er að á siðaskiptatíman...
Hvaða sérfræðingum á að treysta í málefnum sem tengjast COVID-19?
Sérfræðingar gegna tveimur mikilvægum hlutverkum í COVID-19-faraldrinum. Í fyrsta lagi aðstoða þeir stjórnvöld við stefnumótun og í öðru lagi sjá þeir um að upplýsa almenning og byggja upp traust. En þá vaknar mikilvæg spurning: hverjir eru þessir sérfræðingar? Hverjir eiga að aðstoða stjórnvöld við stefnumótun og...
Hvaða halastjarna er með lengstan hala?
Yfirleitt er í mesta lagi ein meiri háttar halastjarna sýnileg með berum augum frá jörðinni í einu. Lengdin á halanum breytist mjög með fjarlægð frá sól og er ekki endilega hin sama í hverri heimsókn halastjörnunnar eftir aðra. Þess vegna er lengd halans á halastjörnum ekki einkennisstærð sem hægt er að fletta upp...
Hvernig byrjaði alnæmi?
Enginn veit með vissu hvernig alnæmi byrjaði. Enginn ágreiningur er þó um það að HIV-veirurnar eru afkomendur skyldra retróveira, SIV (simian immunodeficiency virus), sem finnast í mörgum apategundum. Reyndar er nafnið óheppilegt því þessar veirur valda ekki ónæmisbælingu hjá öpum. Skyldust HIV er SIVcpz sem finns...
Eru einhver verk sem teljast til heimsbókmenntanna enn óþýdd á íslensku?
Þótt hugtakið „heimsbókmenntir" sé teygjanlegt og umdeilt, þá er svarið við þessari spurningu ótvírætt „já". Það var einkum þýska skáldið Goethe sem kom þessu hugtaki í umferð á Vesturlöndum. Hann segir til dæmis á einum stað að skáldskapurinn sé sameign mannkynsins, öllum sé hollt að svipast um meðal fjarlæg...
Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?
Amish-fólkið er ein grein af trúarhreyfingu mótmælenda sem kallast mennonítar. Mennonítar aftur á móti spruttu upp úr trúarhreyfingu sem aðhylltist kenningar endurskírenda (anabaptista) og kom fram kringum siðaskiptin í Evrópu. Endurskírenda-hreyfingin aðhylltist meðal annars fullorðinsskírn en ekki barnaskírn og ...
Voru risaeðlur með heitt eða kalt blóð?
Í stað þess að tala um ‘heitt’ eða ‘kalt blóð’ nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þetta á til að mynda við um menn. Hitasveiflur hjá dýrum með misheitt blóð eru hins vegar...