Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 476 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?

Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...

category-iconHagfræði

Hvaða áhrif hafði Thomas Malthus á hagfræðina?

Bókin sem gerði Thomas Malthus (1766-1834) frægan heitir Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (An Essay on the Principle of Population).1 Hún spratt af spjalli hans við föður sinn Daniel Malthus (1730-1800) um bók Williams Godwins (1756-1836),2 Rannsókn á pólitísku réttlæti (Enquiry Concerning Political Justice...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Á plánetan Plútó systurplánetu/-hnött?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur vindgangi?

Vindgangur og ropi virðast vekja forvitni margra. Hér er einnig svarað öðrum spurningum sem borist hafa um þetta efni, en þær eru:Af hverju prumpar maður?Hvað veldur lyktinni sem fylgir vindgangi?Hvað er hægt að gera til að stoppa vindgang?Hversu oft á dag leysir manneskja vind?Hvaða leið fer prumpið?Af hverju rop...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn?

Flestir fræðimenn eru sammála um það að ekkert samband virðist vera á milli stærðar heila og greindar hjá tegundum. Búrhvalur syndir um með þyngsta heila sem þekkist hjá núlifandi dýri eða um 7,6 kg og heili asíska fílsins er um 7,5 kg, sá þyngsti í landdýri, heili afríska fílsins er um 5,4 kg. Meðalþyngd mannshei...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með samfélagssáttmála?

Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...

category-iconStærðfræði

Hvað er evklíðsk rúmfræði?

Mannfólkið hefur haft þörf fyrir stærðfræði frá því fyrstu skipulögðu samfélögin tóku að myndast. Hve miklar eignir á einstaklingur? Hversu mikinn skatt á hann að greiða? Slíkar spurningar fela í sér reikning. Hversu stór er landareign? Hvernig skal skipuleggja gatnakerfi borgar? Hvernig skal hanna byggingu? En ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gosvirkni í Geysi og hvenær gaus hann líklega fyrst?

Goshverinn Geysir er líklegast þekktasta jarðfræðifyrirbæri Íslands. Um aldir var hann nánast eini þekkti goshverinn í hinum vestræna heimi og hefur nafn hans ratað inn í flest erlend mál sem almennt heiti á goshverum. Að vísu eru fjölmargir aðrir goshverir virkir hér á landi en Geysir er þeirra mestur og hefur ha...

category-iconHagfræði

Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum?

Peningar eru gefnir út af seðlabönkum og því verða þeir í þrengsta skilningi til við það að seðlabanki lætur prenta seðla eða slá mynt og setur í umferð. Til dæmis gæti þetta gerst þannig að ríkissjóður tekur lán í seðlabanka og fær það greitt í seðlum sem ríkissjóður notar svo til að kaupa fyrir vörur eða þjónust...

category-iconJarðvísindi

Hvað ræður straumi í ám?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Við vorum að keyra meðfram Krossá um helgina og Kári 8 ára var að velta fyrir sér afhverju áin væri svona straummikil. Umræða spannst um magn vatns og mögulega halla landsslags. En er annað sem hefur áhrif á straum í ám t.d. botninn, dýpt og breidd farvegs. Og eykst stau...

category-iconStærðfræði

Hefur það einhverja merkingu að velja stak af handahófi úr óendanlegu mengi?

Öll þekkjum við ferlið að velja einn kost af nokkrum af hreinu handahófi þar sem hver kostur kemur upp með jöfnum líkum. Kunnugleg dæmi eru að kasta krónu til að velja milli tveggja kosta (til dæmis hvort liðið byrjar kappleik) með jöfnum líkum $1/2$ ($50\%$) á hvorum þeirra og að kasta sex hliða teningi til að fá...

category-iconHagfræði

Hvert er efnahagslegt tjón vegna COVID-19?

Veirufaraldurinn sem nú skekur heimsbyggðina hefur nú þegar haft veruleg efnahagsleg áhrif og mun fyrirsjáanlega hafa það áfram þótt erfitt sé að sjá fyrir hve lengi. Viðbrögðin við faraldrinum hafa verið mjög mismunandi eftir löndum en þó yfirleitt falið í sér verulegar takmarkanir á ferðum og samkomum fólks. Þet...

category-iconNæringarfræði

Getur úthaldsíþróttafólk bætt árangur sinn með lágkolvetnamataræði og föstum?

Fitubirgðir líkamans geta verið því sem næst takmarkalausar. Þess vegna hefur því verið haldið fram að hægt sé að auka árangur í úthaldsíþróttum með því að auka hlut fitu umtalsvert í mataræðinu á kostnað kolvetna eða jafnvel að sleppa fæðuinntöku í tiltekinn tíma (fasta). Fitubrennslugeta líkamans getur aukist tö...

category-iconLæknisfræði

Hvað er latexofnæmi og hvaða fæðutegundir eru tengdar við það?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fæðutegundir eru tengdar við latexofnæmi og hvers vegna? Eða: Hvað má ég helst ekki borða ef ég er með latexofnæmi og hvers vegna? Stundum skjóta ný heilbrigðisvandamál upp kollinum án þess að ástæður liggi í augum uppi. Eitt slíkt vandamál er ofnæmi fyrir latex. Því var ...

category-iconVeðurfræði

Hvað er El Niño?

Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið fjölmargar fyrirspurnir um El Niño. Aðrir spyrjendur eru: Ragnheiður Hrönn, Steinunn Ingvarsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, Hildur Anna Karlsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Hildur Ósk Pétursdóttir, Jórunn Helgadóttir, Esther Bergsdóttir, Hanne...

Fleiri niðurstöður