Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 584 svör fundust
Hvað eru klumpahraun?
Lengi vel var basalthraunum aðeins skipt í tvær tegundir, helluhraun og apalhraun, en nú er ljóst að þetta eru jaðartegundir í samfelldu rófi með nokkrum millitegundum sem endurspegla breytingar á myndunarskilyrðum og flæðimynstri. Hér verður fjallað um klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) sem eru mjög algeng hra...
Hversu mörg íslensk handrit eru varðveitt í útlöndum?
Á 14. öld framleiddu Íslendingar handrit til útflutnings á Noregsmarkað og einhver þeirra kunna að vera varðveitt enn í bútum og brotum, en varla heil eintök. Undir lok 16. aldar fengu danskir og sænskir fræðimenn áhuga á íslenskum fornritum og handrit tóku að slæðast úr landi. Enn jókst straumurinn um miðja 17. ö...
Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...
Hvernig er hægt að rækta krækling?
Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í ...
Hvað getið þið sagt mér um Staðardagskrá 21?
Staðardagskrá 21 (e. Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, í Rio de Janeiro 1992. Sem alþjóðleg ályktun er hún ekki þjóðréttarlega bindandi, eins og ef um staðfestan alþjóðlegan sáttmála væri að r...
Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi?
Rómverskir peningar Elsti peningur sem fundist hefur á Íslandi – svo ekki verði brigður bornar á – er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í borginni Cyzicus í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e. Kr. Hann fannst í húsarústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933 en 1905 hafði fundist þar annar rómverskur peningu...
Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?
“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...
Hver var Gissur jarl Þorvaldsson og hvaða hlutverki gegndi hann á Sturlungaöld?
Gissur Þorvaldsson var höfðingjasonur í Árnesþingi, áttundi maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla Ketilssyni, landnámsmanni á Mosfelli í Grímsnesi, sjötti maður frá Gissuri hvíta, forystumanni að kristnitöku Íslendinga, fimmti maður frá Ísleifi Gissurarsyni biskupi í Skálholti. Í móðurætt var Gissur sonur Þ...
Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og hvað notaði það áður?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og á hvað skrifaði það þegar það var ekki búið að finna upp að skrifa á skinn? Talið er að Súmerar, sem bjuggu í Mesópótamíu (núverandi Írak), hafi fundið upp ritlistina fyrir um 5500–6000 árum. Þeir skrifuðu í mjúkan leir sem þeir her...
Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?
Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...
Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?
Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...
Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni? Er átt við að þeir séu með spjót, sverð, öxi og hand-sax? Langalgengustu vopnin í Íslendingasögunum og þau sem oftast er minnst á að notuð séu í bardaga eru sverð (43%), axir (32%) og spjót eða vopn sem svipa til ...
Hver var Björn Guðfinnsson og hvert var framlag hans til íslenskra málfræðirannsókna?
Björn Guðfinnsson fæddist 21. júní 1905 að Staðarfelli í Dölum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og kennaraprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1935. Á árunum 1931–1945 kenndi hann við ýmsa skóla – Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík. Ei...
Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?
Ragnarök, eða ragnarökkur, er hugtak sem notað er um heimsendi eins og honum er lýst í Konungsbókar- og Hauksbókargerðum Völuspár og Snorra Eddu. Þá munu takast á hin skapandi öfl í mynd goðanna og tortímingaröflin í líki jötna og óvætta. Völuspá er grundvallarkvæði í Konungsbók þar sem kvæðið er sett fram sem ...
Af hverju verðum við ástfangin?
Spurningin af hverju við verðum ástfangin er tengd spurningunni Hvað er ást? Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðisle...