Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 348 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvað hefur talan pí marga aukastafi og hverjir eru þeir?

Talan pí (π) er óræð tala eins og það er kallað í stærðfræði, en það merkir að hún verður ekki skrifuð sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða aukastafirnir óendanlega margir. Margir tengja pí sjálfsagt við brotið 22/7 en það er ekki "sama sem" pí í...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?

Starfsemi heilans er gríðarlega víðtæk og oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, umhverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumustigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins konar hraðbrautir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var upprunalegur tilgangur Netsins?

Uppruni Internetsins hefur stundum verið rakinn til kalda stríðsins og kjarnorkuvárinnar. Sagan segir að þegar líða tók á kalda stríðið hafi bandarísk hermálayfirvöld smám saman áttað sig á því að þau mundu eiga í erfiðleikum með að svara árás ef miðlægt tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í fyrstu sprengju í kjarnork...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Bjarni K. Kristjánsson rannsakað?

Bjarni K. Kristjánsson er prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Rannsóknir Bjarna hafa snúið að því að skilja hvernig vistfræðilegir þættir móta líffræðilega fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda búsetu okkar hér á jörð. Því er mikilvægt að auka skilning okkar á því hverni...

category-iconVísindi almennt

Hver bjó til púsluspil í fyrsta sinn og hvaða ár var það?

Menn vita ekki hver bjó fyrstur til púsluspil, né heldur hvaða ár það var, enda yrði líklega erfitt að skilgreina það. Hins vegar má rekja uppruna púsluspila til Englands á nítjándu öld. Þau voru í fyrstu ætluð sem kennslutæki, einkum við landafræðikennslu. Síðar voru þau einnig notuð við kennslu í sögu, lestri, o...

category-iconHugvísindi

Hvað tákna hringirnir í ólympíufánanum? Táknar hver litur eitthvað sérstakt?

Hringirnir fimm tákna þær fimm heimsálfur sem taka þátt í Ólympíuleikunum. Það eru allar heimsálfurnar nema Suðurheimskautslandið sem er óbyggt. Hver hringur vísar þó ekki til einnar ákveðinnar álfu en litirnir sex – gulur, rauður, grænn, blár og svartur í hringunum og hvítur í grunninum – taka yfir litina í öllum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?

Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja tengja skrýtinn norska orðinu skryten 'magur, beinaber, klunnalegur, ljótur' og sænska orðinu skryten 'magur' og telja að þau bendi til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og sænsku orða...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan er orðið rasismi komið?

Orðið 'rasismi' er tökuorð og margir nota í staðinn til dæmis orðið kynþáttahyggja, að minnsta kosti þegar það á við. Rasisminn er hliðstæður tökuorðinu 'rasi' sem er yfirleitt þýtt sem kynþáttur. Tökuorðin eru upphaflega komin úr dönsku: 'race' (framborið 'rase') og 'racist' (frb. 'rasist). Margir munu nú á dö...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er HTML?

HTML (HyperText Markup Language) er svonefnt umbrotsmál fyrir tölvur sem lýsir því hvernig innihald vefsíðu birtist. HTML er grunnur allra vefsíðna á Internetinu. Með HTML er hægt að skilgreina texta, myndir, töflur, hlekki og fleira. Ein helsta nýjungin við HTML á sínum tíma var að með því var hægt að tengja sama...

category-iconEfnafræði

Af hverju límist lím?

Lím eru af ýmsum gerðum en verka þó flest með sambærilegum hætti. Flest lím sem við notum dagsdaglega eru blönduð vatni eða öðrum leysiefnum (vökva) en í mismiklum mæli þó. Virku efnin í líminu eru þannig gerð að í þeim eru efnahópar sem mynda veik tengi við sameindir á yfirborði þeirra hluta sem límið getur lí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru lengstu göng Íslands?

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vegagerðarinnar eru tíu jarðgöng á vegakerfinu. Lengstu veggöngin eru Héðinsfjarðargöng sem opnuð voru 2. október 2010. Þau eru 11.000 m löng og eru í raun tvenn göng sem tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð með viðkomu í Héðinsfirði. Göngin milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur baskneska?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvaðan kemur baskneska og hvað er hún gömul tunga? Er hún skyld öðrum tungumálum? Baskneska er tungumál Baska á norðvestanverðum Spáni og í Suður-Frakklandi. Hún þykir afar fornleg og flókin að allri byggingu. Baskneska virðist ekki skyld neinu öðru máli og er því stakmál. Baskar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru rafhlöður búnar til?

Rafhlöður eru hylki með rafskautum í raflausn. Með rafhlöðum er hægt að breyta efnaorku í raforku. Víða á Alnetinu og í bókum um vísindi er hægt að finna upplýsingar um það hvernig hægt er að búa til einfaldar rafhlöður, til dæmis úr sítrónu. Aðferðin er frekar einföld. Til þess að búa til rafhlöðuna þarf eina ...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?

Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...

category-iconTölvunarfræði

Hvað gerist ef sæstrengur rofnar og hvað tekur viðgerð langan tíma?

Fjórir sæstrengir tengja Ísland við umheiminn og nánast öll fjarskipti Íslands við önnur lönd fara um þessa strengi. Sæstrengir eru því ein af lífæðum samfélagins á líkan hátt og innflutningur á matvælum eða innlend matvælaframleiðsla. Strengirnir DANICE, ÍRIS og FARICE-1 eru í eigu Íslendinga og um þá fer lang...

Fleiri niðurstöður