Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 128 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?

Á undanförnum árum hefur orðið æ algengara að ungar konur fái sér húðflúr eða tattú á neðri hluta baks. Oft eru þessi tattú á lendarhrygg á því svæði sem mænudeyfingar og utanbastsdeyfingar vegna fæðinga eru lagðar. Lyf sem notuð eru við mænu- og utanbastsdeyfingar eru þaulrannsökuð og vitað að þau eru örugg. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um ljón?

Latneska heitið á ljóni er Panthera leo. Ljónið hefur verið kallað konungur dýranna enda er það afar tignarlegt dýr. Á sléttunum í austurhluta Afríku hafa menn og ljón búið saman í mörg hundruð þúsund ár og mætti ímynda sér að ljónið hafi verið sú skepna sem frummaðurinn óttaðist mest þegar hann hélt út á gresjurn...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna voru konur 20% fleiri en karlar í manntalinu 1703?

Þegar fyrst var tekið manntal á Íslandi, árið 1703, töldust karlar vera 22.867 en konur 27.491. Yfirfjöldi kvenna var þannig 4.624 eða rúmlega 20% af fjölda karla. Það merkti til dæmis að hefðu allir Íslendingar verið paraðir saman, karlar og konur, svo lengi sem karlarnir hrukku til, hefðu 4.624 konur orðið afgan...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna éta kvenkyns köngulær karldýrin eftir mökun?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvernig makast krossköngulær?Æxlunarmáti krossköngulóa er mjög óvenjulegur. Sæði karldýrsins er framleitt í kynkirtlum sem tengjast ekki þreifurum sem gegna hlutverki getnaðarlims. Þegar köngulærnar verða kynþroska ummyndast þreifararnir og geta þá tekið við og geymt sæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum?

Ekki er um “fjölskyldulíf” að ræða hjá skjaldbökum heldur mætti segja að fálæti foreldranna gagnvart afkvæmum sínum sé nær algert. Sem dæmi má taka hina stórvöxnu leðurskjaldböku, Dermochelys coriacea, sem eyðir mest öllum tíma sínum í sjónum. Karldýrið, pabbinn, hefur það eina hlutverk að sæða kvendýrið. Þega...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?

Tjaldurinn (Haematopus longirostris) er einkvænisfugl sem heldur ekki aðeins tryggð við makann heldur einnig við óðal sitt. Það þarf því ekki að koma á óvart að fuglar komi á sama staðinn á hverju ári í nokkur ár. Vitað er um tjaldapar sem kom aftur og aftur á sama staðinn til að verpa í samfellt tvo áratugi! V...

category-iconSálfræði

Hvað er Münchausensjúkdómur og hversu algengur er hann?

Svokallaður Münchausensjúkdómur eða Münchausenheilkenni lýsir sér þannig að sjúklingur þykist vera alvarlega veikur án þess að það þjóni neinum augljósum tilgangi öðrum en þeim að vera lagður inn á spítala og rannsakaður í bak og fyrir. Heilkennið er nefnt eftir Münchausen barón (1720-1797) sem vann sér það helst ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um sardínur?

Í bókinni Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson er sardínu lýst svona:Þunnvaxinn fiskur og dálítið sívalur. Haus er í meðallagi, augu eru stór en kjaftur lítill og endastæður. Neðri skoltur teygist þó fram fyrir þann efri, þegar kjafturinn er opinn. Tálknalok eru geislagárótt. Bakuggi er á miðum bol, þó nær trjónu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr hverju eru stjörnurnar og tunglið?

Sólin okkar og stjörnurnar eru aðallega úr vetni og helíni (e. helium). Nákvæm hlutföll efnana eru breytileg eftir aldri stjarnanna og hvar í alheiminum þær eru, en ungar stjörnur í vetrarbrautinni okkar eru rúmlega 70% vetni og sirka 25% helín. Þyngri frumefni eins og kolefni, nitur, súrefni og neon mynda yfirlei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um flæmingja?

Flamingóar eða flæmingjar (Phoenicopteridae) eru hvítir að grunninum til en vegna bleikra, og allt að því skærrauðra, reita á vængjum, fótum og nefi er yfirbragð þeirra bleikt. Langur háls og háir fætur gera þá tignarlega á að líta. Ævintýralegt er að sjá stóra hópa þessara glæsilegu fugla á flugi. Rauðflæming...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verpa mörgæsir mörgum eggjum og hversu lengi eru eggin að klekjast út?

Útungunartími mörgæsa er á bilinu 30-64 dagar, allt eftir því hvaða tegund á í hlut. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá útungunartíma og meðalfjölda eggja í varpi hjá þeim 17 mörgæsategundum sem nú lifa á jörðinni. Rétt er að taka fram að upplýsingarnar koma úr ýmsum áttum, sumar heimildir gefa upp ákveðinn dagafj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verpir snæugla mörgum eggjum?

Snæuglan (Bubo scandiacus) er stærri en flestar aðrar uglur. Hún er 51-71 cm að lengd og vegur 1,6-3 kg. Vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi á kvenkyninu. Snæuglur geta orðið meira en 10 ára gamlar. Snæugla með unga. Snæuglan verpir yfirle...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er snjáldra?

Snjáldrur eða snjáldurmýs (Soricidae) nefnist sérstök ætt lítilla spendýra innan ættbálks skordýraæta (Insectivora). Alls hefur rúmlega 300 snjáldrutegundum verið lýst og eru þær tegundaauðugasta ætt innan ættbálksins. Dæmi um önnur dýr sem tilheyra ættbálki skordýraæta eru moldvörpur og broddgeltir. Snjáldrur...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Geir Gunnlaugsson rannsakað?

Geir Gunnlaugsson er prófessor í hnattrænni heilsu við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaráherslur hans falla undir fræðasvið barnalækninga, lýðheilsu og hnattrænnar heilsu. Viðfangsefni rannsókna hans eru meðal annars brjóstagjöf, barnadauði, ofbeldi gegn börnum, mislingar, kólera, ebóla og he...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'?

'Autoimmune hepatitis' kallast á íslensku sjálfsofnæmislifrarbólga. Eins og nafnið gefur til kynna þá er um svokölluð sjálfsofnæmisheilkenni að ræða. Ónæmiskerfi líkamans gegnir því hlutverki að ráðast gegn utanaðkomandi efnum, til dæmis sýklum, en það getur gerst að kerfið skynji frumur líkamans sem "utanaðkoman...

Fleiri niðurstöður