Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 878 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um iðnbyltinguna?

Á 16.-18. öld voru ýmis samfélög á stigi foriðnvæðingar (e. proto-industrialization) sem einkenndist af fólksfjölgun og aukinni handverksgerð í sveitum. Þar sem markaðsviðskipti bænda fóru vaxandi án þess að tekjur þeirra ykjust á sama tíma er einnig stundum rætt um iðjusemisbyltingu (e. industrious revolution). Þ...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?

Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda. Heilagur andi er ein af þremur persónum hins þríeina Guðs sem kristnir men...

category-iconVeðurfræði

Breytast hafstraumar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Breytast hafstraumar? Eru líkur á að hafstraumar í kringum Ísland breytist þannig að landið verði óbyggilegt? Svo háttar til um legu Íslands að það er á mörkum mildra og kaldra strauma í sjó og lofti. Sá angi eða afsprengi Golfstraumsins sem berst að sunnan- og vestanverðu landi...

category-iconHugvísindi

Hvað er fleygletur?

Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...

category-iconLæknisfræði

Getur B17-vítamín komið í veg fyrir og læknað krabbamein?

Í gegnum tíðina hafa komið fram ýmsar óhefðbundnar aðferðir sem ætlað hefur verið að lækna krabbamein, gjarnan inntaka á einhverjum náttúrulyfjum. B17-vítamín er eitt þeirra efna sem reynt hefur verið í þessu skyni. Raunar telja sumir þetta ekki réttnefni þar sem efnið tilheyri ekki vítamínum samkvæmt þeirri skil...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er XML?

Skammstöfunin XML stendur fyrir ‘eXtensible Markup Language’ sem er sveigjanlegur staðall til að lýsa gögnum. Staðallinn samanstendur af örfáum reglum varðandi uppbyggingu skjala með aðstoð merkja (til dæmis <þetta_er_merki>), og er sveigjanlegur þar sem notandinn getur á einfaldan hátt búið til sínar eigin ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Lærir maður að kyngja eða er það meðfæddur hæfileiki?

Kynging er flókið, sjálfvirkt taugaviðbragð sem við fæðumst með, þótt við lærum að stjórna því að einhverju leyti með viljanum þegar við verðum eldri. Þetta viðbragð þróast tiltölulega snemma því í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu er fóstur farið að kyngja legvatni. Kynging felst í því að koma fæðu eða einhverju ö...

category-iconHugvísindi

Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?

Beijing, eða Peking, er höfuðborg Kína. Þó nöfnin tvö hljómi ólíkt á íslensku, þá eru þau bæði nálgun á sama mandarínska heitinu. Munurinn felst eingöngu í mismunandi aðferð til að rita mandarínsku með latnesku stafrófi. Nafnið Peking er um 400 ára gamalt og kemur frá evrópskum trúboðum og kaupmönnum sem voru v...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er meðalhófsregla?

Til þess að svara þessari spurningu er vert að fjalla fyrst almennt um stjórnsýslu og stjórnsýslulög. Íslensk stjórnskipun einkennist meðal annars af þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Hlutverk stjórnvalda sem fara með framkvæmdavaldið er tvíþætt. Annars vegar sjá þau um fra...

category-iconNæringarfræði

Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?

Niðursuða er ekki ýkja gömul aðferð til þess að geyma mat. Söltun, reyking og þurrkun á mat eru til að mynda miklu eldri aðferðir. Niðursuða á mat á rætur að rekja til Frakklands undir lok 18. aldar. Á þeim tíma, og í byrjun 19. aldar, áttu Frakkar í ófriði við ýmsa nágranna sína í Evrópu (Napóleonsstríðin). Erfit...

category-iconJarðvísindi

Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?

Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um bráðnun jökla, til dæmis:Eru jöklarnir á Suðurskautslandinu að bráðna? Hvað gerist ef allir jöklar á hnettinum bráðna? Mun heimurinn allur verða undir vatni vegna hækkandi hitastigs í heiminum? Hvenær þá? Hvaða afleiðingar hefði það á Ísland ef allir jöklar ...

category-iconHugvísindi

Hver var fyrsti kvikmyndaleikstjórinn?

Þessu er ekki auðsvarað því að í spurningunni er fólgin önnur vandmeðfarin spurning: Hvað er kvikmyndaleikstjóri? Það er alveg ljóst að þeir sem stýrðu kvikmyndatökuvélunum í fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru litu ekki á sig sem leikstjóra í þeirri merkingu sem við leggjum í orðið í dag. Þeir voru fyrst og frems...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hefur flúor í gosösku á búfé?

Þann 14. apríl 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli. Gosinu fylgir öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur reynst verulega skaðlegt. Flúor er lofttegund, gulgræn að lit, efnafræðilega skyld k...

category-iconHugvísindi

Er hægt að vera með skófíkn?

Hugtakið fíkn (e. addiction) er notað í lýðheilsu- og geðlæknisfræðum yfir áráttuhegðun sem fólk hefur ekki vald yfir. Í þeim skilningi er hæpið að tala um skófíkn sem oftast vísar ekki til alvarlegra ástands en þess að hafa gaman af tísku og fallegum fötum. Hins vegar leika skór stórt hlutverk í neyslumenningu s...

Fleiri niðurstöður